Categories
Fréttir Greinar

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna

Deila grein

31/05/2024

Þjóðhagslíkan fyrir ferðaþjónustuna

Ferðaþjón­ust­an er í dag stærsti gjald­eyr­is­skap­andi at­vinnu­veg­ur þjóðar­inn­ar og mik­il­væg­ur drif­kraft­ur hag­vaxt­ar í land­inu. Með til­komu henn­ar hef­ur orðið um­turn­un á viðskipta­jöfnuði þjóðarbús­ins á rúm­lega 10 árum. Sveifl­ur í at­vinnu­grein­inni geta þannig fram­kallað nokk­ur hröð áhrif á lyk­il­breyt­ur í efna­hags­líf­inu.

Fyrr á ár­inu var smíði á sér­stöku þjóðhags­líkani fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu lokið. Með líkan­inu verður hægt að skoða áhrif breyt­inga í starfs­um­hverfi ferðaþjón­ust­unn­ar á hag­kerf­inu. Um er að ræða fyrsta þjóðhags­lík­an fyr­ir at­vinnu­grein hér­lend­is. Ferðamála­stofa hef­ur haldið á fram­kvæmd verk­efn­is­ins fyr­ir hönd menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneyt­is­ins en ann­ars veg­ar er um að ræða sér­stakt þjóðhags­lík­an fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu, eða svo­kallað geiralík­an, og hins veg­ar út­víkk­un á spálíkani Seðlabanka Íslands/​Hag­stofu Íslands, þannig að það taki til­lit til hlut­verks ferðaþjón­ust­unn­ar í þjóðarbú­skapn­um.

Til­koma þjóðhags­lík­ans­ins skipt­ir máli í um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar og mun líkanið gera stjórn­völd­um og öðrum hagaðilum kleift að skoða með raun­hæf­um hætti áhrif breyt­inga á helstu for­send­um ferðaþjón­ustu á hag grein­ar­inn­ar sem og þjóðarbús­ins alls – og öf­ugt. Þannig verður hægt að meta áhrif­in af breyt­ing­um í þjóðarbú­skapn­um á hag grein­ar­inn­ar. Þar má nefna sem dæmi áhrif ferðaþjón­ust­unn­ar á þjóðhags­stærðir eins og VLF og at­vinnu­stig, s.s. við far­sótt­ir, mikl­ar breyt­ing­ar á flug­sam­göng­um eða ferðavilja, og áhrif geng­is, verðlags, at­vinnu­stigs og skatta á ferðaþjón­ust­una.

Unnið er að því að gera gagn­virka og ein­falda út­gáfu þjóðhags­lík­ans­ins aðgengi­lega á vefsvæði Ferðamála­stofu eða Mæla­borði ferðaþjón­ust­unn­ar, þannig að not­end­ur geti breytt meg­in­for­send­um og séð áhrif þeirra breyt­inga skv. líkan­inu á aðrar helstu hag­stærðir.

Sam­keppn­is­hæfni ferðaþjón­ust­unn­ar skipt­ir þjóðarbúið höfuðmáli og þurfa ákv­arðanir stjórn­valda að end­ur­spegla þá staðreynd í hví­vetna. Fleiri ríki sem við ber­um okk­ur sam­an við hafa á und­an­förn­um árum lagt aukna áherslu á að byggja upp ferðaþjón­ustu með mark­viss­um hætti. Ísland verður að vera á tán­um gagn­vart þeirri auknu alþjóðlegu sam­keppni sem af því leiðir. Hið nýja þjóðhags­lík­an mun hjálpa okk­ur að skilja hvaða áhrif fækk­un eða fjölg­un ferðamanna hef­ur á þjóðarbúið og und­ir­byggja enn bet­ur þær ákv­arðanir sem tekn­ar eru í mál­efn­um ferðaþjón­ust­unn­ar.

Ég er bjart­sýn fyr­ir hönd ís­lenskr­ar ferðaþjón­ustu sem hef­ur náð mikl­um ár­angri á und­an­förn­um ára­tug. Mikl­um vexti fylgja oft áskor­an­ir eins og við þekkj­um, en heilt yfir hef­ur okk­ur sem sam­fé­lagi tek­ist vel til við að tak­ast á við þær, enda eru mikl­ir hags­mun­ir í húfi fyr­ir þjóðarbúið í heild.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 31. maí 2024.