Categories
Fréttir Greinar

Innlend greiðslumiðlun: Spörum 20 milljarða

Deila grein

18/02/2024

Innlend greiðslumiðlun: Spörum 20 milljarða

Greiðslumiðlun er einn af grunn­innviðum hag­kerf­is­ins. Það fer ekki mikið fyr­ir greiðslumiðlun dags­dag­lega en henni má líkja við pípu­lagn­ir fyr­ir greiðslur. Það fer ekki mikið fyr­ir lagna­kerf­inu, eins og fyr­ir hefðbundn­um pípu­lögn­um, en það stuðlar að því að pen­ing­ar kom­ast frá punkti A til punkts B þegar ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki greiða fyr­ir vör­ur og þjón­ustu svo dæmi sé tekið. Greiðslumiðlun er þannig grund­vall­ar­stoð í sam­fé­lag­inu og telst vera mik­il­væg al­manna­gæði.

Það er því hlut­verk stjórn­valda að tryggja að hér landi sé starf­rækt traust og ör­ugg greiðslumiðlun. Seðlabank­inn rek­ur svo­kallað milli­banka­kerfi sem er vett­vang­ur fyr­ir jöfn­un og upp­gjör á milli fjár­mála­stofn­ana. Einnig fer fram í þessu kerfi upp­gjör fyr­ir greiðslu­kort og viðskipti sem tengj­ast verðbréf­um. Á und­an­förn­um tveim­ur ára­tug­um hef­ur verið unnið tals­vert að bættu fyr­ir­komu­lagi greiðslumiðlun­ar hér á landi. Á Alþingi ný­verið var til að mynda mælt fyr­ir frum­varpi um inn­lenda greiðslumiðlun sem myndi auka efna­hags­legt þjóðarör­yggi Íslands. Já­kvæð hliðaráhrif slíkra breyt­inga væru um­tals­verður sparnaður fyr­ir þjóðfé­lagið, sem ætti að skila sér í lægra vöru­verði til neyt­enda.

Rík þjóðarör­ygg­is­sjón­ar­mið í breytt­um heimi

Það er eng­um blöðum um það að fletta að greiðslumiðlun­in er órjúf­an­leg­ur hluti af nú­tíma­sam­fé­lagi. Árið 2019 vakti Seðlabanki Íslands at­hygli þjóðarör­ygg­is­ráðs á því að ís­lensk stjórn­völd þyrftu að sjá til þess að traust inn­lend ra­f­ræn smá­greiðslumiðlun væri til staðar. Vanda­málið var að ra­f­ræn greiðslumiðlun var háð er­lend­um aðilum og tækni­innviðum. Eft­ir hrun bank­anna haustið 2008 var ráðist í stefnu­mót­un til að tryggja fulla virkni inn­lendr­ar greiðslumiðlun­ar. Á þeim tíma tóku inn­lend­ir aðilar ábyrgð á innviðum ra­f­rænn­ar greiðslumiðlun­ar og þar með gátu er­lend­ir aðilar ekki haft áhrif á kerf­is­læga virkni henn­ar. Á síðustu árum hef­ur orðið mik­il breyt­ing á hvernig greiðslur með greiðslu­kort­um, bæði de­bet- og kred­it­kort­um, eru fram­kvæmd­ar. Nú til dags fara yfir 90% af öll­um de­bet- og kred­it­korta­greiðslum fram í gegn­um alþjóðleg korta­fyr­ir­tæki sem eru staðsett utan Íslands. Í út­tekt­um sín­um á ár­inu 2022 tók þjóðarör­ygg­is­ráð Íslands fyr­ir ábend­ing­ar og hætt­ur sem tengj­ast þjóðarör­yggi, með áherslu á greiðslumiðlun. Það benti meðal ann­ars á mik­il­vægi þess að hafa í boði áreiðan­leg­ar inn­lend­ar greiðslu­lausn­ir sem ekki eru háðar er­lend­um fjar­skipt­um. Áhersla var lögð á að hafa fleiri en eina slíka lausn, þar sem bæði greiðslur og upp­gjör eiga sér stað inn­an kerfa sem eru und­ir inn­lendri stjórn. Einnig var lagt til að auka eft­ir­lit með net- og fjar­skipta­ógn­un­um sem steðja að fjár­mála­kerf­inu, bæta skil­virkni boðleiða í til­felli netárása og skipu­leggja til­búnað við slík­um ógn­um. Þar gegn­ir Seðlabanki Íslands lyk­il­hlut­verki. Á síðustu árum hef­ur áhætta vegna greiðslu­kerfa á Íslandi auk­ist. Vax­andi hætta í heim­in­um, bæði hvað varðar netör­yggi, ástand stríðs í Evr­ópu og alþjóðlega sundr­ung, hef­ur enn frek­ar und­ir­strikað mik­il­vægi þess að styrkja viðnám og ör­yggi greiðslu­kerfa. Ísland, eins og aðrar þjóðir, þarf einnig að bregðast við þess­ari þörf.

Hag­kvæm­ara kerfi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki

Verði fyrr­nefnt frum­varp um inn­lenda greiðslumiðlun samþykkt á Alþingi mun Seðlabank­inn öðlast skýr­ar heim­ild­ir til að koma á fót inn­lendri greiðslumiðlun. Til viðbót­ar við bætt þjóðarör­yggi yrðu já­kvæð hliðahrif þeirra breyt­inga að kostnaður fyr­ir neyt­end­ur og ís­lenska söluaðila myndi lækka. Með frum­varp­inu yrði sköpuð for­senda fyr­ir nýj­um innviðum á sviði greiðslumiðlun­ar sem gerðu neyt­end­um kleift að greiða fyr­ir vöru og þjón­ustu með milli­færslu milli tveggja banka­reikn­inga með skil­virk­um hætti. Má ráðgera að slíkt myndi stuðla að auk­inni sam­keppni á greiðslu­markaði og skapa tæki­færi til hagræðing­ar í kerf­inu og þar með lægri kostnaði fyr­ir söluaðila og neyt­end­ur.

Það er ljóst að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag greiðslumiðlun­ar er allt of dýrt. Í skýrslu um gjald­töku og arðsemi ís­lensku bank­anna sem ég lét vinna á síðasta ári kom meðal ann­ars fram að Seðlabank­inn áætlaði að kostnaður sam­fé­lags­ins af notk­un greiðslumiðla hér á landi á ár­inu 2021 hefði verið um 47 ma.kr. eða um 1,43% af vergri lands­fram­leiðslu. Þar af var kostnaður vegna greiðslu­korta ríf­lega 20 ma.kr.

Lít­um til Nor­egs – og spör­um!

Í grein­ingu Seðlabank­ans kem­ur fram að Nor­eg­ur sé eina landið sem telja má sam­an­b­urðar­hæft við Ísland sem ný­lega hef­ur birt niður­stöður úr kostnaðargrein­ingu í greiðslumiðlun. Í Nor­egi var sam­fé­lags­kostnaður á ár­inu 2020 um 0,79% af vergri lands­fram­leiðslu. Væri kostnaðar­hlut­fallið það sama hér á landi og í Nor­egi væri kostnaður­inn tæp­ir 26 millj­arðar eða 21 millj­arði króna lægri. Það ligg­ur í aug­um uppi að hægt er að gera bet­ur í þess­um mál­um hér heima og í nýju fyr­ir­komu­lagi fel­ast tæki­færi til að bæta hag fólks og fyr­ir­tækja á Íslandi.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. febrúar 2024.