Categories
Fréttir Greinar

Tilbúin að bregðast við breyttum aðstæðum

Deila grein

22/10/2023

Tilbúin að bregðast við breyttum aðstæðum

„Stjórn­völd þurfi að vera búin und­ir það að hlut­irn­ir geti snú­ist svo­lítið hratt,“ sagði Jón Bjarki Bents­son aðal­hag­fræðing­ur Íslands­banka í Morg­unút­varp­inu á Rás 2 á mánu­dag­inn spurður um stöðu heim­il­anna og hvernig hún geti tekið breyt­ing­um á næstu mánuðum. Það eru krefj­andi aðstæður uppi um þess­ar mund­ir og brýn verk­efni fram und­an. Verðbólga hef­ur áhrif á sam­fé­lagið allt þar sem fólk og fyr­ir­tæki finna fyr­ir hækk­andi vöxt­um sem reyn­ist mörg­um þung­ur baggi að bera. Það ligg­ur fyr­ir að stór hluti lána er á föst­um vöxt­um sem losna nú á kom­andi árs­fjórðung­um og það get­ur breytt stöðunni nokkuð hratt til hins verra. Því er sér­stak­lega mik­il­vægt að stjórn­völd fylg­ist náið með stöðunni, greini hana og bregðist við með aðgerðum fyr­ir þá hópa sem verða hvað verst úti með ábyrg­um og ör­ugg­um hætti.

Lægri verðbólga og fyr­ir­sjá­an­legra vaxtaum­hverfi

Stjórn efna­hags­mála verður mik­il­væg­asta verk­efni stjórn­mál­anna og sam­fé­lags­ins alls á næstu mánuðum með það að mark­miði að ná hér tök­um á verðbólgu og vöxt­um. Það ger­um við fyrst og fremst með ábyrg­um rekstri og aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um, um leið og viðkvæm­ir hóp­ar eru varðir með aðgerðum fyr­ir áhrif­um verðbólg­unn­ar. Kjara­samn­ing­ar á vinnu­markaði losna nú um ára­mót­in og þar er allra hag­ur að vel tak­ist til. Höfuðmark­miðið er að lenda far­sæl­um lang­tíma­kjara­samn­ing­um sem styðja við það mik­il­væga verk­efni að ná hér niður verðbólgu og vöxt­um sem er óum­deilt mesta kjara­bót heim­ila og fyr­ir­tækja í land­inu. Heilt yfir er staðan nokkuð góð á vinnu­markaði, þar sem at­vinnu­leysi er í lág­marki og nýj­um at­vinnu­tæki­fær­um fjölg­ar stöðugt í fjöl­breytt­ara at­vinnu­lífi um land allt.

Þó svo að stjórn­völd eigi ekki form­lega aðkomu að kjara­samn­ings­gerðinni er ljóst að aðilar vinnu­markaðar­ins munu kalla eft­ir því að stjórn­völd liðki fyr­ir samn­ings­gerð. Þar er lík­legt að há­vær­ust verði kraf­an um frek­ari úrræði til að stuðla að auknu hús­næðis­ör­yggi og að barna­fjöl­skyld­ur og þeir sem lak­ast standa verði var­in. Stjórn­völd átta sig á hlut­verki sínu í kom­andi kjara­samn­ing­um og mik­il­vægi þess að vel tak­ist til. Nú þegar hef­ur rík­is­stjórn­in stigið inn með aðgerðir á hús­næðismarkaði þar sem stutt hef­ur verið við upp­bygg­ingu með op­in­ber­um stuðningi og má þar nefna upp­bygg­ingu al­mennra íbúða og veit­ingu hlut­deild­ar­lána til kaupa á hag­kvæm­um íbúðum. Eins hef­ur verið stutt við barna­fjöl­skyld­ur með hækk­un barna­bóta með hærri grunn­fjár­hæð og skerðinga­mörk­um. Þessu til viðbót­ar er hér rétt að nefna að húsa­leigu­bæt­ur hafa verið hækkaðar um fjórðung frá miðju ári 2022 auk þess sem frí­tekju­mörk voru hækkuð til jafns við hækk­un bóta.

Hús­næðismarkaður á kross­göt­um

Tryggt fram­boð og ör­yggi á hús­næðismarkaði er mikið hags­muna­mál í ís­lensku sam­fé­lagi. Lang­tíma­skort­ur á íbúðum á Íslandi hef­ur valdið því að bæði leigu- og fast­eigna­verð hef­ur hækkað mikið. Það er aðeins ein leið sem mun koma í veg fyr­ir að leigu- og fast­eigna­verð muni halda áfram að hækka óeðli­lega mikið líkt og verið hef­ur á und­an­förn­um árum. Sú leið er aukið fram­boð af hús­næði. Mark­mið innviðaráðherra um aukna hús­næðis­upp­bygg­ingu og þær aðgerðir sem gripið hef­ur verið til er mik­il­vægt inn­legg í þá veg­ferð. Hins veg­ar er það svo að hús­næðismarkaður­inn hef­ur fundið veru­lega fyr­ir aðgerðum Seðlabank­ans, þar sem kaup­end­um hef­ur verið gert erfiðara um vik að kom­ast inn á markaðinn og fjár­mögn­un ný­fram­kvæmda er orðin dýr­ari. Þvert á það sem við þurf­um nú, og þegar allt er sam­an tekið, hef­ur þetta letj­andi áhrif á fram­kvæmdaaðila til að halda áfram að fram­kvæma íbúðir.

Ég er fullmeðvitaður um þann línu­dans sem þetta er á tím­um hárra vaxta og verðbólgu, en nú­ver­andi ástand mun ein­ung­is leiða til hærra leigu­verðs og auka þrýst­ing á mjög hátt fast­eigna­verð þegar nú­ver­andi ástandi slot­ar. Það er eng­um til góðs og að mínu mati ljóst að gera þarf sér­stak­ar ráðstaf­an­ir til að leysa þann hnút sem við erum kom­in í. Slíkt mætti gera með tíma­bundn­um og sér­tæk­um lána­skil­mál­um hjá fjár­mála­fyr­ir­tækj­um til að tryggja áfram nauðsyn­lega upp­bygg­ingu. Með slíku myndu fjár­mála­fyr­ir­tæk­in rísa und­ir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíl­ir um þess­ar mund­ir. Þessu til viðbót­ar tel ég skyn­sam­legt að ráðast í nauðsyn­leg­ar laga­breyt­ing­ar á fjár­fest­inga­heim­ild­um líf­eyr­is­sjóða sem myndi gera þeim heim­ilt að eiga meira en 20% í fé­lagi sem myndi sinna fast­eigna­verk­efn­um fyr­ir líf­eyr­is­sjóði og gæti þar með styrkt okk­ur sem sam­fé­lag í því verk­efni að hér á landi verði til traust­ur og heil­brigður leigu­markaður.

Ágúst Bjarni Garðarsson, þingmaður og 1. vara­formaður efna­hags- og viðskipta­nefnd­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. október 2023.