Categories
Fréttir Greinar

Öflug ferðaþjónusta á forsendum samfélagsins

Deila grein

08/08/2023

Öflug ferðaþjónusta á forsendum samfélagsins

Eld­gosið í Eyja­fjalla­jökli árið 2010 markaði ákveðin vatna­skil fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu. Með þessu út­spili sínu kom móðir nátt­úra land­inu ræki­lega á kort er­lendra fréttamiðla um langt skeið með til­heyr­andi aukn­um áhuga á að ferðast til lands­ins. Þannig óx fjöldi ferðamanna úr tæp­lega 500 þúsund árið 2010 í rúm­ar 2,3 millj­ón­ir árið 2018 þegar mest var.

Sam­hliða þessu hef­ur hlut­ur ferðaþjón­ust­unn­ar í lands­fram­leiðslu vaxið mjög en árið 2022 nam hann 7,8% og út­gjöld er­lendra ferðamanna námu 390,4 millj­örðum króna. Áætlað er að rúm­lega 18 þúsund ein­stak­ling­ar hafi starfað við ferðaþjón­ustu hér á landi í fyrra og síðustu fjóra árs­fjórðunga skilaði grein­in 411 millj­örðum króna í út­flutn­ings­tekj­ur eða tæp­um fjórðungi heild­ar­út­flutn­ingstekna þjóðarbús­ins. Það ger­ir grein­ina stærstu gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­grein lands­ins, með til­heyr­andi stuðningi við gengi krón­unn­ar og styrk­ari óskuld­sett­um gjald­eyr­is­forða fyr­ir þjóðarbúið. Þetta skipt­ir miklu máli fyr­ir Ísland.

Það hef­ur hins veg­ar eng­um dulist að vöxt­ur sem þessi reyn­ir á ýmsa þætti sam­fé­lags­ins og öll­um ljóst að Ísland get­ur ekki tekið við enda­laus­um fjölda ferðamanna á hverju ári. Í embætti mínu sem ferðamálaráðherra finn ég sam­eig­in­leg­an skiln­ing á þessu sjón­ar­miði inn­an ferðaþjón­ust­unn­ar. Það er í lagi að vera upp­seld­ur áfangastaður og að færri kom­ist að en vilja. Frá ár­inu 2010 hef­ur mikið vatn runnið til sjáv­ar þegar kem­ur að ferðaþjón­ust­unni. Geta lands­ins til að taka á móti er­lend­um ferðamönn­um hef­ur batnað veru­lega og mik­il­væg reynsla og þekk­ing hef­ur byggst upp í grein­inni. Fjár­fest hef­ur verið af mikl­um metnaði hring­inn í kring­um landið í upp­bygg­ingu áfangastaða og innviða, úr­val af afþrey­ingu og ým­iss kon­ar þjón­ustu hef­ur stór­auk­ist, at­vinnu­líf og bú­setu­skil­yrði batnað um allt land á sama tíma og hingað koma verðmæt­ari ferðamenn. Mæl­ing­ar sýna að ánægja er­lendra ferðamanna með Ísland sem áfangastað er mik­il í er­lend­um sam­an­b­urði. Það er vitn­is­b­urður um að ís­lensk ferðaþjón­usta sé á heims­mæli­kv­arða.

Í upp­gangi og vel­gengni sem þess­ari er hins veg­ar mik­il­vægt að sofna ekki á verðinum, að týna ekki sjálf­um sér; að huga að mörk­um. Það er óbilandi skoðun mín að liður í því að Ísland haldi sjarma sín­um sé að við stönd­um með sér­kenn­um lands og þjóðar, þar með talið tungu­mál­inu. Ég tel til að mynda að all­ar merk­ing­ar eigi að vera fyrst á ís­lensku, og svo á öðru tungu­máli, hvort sem það er í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar eða ann­ars staðar. Fyr­ir dyr­um stend­ur að gera ís­lensk­una miklu sýni­legri en hún hef­ur verið með sam­starfi við ferðaþjón­ust­una og at­vinnu­lífið. Tek­in verða mun ákveðnari skref til þess að gera ís­lensk­unni hærra und­ir höfði. Þetta og meira til verður ein­mitt und­ir í mót­un nýrr­ar aðgerðaáætl­un­ar á sviði ferðamála á grunni sem unnið er að. Það er framtíðar­sýn mín að ís­lensk ferðaþjón­usta eigi að vera leiðandi í sjálf­bærri þróun á grunni efna­hags­legs og sam­fé­lags­legs jafn­væg­is; öfl­ug ferðaþjón­usta á for­send­um sam­fé­lags­ins.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 8. ágúst 2023.