Categories
Fréttir

Jöfnum raforkukostnað að fullu

Deila grein

11/03/2015

Jöfnum raforkukostnað að fullu

PállLög um jöfnun kostnaðar við dreifingu raforku voru samþykkt á Alþingi þann 3. mars. Markmið laganna er að jafna raforkukostnað dreifbýlis og þéttbýlis og er mikilvægt skref í þá átt að jafna aðstæður til búsetu á landinu öllu. Samkvæmt lögunum verður lagt sérstakt jöfnunargjald á þá raforku sem dreifiveitur taka á móti frá flutningskerfi Landsnets.
Í ræðu sinni við 2. umræðu um frumvarpið á Alþingi fagnaði Páll Jóhann Pálsson þingmaður Framsóknarflokksins því að málið væri nú loks komið til afgreiðslu þó hann hefði viljað að það næði fram að ganga fyrir áramót. Páll Jóhann benti á að kostnaður við dreifingu raforku er mun meiri í dreifbýli en í þéttbýli og að dreifbýlisgjaldskrár veitna séu því talsvert hærri en gjaldskrár sem gilda fyrir dreifingu raforku í þéttbýli.
Að óbreyttu liggi því fyrir að hækka þyrfti frekar taxta í dreifbýli þar sem færri geti staðið undir kostnaðinum við það kerfi. Á meðan fjölgi hins vegar notendum í þéttbýli og þar með aukist hagkvæmni þess kerfis.
Nauðsynlegt er að bregðast við þessari þróun og á því er tekið í frumvarpinu með því að tekið verði upp í áföngum sérstakt jöfnunargjald á raforku sem fer um dreifikerfi dreifiveitna til að standa undir fullum jöfnuði kostnaðar við dreifingu raforku.
Páll Jóhann vísaði til þess að vilji hefði komið fram hjá ríkisstjórinni til lengri tíma stefnumótunar um að niðurgreiða að fullu kostnað við flutning og dreifingu raforku til húshitunar frá og með árinu 2016.
„Ég held að það sé fullur vilji hjá öllum til þessa,“ sagði Páll Jóhann, „þannig að ég get ekki annað en fagnað þessu skrefi, en við erum ekki hætt. Við ætlum okkur að jafna kostnaðinn algerlega og ég vona að fólk verði sammála og samstiga í því.“
 
PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.