Categories
Fréttir

Stjórnamálaályktun framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS)

Deila grein

06/10/2014

Stjórnamálaályktun framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS)

logo-framsokn-gluggiKjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október lýsir ánægju með góðan árangur sem náðst hefur í stjórn landsmála á því rúma ári sem liðið er frá því að ný ríkisstjórn tók við völdum undir forsæti Framsóknarflokksins. Flestir mælikvarðar sem stuðst er við, til að vega og meta hagsæld þjóða, stefna upp á við. Það er ekki tilviljun. Þeirri stöðu hefur verið náð með forystu Framsóknarflokksins sem hefur haldið fast í gildi sín sem frjálslyndur félagshyggjuflokkur.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október hvetur almenna flokksmenn og sveitarstjórnarmenn til að halda á lofti þessum góða árangri, sérstaklega núna þegar hillir undir að leiðrétting húsnæðislána nái fram að ganga. Höfuðstólsleiðréttingin og skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar mun lækka greiðslubyrði og hækka ráðstöfunartekjur. Hraða verður vinnu við afnámi verðtryggingar á neytendalánum og afnámi hafta.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október hvetur ríkisstjórnina til að gera betur í málefnum hinna dreifðu byggða. Hraða skal uppbyggingu háhraðanets og annarar grunnþjónustu sem krafist er í nútímasamfélagi, þar með talin þriggja fasa rafmagns.
Þá fagnar kjördæmisþingið áformum ríkisstjórnarinnar um að fjölga opinberum störfum á landsbyggðinni. Mjög hefur hallað á hana í þeim efnum á undanförum árum og fáir hreyft mótmælum þegar opinber störf hafa verið lögð niður á landsbyggðinni. Því kemur hin mikli órói, vegna áforma um flutning á höfuðstöðvum Fiskistofu, á óvart. Þar er um jákvætt skref að ræða og eru stjórnvöld eindregið hvött til að halda áfram á þessari braut.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október  leggur þunga áherslu á umferðaöryggi, styttingu vegalengda og viðhald vega svo að allir komist um landið með öruggum og greiðum hætti. Viðhaldi og uppbyggingu hafna er ábótavant og nauðsynlegar úrbætur eru brýnar, s.s. á Suðurnesjum og uppbygging Þorlákshafnar sem inn- og útflutningshafnar. Brýnt er að halda áfram rannsóknum við Landeyjarhöfn og Hornafjörð.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október leggur áherslu á trausta heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Mikilvægt er að samráð sé haft við heimamenn þegar ráðist er í breytingar á heilbrigðisþjónustunni. Standa þarf vörð um grunnþjónustu í heilbrigðismálum kjördæmisins, s.s. uppbyggingu hjúkrunarheimila.
Þingið leggur áherslu á að fundnar verði leiðir til að efla næringarvitund í átt að bættri lýðheilsu, með því að auka þátttöku barna og ungmenna í íþróttum. Góð lýðheilsa er beinn sparnaður fyrir heilbrigðiskerfið.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október leggur áherslu á að menntasetur í kjördæminu verði efld og þeim tryggður rekstrargrundvöllur. Það er nauðsynlegt að gera fólki kleift að stunda nám heima í héraði.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október hvetur stjórnvöld til að stuðla að aukinni matvælaframleiðslu. Hagræðing innan greinarinnar hefur skilað neytendum miklu á undanförnum árum, en hún má ekki verða á kostnað eðlilegri samkeppni.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október fagnar áformum landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra um að leggja fram frumvarp um stjórn fiskveiða. Slíkar breytingar mega þó ekki þrengja að samkeppnis- og rekstrarhæfni greinarinnar. Tryggja verður fyrirsjáanleika í greininni, slíkt eykur byggðafestu og treystir stöðu sjávarútvegsfyrirtækja á erlendum mörkuðum. Þá hvetur kjördæmisþingið stjórnvöld til að tryggja hóflegt gjald fyrir aðgang að auðlindum hafsins er renni aftur heim í hérað, s.s. í uppbyggingu hafnarmannvirkja.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október leggur áherslu á að hlúð verði að nýsköpun og atvinnuuppbyggingu í kjördæminu, einkum þó á Suðurnesjum og Skaftafellssýslum. Þingið hvetur til að vandað verði til uppbyggingar í ferðaþjónustu og lýsir yfir stuðningi við fyrirhugaða gjaldtöku af ferðamönnum.
Kjördæmisþing framsóknarfélaganna í Suðurkjördæmi (KSFS) í Freysnesi í Öræfum 3.-4. október minnir á að standa beri vörð um náttúru Íslands. Um leið er rétturinn tryggður til að njóta hennar. Mikilvægt er að huga að sjálfbærri nýtingu til heilla fyrir samfélagið allt og komandi kynslóðir.
Þingið fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um aukna kolefnisbindingu með skógrækt og landgræðslu og hvetur til þess að sem fyrst verði hafist handa við að vinna eftir þeim áformum.

*****

PS: Ertu á Facebook? Því ekki að verða aðdáandi Framsóknar.