Categories
Fréttir Greinar

Íslensk ferðaþjónusta leiðandi á heimsvísu

Deila grein

02/06/2023

Íslensk ferðaþjónusta leiðandi á heimsvísu

Hér áður fyrr stóð ytri staða þjóðarbús­ins oft og tíðum tæpt, þar til straum­hvörf á viðskipta­jöfnuðinum áttu sér stað fyr­ir rúm­lega tíu árum með til­komu sterkr­ar ferðaþjón­ustu hér á landi. Fyr­ir lítið opið hag­kerfi er nauðsyn­legt að hafa styrk­ar út­flutn­ings­stoðir. Viðskipta­af­gang­ur­inn vegna ferðaþjón­ust­unn­ar hef­ur einnig gert líf­eyr­is­sjóðum kleift að dreifa sparnaði fé­laga og byggja mynd­ar­lega sjóði er­lend­is. Á tím­um kór­ónu­veirunn­ar kom glöggt í ljós hversu hag­fellt var að vera með gjald­eyr­is­forða sem gat jafnað mestu sveifl­ur.

Það skipt­ir miklu máli að skapa ferðaþjón­ust­unni, stærstu gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein lands­ins, hag­felld skil­yrði til þess að vaxa og dafna með sjálf­bær­um hætti, með það fyr­ir aug­um að skapa auk­in verðmæti og lífs­gæði fyr­ir ís­lenskt sam­fé­lag.

Eitt helsta for­gangs­verk­efnið í nýju menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyti er að móta nýja og öfl­uga aðgerðaáætl­un á sviði ferðamála á grunni Framtíðar­sýn­ar og leiðarljóss ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu til 2030. Und­ir­bún­ing­ur þeirr­ar vinnu hef­ur staðið yfir af full­um þunga inn­an ráðuneyt­is­ins en í vik­unni skipaði ég sjö starfs­hópa, sem hver og einn er skipaður 6-8 sér­fróðum aðilum, og verður þeim falið að vinna til­lög­ur að aðgerðum en miðað er við að þeir skili drög­um að aðgerðum fyr­ir 1. októ­ber næst­kom­andi og loka­til­lög­um fyr­ir 15. des­em­ber 2023. Hóp­arn­ir ná utan um sjálf­bærni og orku­skipti, sam­keppn­is­hæfni og verðmæta­sköp­un, rann­sókn­ir og ný­sköp­un, upp­bygg­ingu áfangastaða, hæfni og gæði, heilsu-, veit­inga- og hvata­ferðaþjón­ustu og svo menn­ing­ar­tengda ferðaþjón­ustu. Stefni ég að því að leggja fram nýja ferðamála­stefnu til árs­ins 2030 ásamt aðgerðaáætl­un fyr­ir vorþing 2024, eins og kom fram í nýrri fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem kynnt var í mars.

Framtíðar­sýn ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu er að vera leiðandi í sjálf­bærri þróun á grunni efna­hags­legs og sam­fé­lags­legs jafn­væg­is. Í því felst að ferðaþjón­ust­an sé arðsöm og sam­keppn­is­hæf, í sátt við nátt­úru, ís­lenska menn­ingu og tungu. Þjóðríki sem hafa mikl­ar út­flutn­ings­tekj­ur, stönd­ug­an gjald­eyr­is­forða og góðan inn­lend­an sparnað eru í mun sterk­ari stöðu til að kljást við óvænt ytri áföll og njóta betri láns­kjara á alþjóðleg­um fjár­mála­mörkuðum. Þar mun ferðaþjón­ust­an skipta lyk­il­máli til framtíðar og því er gríðarlega mik­il­vægt að styrkja um­gjörð henn­ar enn frek­ar til framtíðar, með skýr­um aðgerðum til að hrinda til fram­kvæmda.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 2. júní 2023.