Á fundi Fulltrúaráðs framsóknarfélaganna í Hafnarfirði í kvöld voru valdir frambjóðendur í sex efstu sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Hafnarfirði fyrir sveitastjórnarkosningarnar sem fara fram 31. maí nk.
Sex efstu sætin skipa:
- Ágúst Bjarni Garðarsson, stjórnmálafræðingur, 27 ára
- Jenný Jóakimsdóttir, viðskiptafræðingur, 45 ára
- Sigurjón Norberg Kærnested, vélaverkfræðingur, 29 ára
- Kristín Elísabet Gunnarsdóttir, fjölmiðlafræðingur, 28 ára
- Njóla Elisdóttir, hjúkrunarfræðingur, 55 ára
- Valdimar Sigurjónsson, viðskiptalögfræðingur, 41 árs
Framsóknarflokkurinn stefnir að því að fá tvo menn í bæjarstjórn í vor og vill taka þátt í því samvinnuverkefni að gera bæjarfélagið að betra samfélagi og leggur þar áherslu á aukna þjónustu við bæjarbúa.
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.