Á fundi sem haldinn var í Framsóknarfélagi Dalvíkurbyggðar var samþykktur framboðslisti Framsóknarfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fram fara 31. maí n.k. Efsta sæti listans skipar Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur, í öðru sæti er Kristján Guðmundsson, fyrirlesari, og í því þriðja Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri.
Listann skipa eftirtaldir:
- Bjarni Th. Bjarnason, rekstrarhagfræðingur
- Kristján Guðmundsson, fyrirlesari
- Heiða Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri
- Þórhalla Franklín Karlsdóttir, þroskaþjálfi
- Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri
- Íris Hauksdóttir, viðskiptalögfræðingur
- Sölvi Hjaltason, bóndi
- Guðrún Erna Rúdólfsdóttir, verslunarstjóri
- Jón Ingi Sveinsson, framkvæmdastjóri
- Linda Geirdal, skólaliði
- Jóhannes Tryggvi Jónsson, bakari
- Anna Danuta Jablonska, fiskverkakona
- Hólmfríður Margrét Sigurðardóttir, glerlistakona
- Valdimar Bragason, framkvæmdastjóri
Á framboðslistanum eru 7 konur og 7 karlar.
Framsóknarmenn fenur tvo menn kjörna í sveitarstjórnarkosningunum 2010 í Dalvíkurbyggð.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.