Categories
Fréttir

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar

Deila grein

30/04/2013

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar

Fylgi Framsóknar hefur ekki verið meira síðan í kosningum 1979 en þá hlaut Framsókn 24,9% og 17 þingmenn. Framsókn fékk síðast 19 þingmenn árið 1963.
Hérna eru nokkar skemmtilegar staðreyndir til viðbótar um þingflokk Framsóknar:

  • Höskuldur Þór Þórhallsson er reynslumesti þingmaður þingflokksins en hann settist á þing 2007, næst á eftir kemur Eygló Harðardóttir, hún tók sæti Guðna Ágústssonar þegar hann lét af þingmennsku 2008.
  • Jóhanna María af Vestfjörðum og Þórunn frá Vopnafirði eru báðar með slæmt internetsamband á bóndabæjum sínum og lítið eða ekkert farsímasamband. 
  • Karl Garðarsson er ötull hjólamaður og hjólaði einu sinni frá Kanada niður Norður-Ameríku.
  • Silja Dögg á sama afmælisdag og Framsókn, 16. desember.
  • Sigmundur Davíð hefur verið þekktur fyrir að grípa í pensill og mála í frítíma sínum, ein jólin eftir að hann settist á Alþingi sendi hann jólakort þar sem mynd eftir hann prýddi kortið.
  • Elsa Lára og Sigmundur Davíð eru jafn gömul, bæði fædd árið 1975.
  • Aðeins skilja 20 dagar að Líneik og Þórunni í aldri en báðar eru fæddar í nóvember 1964.
  • 20% þingflokksins á stórafmæli í ár. Það eru þau Höskuldur, Silja Dögg, Willum Þór og Þorsteinn. Silja Dögg og Höskuldur verða fertug, Willum verður fimmtugur og Þorsteinn sextugur.