Categories
Fréttir Greinar

Þrálátar áskoranir í heimsbúskapnum

Deila grein

09/11/2023

Þrálátar áskoranir í heimsbúskapnum

Á und­an­förn­um árum hafa heims­bú­skap­ur­inn og alþjóðaviðskipt­in þurft að tak­ast á við áskor­an­ir af risa­vöxn­um toga. Heims­far­ald­ur­inn sneri dag­legu lífi fólks um all­an heim á hvolf eins og við öll mun­um eft­ir. Neyslu­venj­ur fólks breytt­ust og stjórn­völd víða um heim kynntu um­fangs­mikla efna­hagspakka til stuðnings fólki og fyr­ir­tækj­um ásamt því að seðlabank­ar fjöl­margra ríkja lækkuðu stýri­vexti til að örva hag­kerfi. Aðfanga­keðjur víða um heim fóru úr skorðum með til­heyr­andi hökti í alþjóðaviðskipt­um og áhrif­um á markaði. Í blálok far­ald­urs­ins tók svo við inn­rás Rúss­lands í Úkraínu. Inn­rás­in markaði þátta­skil í ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um Evr­ópu og varpaði skýru ljósi á veiga­mikla veik­leika hjá ríkj­um Evr­ópu hvað viðkom orku­ör­yggi, enda voru mörg þeirra háð inn­flutn­ingi á rúss­nesku gasi og olíu. Orku­verð tók að snar­hækka á meg­in­landi Evr­ópu sem og verð á fjöl­mörg­um vöru­flokk­um, til að mynda mat­væl­um. Þar hafði áhrif að Úkraína er stór fram­leiðandi korns, en landið hef­ur oft verið kallað brauðkarfa Evr­ópu. Þá hafa aukn­ar hindr­an­ir í alþjóðaviðskipt­um, til að mynda viðskipta­stríðið milli Banda­ríkj­anna og Kína, bætt gráu ofan á svart.

Verðbólguþró­un­in á heimsvísu fór ekki var­hluta af fyrr­nefndri þróun eins og við þekkj­um einnig hér á landi. Á ár­inu 2022 tók verðbólga seinna við sér á Íslandi en í mörg­um sam­an­b­urðarríkj­um. Á tíma­bili mæld­ist sam­ræmd verðbólga á Íslandi sú næst­lægsta í Evr­ópu, 6,4% í nóv­em­ber 2022, en var þá 11,5% hjá ríkj­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Verðbólg­an á Íslandi hef­ur reynst þrálát­ari og mæl­ist nú 7,9%, hag­vöxt­ur hér er kröft­ugri en víðast hvar. Efna­hags­bat­inn á heimsvísu er hins veg­ar hæg­fara og ójafn eft­ir svæðum. Þó að verðbólga á heimsvísu sé víða í rén­un er of snemmt að fagna sigri. Verðbólg­an í Banda­ríkj­un­um er enn býsna treg enda gang­ur efna­hags­lífs­ins öfl­ug­ur. Bet­ur hef­ur gengið með verðbólg­una víða í Evr­ópu, en þar eru önn­ur vanda­mál, t.d. mæl­ist nú efna­hags­sam­drátt­ur í Þýskalandi.

Íslensk stjórn­völd vinna að því hörðum hönd­um að lækka skuld­ir rík­is­sjóðs og ná heild­ar­jöfnuði. Kjör á rík­is­skuld­um á heimsvísu hafa versnað veru­lega. Sér­staka at­hygli vek­ur hvað kjör banda­rískra rík­is­skulda hafa versnað og er kraf­an um 4,5% vext­ir til 10 ára. Megin­á­stæðan fyr­ir þess­ari þróun er að fjár­laga­hall­inn er mik­ill auk þess sem skuld­astaðan held­ur áfram að versna. Ásamt því er rek­in aðhalds­söm pen­inga­stefna, þar sem vext­ir hafa hækkað mikið og banda­ríski seðlabank­inn hef­ur snúið við hinni um­fangs­miklu magn­bundnu íhlut­un og hafið sölu á rík­is­skulda­bréf­um. Marg­ir telja að vegna þessa nái markaður­inn ekki að berj­ast gegn þessu mikla fram­boði og því hafi kjör­in versnað mikið. Fyr­ir Ísland skipt­ir mestu í þessu kvika efna­hags­um­hverfi að halda vöku okk­ar og að hag­stjórn­in sé það styrk að verðbólg­an lækki og vaxta­kjör­in batni hratt í kjöl­farið.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 9. nóvember 2023.