Categories
Fréttir

Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum – til mikils að vinna fyrir samfélagið

Deila grein

01/07/2019

Ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum – til mikils að vinna fyrir samfélagið

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, segir að ný fjögurra ára framkvæmdaáætlun í barnaverndarmálum verði til þess að ný úrræði og þjónusta standi börnum til boða. Gunnvinnsla barnaverndarmála á fyrstu stigum verður efld, stuðlað að snemmtækri íhlutun og samvinna ríkis og sveitarfélaga aukin átt að því að skapa heildarsýn og samfellu í þeirri þjónustu og í þeim úrræðum sem standa börnum og foreldrum til boða. Þetta kemur fram í grein Ásmundar Einars í Fréttablaðinu á dögunum.
„Eitt af meginmarkmiðunum er að koma fyrr að vanda barna. Rannsóknir sýna að börn sem verða fyrir áföllum eða búa við vanrækslu í æsku eru líklegri til að leiðast út af braut í lífinu. Þeim er jafnframt hættara við ýmsum sjúkdómum. Það er því til mikils að vinna fyrir samfélagið allt að koma þeim sem á þurfa að halda til hjálpar með gagnreyndum úrræðum – og það sem fyrst,“ segir Ásmundur Einar.
„Það hefur verið gefandi að taka þátt í að móta ofangreinda framkvæmdaáætlun og verkefnið nú er að fylgja henni eftir af festu. Þessi framsækna áætlun sýnir að okkur er alvara þegar við segjumst ætla að gera betur fyrir börnin okkar.“