Categories
Fréttir Greinar

Raunsæispólitík er nauðsynleg

Deila grein

10/12/2023

Raunsæispólitík er nauðsynleg

Saga ís­lensks þjóðfé­lags er saga fram­fara. Á fyrri hluta 20. ald­ar­inn­ar var Ísland meðal fá­tæk­ustu ríkja Evr­ópu en á und­an­förn­um ára­tug­um hafa lífs­kjör batnað mikið og skip­ar landið sér nú í hóp fremstu ríkja heims þegar ýms­ir mæli­kv­arðar eru skoðaðir. Um­skipti sem þessi ger­ast ekki af sjálfu sér, að baki þeim ligg­ur þrot­laus vinna kyn­slóðanna og sú raun­sæja afstaða að nýt­ing auðlinda lands­ins sé drif­kraft­ur­inn og aflvak­inn á bak við efna­hags­lega vel­sæld.

Inn­lend orka gulls ígildi

Virði inn­lendr­ar orku kom ber­sýni­lega í ljós í kjöl­far ólög­legr­ar inn­rás­ar Rússa í Úkraínu. Orku­skort­ur fór að gera vart við sig á meg­in­landi Evr­ópu og mikl­ar hækk­an­ir á orku­verði í álf­unni urðu til þess að verðbólga hækkaði enn frek­ar. Þannig kynntu stjórn­völd í ýms­um lönd­um aðgerðapakka til þess að dempa áhrif þess­ara hækk­ana á raf­orku, til dæm­is með lánalín­um, bein­greiðslum til heim­ila og hval­reka­skött­um á orku­fyr­ir­tæki til þess að fjár­magna mót­vægisaðgerðir. Ísland býr aft­ur á móti við mikið sjálf­stæði í orku­mál­um miðað við ýms­ar aðrar þjóðir og fram­leiðir mikla end­ur­nýj­an­lega orku fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki. Íslensk heim­ili greiða lágt verð fyr­ir orku en verðlagn­ing henn­ar lýt­ur ekki sömu lög­mál­um og verðlagn­ing á orku á meg­in­landi Evr­ópu, þar sem ís­lenska flutn­ingsnetið er ótengt því evr­ópska. Orku­öfl­un hef­ur verið burðarás í ís­lenskri lífs­kjara­sókn og til að viðhalda þeirri sókn þarf að afla frek­ari orku. Verðmæti verða ekki til af sjálfu sér, það þarf að hafa fyr­ir því að búa þau til, í sátt við nátt­úru og sam­fé­lagið. Okk­ur hef­ur vegnað vel í sjálf­bærri nýt­ingu nátt­úru­auðlinda og af því get­um við verið stolt. Það er með öllu óraun­sætt fyr­ir hag­kerfið að sækja fram af viðlíka krafti og undafarna ára­tugi án frek­ari orku­öfl­un­ar.

Keppikefli efna­hags­stjórn­ar­inn­ar

Staða rík­is­sjóðs hef­ur styrkst veru­lega á umliðnum ára­tug. Þar skipt­ir miklu máli hvernig stjórn­völd­um tókst á sín­um tíma að tryggja far­sæl­ar mála­lykt­ir í þágu ís­lenskra hags­muna gagn­vart slita­bú­um föll­um bank­anna. Þær ráðstaf­an­ir hafa skilað rík­inu mörg hundruð millj­örðum sem meðal ann­ars hafa nýst til að greiða niður op­in­ber­ar skuld­ir og treysta þannig stöðu op­in­berra fjár­mála. Þá hef­ur ferðaþjón­ust­an einnig fært mikla björg í bú fyr­ir hag­kferið. Það hef­ur sýnt sig á und­an­förn­um árum að rík­is­sjóður hef­ur verið vel und­ir það bú­inn að tak­ast á við risa­stór verk­efni, líkt og heims­far­ald­ur­inn á sama tíma og fjár­fest hef­ur verið af mikl­um mynd­ar­skap í ýms­um mála­flokk­um á veg­um hins op­in­bera. Keppikefli efna­hags­stjórn­ar­inn­ar núna er að ná verðbólg­unni niður í þágu sam­fé­lags­ins alls. Slíkt verk­efni verður ekki leyst nema í sam­vinnu rík­is og sveit­ar­fé­laga, Seðlabanka Íslands og aðila vinnu­markaðar­ins. Rík­is­stjórn­in hef­ur kynnt aðhalds­samt fjár­laga­frum­varp þar sem Stjórn­ar­ráðið tek­ur á sig hvað mest aðhald. Það sama má segja um launa­hækk­un æðstu emb­ætt­is­manna rík­is­ins sem var lækkuð niður í 2,5%, sem kall­ast á við verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans, og gjald­skrár­hækk­an­ir tak­markaðar við 3,5%. Með þessu vilja stjórn­völd leiða með góðu for­dæmi enda mikið í húfi fyr­ir fólk og fyr­ir­tæki að ná verðbólg­unni niður. All­ir verða að líta raun­sætt í eig­in rann til að leggja sitt af mörk­um. Þar munu kom­andi kjara­samn­ing­ar skipta lyk­il­máli um fram­haldið. Verk­efnið er stórt og flókið en vel ger­legt að leysa. Ég bind mikl­ar von­ir við sam­taka­mátt okk­ar allra, við þurf­um öll að stunda raun­sæja póli­tík til að ná settu marki; að sigr­ast á verðbólg­unni og halda áfram að bæta lífs­kjör­in í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. desember 2023.