Categories
Fréttir

Hringferð formanns Framsóknar

Deila grein

20/03/2024

Hringferð formanns Framsóknar

Fyrstu fundirnir á hringferð formanns Framsóknar, Sigurðar Inga Jóhannssonar, voru haldnir á Akranesi og í Borgarnesi í gær, þriðjudag. Á fundunum voru umræður um samgöngur, þjóðlendur, landbúnað, íslenska tungu, fjarskipti, íslensku krónuna, sjávarútveg, orkumál og langtíma kjarasamningar.

„Átti frábært og gefandi samtal við Skagamenn um Sundabraut, Kjalarnes, íslenska tungu, fjármögnun vegakerfisins, leigubíla, fjarskipti, íslensku krónuna, sjávarútveg, orkumál og þau miklu tíðindi sem langtímakjarasamningar eru,“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundinum á Akranesi.

Fyrsta fundi á hringferð minni var að ljúka á Akranesi. Átti frábært og gefandi samtal við Skagamenn um Sundabraut,…

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Þriðjudagur, 19. mars 2024

Næstu fundir formanns:

Þriðjudagur 2. apríl:
Hornafirði ‒ kl. 20:00

Miðvikudagur 3. apríl:
Djúpavogi ‒ kl. 12:00
Egilsstöðum ‒ kl. 17:00
Norðfirði ‒ kl. 20:00

Fimmtudagur 4. apríl:
Vopnafirði ‒ kl. 12:00
Húsavík ‒ kl. 17:00
Akureyri ‒ kl. 20:00

Mánudagur 8. apríl:
Ísafirði ‒ kl. 20:00

Þriðjudagur 9. apríl:
Blönduósi ‒ kl. 12:00
Sauðárkróki ‒ kl. 20:00

Fimmtudagur 11. apríl:
Vík ‒ kl. 12.00
Hella ‒ kl. 17.00
Hvolsvelli ‒ kl. 20.00

„Öðrum fundi á hringferð minni var að ljúka í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þangað voru mættir Borgfirðingar og nærsveitamenn og áttu góð og oft hressileg samtöl um til dæmis samgöngur, þjóðlendur, fiskeldi, kjarasamninga, landbúnað, tengingu Vestur- og Suðurlands, Sundabraut, kolefnisspor á villigötum, framboðshvetjandi aðgerðir á húsnæðismarkaði og reiðvegi,“ sagði Sigurður Ingi að loknum fundinum í Borgarnesi.

Öðrum fundi á hringferð minni var að ljúka í Landnámssetrinu í Borgarnesi. Þangað voru mættir Borgfirðingar og…

Posted by Sigurður Ingi Jóhannsson on Þriðjudagur, 19. mars 2024