Categories
Fréttir Greinar

Taugatitringur á alþjóðamörkuðum en hægfara bati

Deila grein

19/10/2023

Taugatitringur á alþjóðamörkuðum en hægfara bati

Síðasta vika á fjár­mála­mörkuðum hef­ur ein­kennst af flótta fjár­festa úr áhættu í ör­yggi, þ.e. ávöxt­un­ar­krafa á rík­is­skulda­bréf hef­ur lækkað meðan hluta­bréf­in hafa fallið í verði. Meg­in­or­sök­in er að mikl­ar vær­ing­ar eru í alþjóðastjórn­mál­un­um. Stríðin í Mið-Aust­ur­lönd­um og Úkraínu hafa mest um þessa þróun að segja.

Horf­urn­ar og hagspá Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins

Efna­hags­bat­inn á heimsvísu er hæg­fara og ójafn eft­ir svæðum. Hag­vöxt­ur er minni hjá ný­markaðs- og þró­un­ar­ríkj­um. Ýmsir þætt­ir vega þungt, t.a.m. hafa vext­ir hjá ýms­um ný­markaðsríkj­um verið hærri vegna auk­inn­ar verðbólgu, sem hef­ur dregið úr hag­vexti. Sú verðbólga sem heims­bú­skap­ur­inn hef­ur verið að kljást við hef­ur verið drif­in áfram af mörg­um þátt­um, en helst ber að nefna rösk­un á aðfanga­keðjunni, um­fangs­mikl­ar stuðningsaðgerðar op­in­berra aðila til að styðja við eft­ir­spurn vegna covid-19, stríðið í Úkraínu, vax­andi spennu í sam­skipt­um Banda­ríkj­anna og Kína ásamt auk­inni vernd­ar­stefnu ríkja um heim all­an. Verðbólga á heimsvísu er víða í rén­un en það er of snemmt að fagna sigri. Verðbólg­an í Banda­ríkj­un­um er enn býsna treg enda öfl­ug­ur gang­ur efna­hags­lífs­ins, en bet­ur hef­ur gengið með verðbólg­una víða í Evr­ópu, en þar eru önn­ur vanda­mál, t.d. mæl­ist efna­hags­sam­drátt­ur í Þýskalandi. Í efna­hags­spá AGS sem birt­ist í síðustu viku er gert ráð fyr­ir að hag­vöxt­ur á heimsvísu lækki úr 3,5% árið 2022, í 3% bæði árið 2023 og árið 2024. Hagspá­in er und­ir sögu­leg­um vexti á heimsvísu, sem var að meðaltali 3,8% fyrstu tvo ára­tugi ald­ar­inn­ar. Hækk­un stýri­vaxta seðlabanka sem bein­ist gegn verðbólgu held­ur áfram að hægja á efna­hags­um­svif­um. Gert er ráð fyr­ir að verðbólga á heimsvísu lækki úr 8,7% árið 2022 í 6,9% árið 2023 og 5,8% árið 2024. Áætlað er að und­ir­liggj­andi (kjarna)verðbólga lækki meira og smám sam­an og hafa spár um verðbólgu árið 2024 verið end­ur­skoðaðar til hækk­un­ar. Gert er ráð fyr­ir að verðbólga á heimsvísu nái jafn­vægi árið 2025. Spár fyr­ir árið 2023 og 2024 eru hins veg­ar end­ur­skoðaðar lít­il­lega til lækk­un­ar og ekki er gert ráð fyr­ir að verðbólga nái mark­miði fyrr en árið 2025 í flest­um til­vik­um.

Áfram­hald­andi órói í heims­hag­kerf­inu

Áhætt­an í alþjóðahag­kerf­inu held­ur áfram að aukast og end­ur­spegl­ast það á fjár­mála­mörkuðum. Greina má þessa áhættuþætti í fimm þætti. Í fyrsta lagi hafa stríðin í Úkraínu og Mið-Aust­ur­lönd­um veru­lega nei­kvæð áhrif á líf fólks­ins á svæðinu. Skelfi­leg stríð sem bitna verst á sak­lausu fólki. Í öðru lagi, þá hækkaði verðbólg­an í Banda­ríkj­un­um lít­ils hátt­ar, sem gef­ur til kynna að hún er þrálát­ari en von­ir stóðu til. Þetta þýðir að vext­ir verða hærri til lengri tíma í Banda­ríkj­un­um en ýms­ir markaðsaðilar gerðu ráð fyr­ir. Í þriðja lagi rík­ir stöðnun í Kína og hag­kerfið þar er að mæta ýms­um nýj­um áskor­un­um í fjár­mála­kerf­inu og á fast­eigna­markaði. Þetta er ný staða fyr­ir kín­verska hag­kerfið, sem hef­ur vaxið gríðarlega síðustu ára­tugi og að mörgu leyti dregið vagn­inn varðandi hag­vöxt í heims­bú­skapn­um. Að sama skapi skort­ir enn á gagn­sæi á mörkuðum þar og því hafa fjár­fest­ar meiri fyr­ir­vara en ella. Í fjórða lagi hef­ur skuld­astaða ný­markaðs- og þró­un­ar­ríkja versnað og í háu vaxtaum­hverfi þurfa fleiri ríki á end­ur­skipu­lagn­ingu skulda að halda. Sömu lög­mál ríkja um einka­geir­ann sem ekki hef­ur farið var­hluta af vaxta­hækk­un­um eft­ir ára­tugi hag­kvæmra vaxta. Að lok­um má nefna að alþjóðavæðing hef­ur átt und­ir högg að sækja og hef­ur vöxt­ur alþjóðlegra viðskipta­hindr­ana verið mik­ill. Sú þróun ýtir und­ir hækk­an­ir á verðbólgu á heimsvísu.

