Categories
Fréttir

Hreyft við málum að nýju

Deila grein

21/01/2014

Hreyft við málum að nýju

Fimm þingmenn Framsóknar tóku til máls undir liðnum störf þingsins á Alþingi í dag og má sjá áherslur þeirra í hér að neðan.
Í morgun var greint frá því í fréttum að nokkrar fjölskyldur búi nú í hesthúsum í Almannadal og er þar um að ræða ný hesthús og hverfið er staðsett fyrir ofan Reykjavík. Í fréttinni kemur einnig fram að Félag hesthúsaeigenda í Almannadal hafi sótt um það hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík að einstaklingar fái að skrá lögheimili á efri hæðum hesthúsanna. – Elsa Lára Arnardóttir

Mig langar hér að vekja athygli á stórkostlegu íþróttaafreki sem Aníta Hinriksdóttir vann á sunnudaginn sem hefur kannski farið fram hjá fólki vegna handboltans. Aníta setti glæsilegt Íslandsmet í sínum aldursflokki í 800 metra hlaupi. – Sigrún Magnúsdóttir

Nú háttar svo til að fyrir dyrum er í störfum okkar að vinna úr margvíslegum málum sem snúa að húsnæðismarkaði, fjármögnun og framtíðarskipan húsnæðismála á Íslandi. Frumvörp um skuldaleiðréttingu munu koma til okkar kasta innan skamms. – Willum Þór Þórsson

Ársalgengi lyndis- og kvíðaraskana á Íslandi er áætlað um 10%. Eina einstaklingsmiðaða meðferðarúrræðið sem stendur til boða í heilsugæslunni er lyfjameðferð þrátt fyrir að árangur hennar sé misjafn og þrátt fyrir þá staðreynd að hagræn atferlismeðferð sé tilgreind sem forgangsmeðferð við lyndis- og kvíðaröskunum. – Þorsteinn Sæmundsson

Því miður er staðan þannig árið 2014 að þjóðin er enn að glíma við launamun kynjanna. Það hallar á annað kynið í stjórnunarstöðum og réttindi karla og kvenna eru ekki þau sömu þó að reynt sé með lagasetningu að jafna hana. En lagasetningunni er á mörgum jafnréttissviðum ábótavant. – Haraldur Einarsson