Categories
Fréttir

Óþolandi staða að séu engin tengsl við byggðina né landið!

Deila grein

16/07/2019

Óþolandi staða að séu engin tengsl við byggðina né landið!

Líneik Anna Sævarsdóttir, alþingismaður, segir það óþolandi stöðu að hlunnindatekjur falli í hendur sama aðila og það séu engin tengsl við byggðina né heldur landið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu hennar í gær.
„Þegar hlunnindatekjur sem hafa alltaf verið ein stoðin undir byggðinni fara út úr byggðunum bitnar það á samfélögunum á margan hátt.“ segir Líneik Anna.
Líneik Anna segir það skýra afstöðu sína að takmarka eigi fjölda og stærð jarðeigna á hendi sama aðila og eins séu tengsl við landið forsenda fyrir eignarhaldi. Hún vilji að á grunni skipulags sveitarfélaga verði búsetuskylda skilgreind, landbúnaðarland skilgreint og að lagaumgjörð um skráningu landeigna verði bætt.