Categories
Fréttir

Háskólinn er lífæð Laugarvatns og samfélagsins þar í kring

Deila grein

25/02/2016

Háskólinn er lífæð Laugarvatns og samfélagsins þar í kring

logo-suf-forsida„Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna harmar þá ákvörðun háskólaráðs Háskóla Íslands að flytja námsbraut í íþrótta- og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur.
Háskólinn er lífæð Laugarvatns og samfélagsins þar í kring og þykir okkur augljóst að slík ákvörðun skuli vera tekin í óþökk kennara, nemenda og sveitarfélaga á Suðurlandi.
Við tökum heilshugar undir orð forsætisráðherra, að beina þurfi fjármunum til háskóla og menntastofnanna á landsbyggðinni, þar sem ljóst er að Háskóli Íslands er ekki að sinna því hlutverki sínu. Við tökum einnig undir orð þingmanna kjördæmisins hvað varðar flutning námsbrautarinnar og áhyggjur þeirra um framtíð þess samfélags sem byggst hefur upp í kringum námið á Laugarvatni. Þingmenn hafa sýnt vilja sinn í því að berjast fyrir bættum stuðningi við námsbrautina en ljóst er að háskólaráð og rektor hafa ekki nokkurn áhuga á aðstoð þeirra.
Við teljum að Háskóli Íslands eigi ekki einungis að þjóna þeim sem að búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu heldur einnig landsbyggðinni. Mikilvægt er að halda í 84 ára sögu íþróttakennaraháskólans á Laugarvatni og er það óskiljanlegt hvernig Háskóli Íslands getur bundið enda á sögu íþróttakennaranáms á Laugarvatni með þessari ákvörðun.
Við hvetjum háskólaráð til þess að heimsækja Laugarvatn og kynna sér starfsemina sem er þar og í kjölfarið endurskoða ákvörðun sína. Við lítum á þessa ákvörðun sem beina árás á háskólasamfélagið á landsbyggðinni.“
Stjórn SUF.