Categories
Fréttir

Sigmundur Davíð og Siv heimsóttu MR-inga

Deila grein

15/03/2013

Sigmundur Davíð og Siv heimsóttu MR-inga

Sigmundur Davíð og Siv kíktu við í Menntaskóla Reykjavíkur sl fimmtudag, en þau luku bæði námi þaðan. Var það hluti af kynningu á þeim stjórnmálaflokkum sem bjóða fram lista til alþingiskosninga núna í vor.
mr1
Fengu þau margar góðar spurningar frá nemendum og má þar nefna um afnám gjaldeyrishafta, hvað möguleikar eru á ríkisstjórnarsamstarfi eftir kosningar og jákvæð áhrif reykingabanns á íslenskum veitinga- og skemmtistöðum.
mr2
Sigmundur Davíð hitti svo á barnabarnabarn Tryggva Þórhallssonar fv. forsætisráðherra, Pétur Björnsson sem er meðstjórnandi í Framtíðinni, nemendafélagi MR.
Tryggvi Þórhallsson var forsætisráðherra Íslands (1927-1932), formaður Framsóknarflokksins (1927-1932) og Ritstjóri Tímans (1917-1927). Varð hann síðan Bankastjóri Búnaðarbankans 1932 til æviloka 1935 en hann lést aðeins 46 ára.
Nánar um Tryggva Þórhallsson: https://www.althingi.is/altext/cv.php4?nfaerslunr=582
mr3