Categories
Fréttir

Staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar

Deila grein

29/04/2013

Staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar

Gaman er að skoða nokkrar staðreyndir um hin nýja þingflokk Framsóknar.

 • Meðalaldur þingmanna í þingflokknum er tæplega 44 ára.
 • Þar af er helmingur þingmanna yngri en 45 ára.
 • Bæði verður yngsti og elsti þingmaður Alþingis í þingflokk Framsóknar. Það eru þær Jóhanna María Sigmundsdóttir (fædd 1991) og Sigrún Magnúsdóttir (fædd 1944) en 47 ár skilja þær að.
 • Kynjaskiptingin er 57,8% karlar og 42,1% konur.
 • Sigmundur Davíð, Gunnar Bragi og Sigurður Ingi eru allir fyrstu þingmenn síns kjördæmis. 

Aðrar skemmtilegar staðreyndir um þingflokk framsóknarmanna:

 • Frosti Sigurjónsson spilar á gítar og er meðlimur í bílskúrsbandi.
 • Jóhanna María sem er sauðfjárbóndi, á um 100 háhæluð skópör
 • Haraldur Einarsson er fljótastur á landinu, hann er Íslandsmeistari í 60m hlaupi 2013.
 • Gunnar Bragi á tvíbura syni.
 • Willum Þór þjálfaði KR til sigurs í úrvalsdeildinni 2002 og 2003 í knattspyrnu og gerði Val að Íslandsmeistörum 2007.
 • Sigrún Magnúsdóttir kom á fót Sjóminjasafni Reykjavíkur.
 • Vigdís Hauksdóttir varð Íslandsmeistari í blómaskreytingum áður en hún lærði lögfræði og settist á þing.

Fleiri skemmtilegar staðreyndir um þingflokk Framsóknar verða birtar á morgun.