Tíðar stýri­vaxta­hækk­an­ir hafa ekki skilað til­ætluðum ár­angri – hvað veld­ur?

Pen­inga­stefn­an í Banda­ríkj­un­um hef­ur verið afar aðhalds­söm í rúmt ár og verðbólg­an hef­ur lækkað og nem­ur nú 3,7%. Stýri­vext­ir hafa ekki verið jafn­há­ir í Banda­ríkj­un­um í 22 ár. Banda­ríska hag­kerfið er ekki að bregðast við stýri­vöxt­um með hefðbundn­um hætti. Þrátt fyr­ir það hef­ur fram­leiðslutapið ekki verið mikið né held­ur hef­ur at­vinnu­leysið auk­ist. Meg­in­or­sök verðbólg­unn­ar er dýpri en að hægt sé að skýra hana út ein­vörðungu með efna­hagsaðgerðum sem tengj­ast covid-19. Þó hafa marg­ir talið að um­fram­eft­ir­spurn­in í banda­ríska hag­kerf­inu í kjöl­far covid-19 sé rót vand­ans. Hins veg­ar er það svo að þess­ar efna­hagsaðgerðir hafa aukið ójafn­vægið sem kom vegna þeirra efna­hagsaðgerða sem farið í í kjöl­far alþjóðlegu fjár­málakrepp­unn­ar 2008-2010. Stýri­vext­ir voru lækkaðir veru­lega og hin magn­bundna íhlut­un var afar um­fangs­mik­il, þannig að kaup seðlabanka á skulda­bréf­um voru mik­il og pen­inga­magn í um­ferð jókst veru­lega eða sem nem­ur um 8 trilljón­um banda­ríkja­dala. Aug­ljós­lega hef­ur þessi aukn­ing mik­il áhrif á eft­ir­spurn í hag­kerf­inu. Pen­inga­magn í um­ferð jókst frá því að vera um 500 millj­arðar í 8 trilljón­ir frá 2007-2022. Banda­ríski seðlabank­inn hef­ur hafið áætl­un um að draga úr skulda­bréfa­kaup­un­um og draga úr þessu pen­inga­magni í um­ferð. Að sama skapi hef­ur rík­is­fjár­mál­in skort aðhald enda er fjár­laga­hall­inn í ár um 10% af lands­fram­leiðslu þrátt fyr­ir kröft­uga viðspyrnu hag­vaxt­ar í kjöl­far covid. Á ár­un­um 2020 og 2021 var fjár­laga­halli um 10-14% af lands­fram­leiðslu. Seðlabanki Banda­ríkj­anna hef­ur ekki verið einn í því að stækka efna­hags­reikn­ing­inn sinn veru­lega, sama þró­un­in hef­ur verið í öll­um helstu seðlabönk­um ver­ald­ar.

Stærsta viðfangs­efni ís­lensks sam­fé­lags

Ísland hef­ur ekki farið var­hluta af þeirri verðbólguþróun sem hef­ur átt sér stað í heim­in­um. Á ár­inu 2022 tók verðbólga seinna við sér á Íslandi en í mörg­um sam­an­b­urðarríkj­um. Á tíma­bili mæld­ist sam­ræmd verðbólga á Íslandi sú næst­lægsta í Evr­ópu, eða 6,4% í nóv­em­ber 2022 sam­an­borið við 11,5% hjá ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Verðbólg­an hér á landi hélt áfram að hækka þar til hún náði há­marki í byrj­un árs þegar hún mæld­ist 10,2%. Síðan þá höf­um við séð hana lækka en í dag stend­ur hún í 8%. Mik­ill þrótt­ur hef­ur ein­kennt ís­lenska hag­kerfið síðasta ár, sem skýrist af mikl­um viðsnún­ingi í ferðamennsk­unni og hag­kvæm­um viðskipta­kjör­um fyr­ir sjáv­ar­út­veg og iðnað. Helsta stjórn­tæki Seðlabanka Íslands, stýri­vext­irn­ir, er farið að skila til­ætluðum ár­angri til kæl­ing­ar. Rík­is­fjár­mál­in hafa stigið skarpt til hliðar frá því í covid og ný­lega hef­ur rík­is­stjórn­in kynnt aðhald­samt fjár­laga­frum­varp fyr­ir árið 2024 þar sem lögð er áhersla á aðhald og aukna for­gangs­röðun í rík­is­rekstr­in­um á sama tíma og staðinn er vörður um mik­il­væga grunnþjón­ustu í land­inu. Glím­an við verðbólg­una er stærsta viðfangs­efni sam­fé­lags­ins, en verðbólg­an bitn­ar verst á þeim sem síst skyldi; þeim efnam­inni. Það að ná niður verðbólgu er al­gjört for­gangs­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar, en á þeirri veg­ferð þurfa all­ir að ganga í takt; stjórn­völd, Seðlabanki Íslands og aðilar vinnu­markaðar­ins. Ég er bjart­sýn á að við mun­um sjá verðbólg­una lækka á kom­andi mánuðum ef við höld­um rétt á spil­un­um, en það er til mjög mik­ils að vinna fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins að ná tök­um á henni.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. október 2023.