Categories
Fréttir

Mæta þörfum samfélagsins á hverjum tíma

Deila grein

28/02/2019

Mæta þörfum samfélagsins á hverjum tíma

„Að undanförnu hafa bæst við ýmsir nýir námskostir á framhalds- og háskólastigi hér á landi, námsbrautir framhaldsskóla hafa verið endurskoðaðar og skipulag námsins tekið talsverðum breytingum. Það er okkar að tryggja að menntakerfið geti sem best mætt fjölbreyttum nemendahópum og þörfum samfélagsins á hverjum tíma en það er eitt af markmiðum í þeirri vinnu sem nú stendur yfir við mótun menntastefnu Íslands til ársins 2030.“ Þetta segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í grein í Fréttablaðinu 14. febrúar.
Menntadagur atvinnulífsins var haldinn 14. febrúar og er honum ætlað að vera vettvangur fyrir samtal og samráð um framtíðina á milli atvinnulífs og stjórnvalda. Bendir Lilja á að mikilvægi þessa til að auka samkeppnishæfni Íslands.
„Dæmi um árangursríka samvinnu af því tagi er nýlegt samkomulag menntamálaráðuneytisins við Keili um nýja námsleið til stúdentsprófs í tölvuleikjagerð en þar komu Samtök iðnaðarins, Samtök leikjaframleiðenda og Samtök verslunar og þjónustu öll að borðinu. Námið er framfaraskref, þar sem það svarar áhuga ungs fólks á menntun í skapandi greinum og svarar ákalli atvinnulífsins eftir vel menntuðu og sérhæfðu starfsfólki í þeim geira,“ segir Lilja.
Grein Lilju má lesa í heild sinni hér.