Categories
Fréttir Greinar

Ófyrirsjáanlegir atburðir kalla á yfirveguð viðbrögð

Deila grein

09/05/2024

Ófyrirsjáanlegir atburðir kalla á yfirveguð viðbrögð

Eitt af mín­um fyrstu embættis­verk­um sem fjár­mála- og efna­hags­ráðherra var að mæla á þingi fyr­ir fjár­mála­áætl­un fyr­ir árin 2025-2029. Eins og kunn­ug­ir vita er um að ræða áætl­un sem ramm­ar inn fjár­mál rík­is­ins næstu fimm árin. Nán­ari út­færsla er síðan í fjár­lög­um hvers árs.

Sterk staða, for­gangs­röðun, lækk­un skulda

Í fjár­mála­áætl­un er lögð sér­stök áhersla á að verja sterka stöðu, for­gangsraða verk­efn­um og lækka skuld­ir. Í því felst að út­gjalda­vexti er haldið í skefj­um til að stuðla að lækk­un verðbólgu og vexti kaup­mátt­ar og nýj­um út­gjöld­um verður mætt með aðhaldi í öðrum rekstri. Mik­il­vægt er að lækka skuld­ir rík­is­ins, ekki aðeins til að lækka vaxta­kostnað held­ur einnig til að ríkið hafi svig­rúm til viðbragða ef áföll skella á okk­ur, hvort sem það er af nátt­úr­unn­ar hendi eða öðrum or­sök­um.

Vöxt­ur hag­sæld­ar í sér­flokki

Ef horft er á stóru mynd­ina þá er vöxt­ur hag­sæld­ar á Íslandi í al­gjör­um sér­flokki á síðustu árum. Kaup­mátt­ur launa hef­ur vaxið veru­lega frá ár­inu 2013 á meðan hann hef­ur staðið í stað eða minnkað ann­ars staðar á Norður­lönd­um og lönd­um Vest­ur-Evr­ópu. Skuld­ir í hlut­falli við ráðstöf­un­ar­tekj­ur heim­ila eru líka í sögu­legu lág­marki. Sama má segja um skuld­ir fyr­ir­tækja.

Lægri vext­ir eru sam­eig­in­leg­ir hags­mun­ir

Rík­is­stjórn­in lagði mikla áherslu á að styðja við það sam­eig­in­lega mark­mið launa­fólks og at­vinnu­rek­enda á al­menn­um markaði að ná niður verðbólgu og vöxt­um með hóf­söm­um lang­tíma­samn­ing­um. Al­menni markaður­inn gekk á und­an með góðu for­dæmi og skiptu þar miklu máli aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Nú er komið að op­in­bera markaðnum sem verður að fylgja for­dæmi þeirra sem þegar hafa samið á al­menn­um markaði. Það er stærsta hags­muna­mál alls launa­fólks að vext­ir lækki. Ábyrgð hins op­in­bera og viðsemj­enda þeirra er því mik­il. Mjög mik­il.

Mjúk lend­ing að raun­ger­ast

Aðgerðir Seðlabanka Íslands og rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru farn­ar að hafa áhrif á verðbólgu sem hef­ur lækkað hægt en ör­ugg­lega síðasta árið. Ný fjár­mála­áætl­un styður við áfram­hald­andi lækk­un. Fjár­mála­áætl­un 2025-2029 er hóf­söm. Hún boðar eng­ar bylt­ing­ar og blóðugan niður­skurð. Staðinn er vörður um grund­vall­ar­kerfi sam­fé­lags­ins, svo sem heil­brigðis­kerfið, mennta­kerfið, lög­gæslu og fé­lags­leg úrræði. Sú mjúka lend­ing sem rík­is­stjórn­in hef­ur stefnt að frá því í heims­far­aldr­in­um er að raun­ger­ast.

Ljóst er að alltaf eru tæki­færi til um­bóta í rekstri rík­is­ins. Unnið verður að því að for­gangs­röðun fjár­muna sé ávallt í sam­ræmi við þarf­ir sam­fé­lags­ins.

Rík­is­stjórn­in held­ur yf­ir­veguð um stýrið. Ríf­ur ekki í hand­brems­una, ríf­ur ekki í stýrið. Ófyr­ir­sjá­an­leg­ir at­b­urðir kalla á yf­ir­veguð viðbrögð.

Þannig er nú það.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. maí 2024.