Categories
Fréttir Greinar

Orka er vinna, vöxtur og velferð

Deila grein

29/12/2023

Orka er vinna, vöxtur og velferð

Árið 1886 komst Ludwig Boltzmann, einn af stofn­end­um varma­fræðinn­ar, að þeirri niður­stöðu að orka væri hjarta alls. Hann sagði að allt líf væri bar­átta fyr­ir frjálsri orku – orka sem væri til staðar til að snúa fólki til trú­ar. Erw­in Schröd­in­ger, sem hlaut Nó­bels­verðlaun­in í eðlis­fræði 1933, tók í sama streng. Sér­hver líf­vera nær­ist á óheftri orku, skrifaði hann, og þær líf­ver­ur sem vinna best úr þeirri orku hafa for­skot í þró­un­ar­sög­unni. Hvað er orka ann­ars? Orðsifjar orðsins, sem nær aft­ur til Grikk­lands hins forna, eru góður byrj­un­ar­reit­ur. Orðið er komið af nafn­orðinu enér­geia, sem myndað er með orðinu ergon, og merk­ir „vinna“. Og það er nokkuð mikið í staðlaðri vís­inda­legri skil­grein­ingu: „Ork­an er hæfi­leik­inn til að vinna verk.“

Orku­öfl­un hef­ur verið burðarás í ís­lenskri lífs­kjara­sókn en orku­fram­kvæmd­ir fortíðar hafa reynst heilla­drjúg­ar fyr­ir þjóðfé­lagið, en sam­hliða auk­inni orku- og verðmæta­sköp­un í sam­fé­lag­inu hef­ur ís­lenskt sam­fé­lag farið úr því að vera eitt fá­tæk­asta ríki Evr­ópu í eitt það rík­asta. Á þess­um tíma hef­ur einnig ís­lenskt hug­vit orðið til þess að Ísland er í fremstu röð er kem­ur að nýt­ingu end­ur­nýj­an­legr­ar orku, en hingað til lands kem­ur fólk víða að úr heim­in­um til að læra af reynslu okk­ar í orku­mál­um. Þannig er ís­lenskt orku­hug­vit orðið út­flutn­ings­vara til ólíkra horna heims­ins þar sem vatns- og jarðhita­auðlind­ir eru til staðar.

Eitt af keppikefl­um alþjóðastjórn­mál­anna til margra ára hef­ur verið að stemma stigu við lofts­lags­breyt­ing­um. Helstu kröf­ur í því sam­hengi snúa að því að draga veru­lega úr notk­un jarðefna­eldsneyt­is og stuðla að al­vöru orku­skipt­um í lofti, láði og legi. Ljóst er að slíkt um­skipti eru meðal ann­ars háð stór­auk­inni fram­leiðslu á end­ur­nýj­an­legri orku. Þannig hafa fjöl­mörg ríki stór­aukið fjár­fest­ingu í slík­um orku­gjöf­um. Öflug og inn­lend orku­fram­leiðsla er líka eitt stærsta þjóðarör­ygg­is­mál ríkja. Það kom ber­sýni­lega í ljós í kjöl­far ólög­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Orku­skort­ur á meg­in­landi Evr­ópu, með ým­is­kon­ar skerðing­um á af­hend­ingu og mikl­um hækk­un­um á orku­verði í álf­unni, komu ríkj­um henn­ar í koll.

Þessi at­b­urðarás und­ir­strikaði mik­il­vægi þess fyr­ir okk­ur á Íslandi að búa við sjálf­stæði í orku­mál­um. Í ofanálag greiða ís­lensk heim­ili lágt verð fyr­ir orku en verðlagn­ing henn­ar lýt­ur ekki sömu lög­mál­um og verðlagn­ing á orku á meg­in­landi Evr­ópu, þar sem ís­lenska flutn­ingsnetið er ótengt því evr­ópska.

Sú stöðnun sem hef­ur orðið í orku­mál­um hér á landi er ekki af hinu góða og það þarf að vinda ofan af henni. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, það þarf að hafa fyr­ir því að búa þau til, í sátt við nátt­úru og menn. Á Íslandi hef­ur vinna, vöxt­ur og vel­ferð sam­fé­lags­ins hald­ist hönd í hönd við nýt­ingu orku­auðlinda lands­ins. Okk­ur hef­ur vegnað vel í þeirri sjálf­bærri nýt­ingu og á þeirri braut eig­um við að halda áfram.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. desember 2023.