Categories
Fréttir Greinar

Tveggja ára innviðaráðuneyti

Deila grein

01/02/2024

Tveggja ára innviðaráðuneyti

Í dag eru tvö ár liðin frá því að nýtt og öfl­ugt ráðuneyti, innviðaráðuneytið, tók til starfa. Ráðuneytið er ávöxt­ur breytts stjórn­ar­ráðs þar sem ákveðið var að færa mála­flokka á milli ráðuneyta til að stjórn rík­is­ins tæki bet­ur mið af sam­fé­lag­inu og þeim fjöl­breyttu og brýnu verk­efn­um sem vinna þarf að frá degi til dags til að leggja traust­ari grunn að framtíðinni. Í fyrsta sinn voru sam­einaðir und­ir eina yf­ir­stjórn mála­flokk­ar sveit­ar­stjórna, sam­gangna, byggðamála, hús­næðismála og skipu­lags­mála. Með þessu var stigið stórt skref sem hef­ur í för með sér mun betri sýn yfir mála­flokka sem snerta dag­legt líf allra lands­manna.

Vörðum leiðina sam­an

Verk­efni ráðuneyt­is­ins eru mörg og þau eru mik­il­væg. Innviðaráðuneytið býr að því að eiga inn­an vé­banda sinna öfl­ugt fólk sem vinn­ur af krafti við að mæta þörf­um og kröf­um sam­fé­lags­ins. Við höf­um á þeim tveim­ur árum sem liðin eru frá stofn­un ráðuneyt­is­ins lagt mikla áherslu á lif­andi og djúpt sam­tal við sam­fé­lagið. Haustið 2022 voru haldn­ir sam­ráðsfund­ir í sam­vinnu við lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga und­ir yf­ir­skrift­inni Vörðum leiðina sam­an og voru þeir fund­ir mik­il­væg­ur liður í sam­hæf­ingu ráðuneyt­is­ins á sviði stefnu­mót­un­ar í mála­flokk­um byggða-, sam­göngu-, hús­næðis-, sveit­ar­stjórn­ar- og skipu­lags­mála. Þess­ir fund­ir eru þó aðeins brot af því víðtæka sam­ráði og sam­tali sem innviðaráðuneytið á í á hverj­um tíma.

Á þessu þingi og því síðasta hef ég lagt fyr­ir þingið áætlan­ir sem varða alla þessa mála­flokka og hafa tvær þeirra verið samþykkt­ar á Alþingi: Byggðaáætl­un og stefnu­mót­andi áætl­un í mál­efn­um sveit­ar­fé­laga. Þess­ar vik­urn­ar eru nefnd­ir þings­ins að vinna að lands­skipu­lags­stefnu, sam­göngu­áætlun og hús­næðis­stefnu. All­ar eru þess­ar stefn­ur ávext­ir vinnu hins tveggja ára ráðuneyt­is.

Hús­næðismál­in eru í önd­vegi

All­ir mála­flokk­ar ráðuneyt­is­ins eru mik­il­væg­ir. Það er þó ljóst að sá mála­flokk­ur sem hef­ur fengið mesta kast­ljósið þessi fyrstu tvö árin er hús­næðismál­in. Hús­næðis­stefn­an sem nú ligg­ur fyr­ir þing­inu er ótrú­legt en satt fyrsta heild­stæða áætl­un­in um hús­næðismál á Íslandi. Hún mun ramma inn hug­mynda­fræði og aðgerðir sem varða leiðina næstu árin og ára­tug­ina. Ég hef sem innviðaráðherra lagt höfuðáherslu á gott sam­starf við sveit­ar­fé­lög­in sem hafa skipu­lags­valdið og eru því mik­il­væg­ur hlekk­ur í þeirri miklu upp­bygg­ingu hús­næðis sem við verðum að ráðast í á næstu árum. Sum­arið 2022 und­ir­ritaði ég ramma­sam­komu­lag við Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga sem miðar að því að á tíu árum verði byggðar 35 þúsund nýj­ar íbúðir svo þörf sam­fé­lags­ins verði mætt. Stóra mark­miðið í þeirri stefnu er að vinna gegn þeim miklu sveifl­um sem við höf­um upp­lifað á hús­næðismarkaði síðustu ár og ára­tugi með til­heyr­andi áhrif­um á verð, verðbólgu og vexti. Í fram­hald­inu hef­ur verið unnið að samn­ing­um við ein­staka sveit­ar­fé­lög og hef ég und­ir­ritað samn­inga við tvö sveit­ar­fé­lög, Reykja­vík og Vík í Mýr­dal. Fleiri samn­ing­ar eru í upp­sigl­ingu. Þrátt fyr­ir óhag­stætt um­hverfi verðbólgu og hárra vaxta hef­ur þessu stóra verk­efni miðað vel. Þótt fyrstu skref­in hafi þurft að vera styttri og var­færn­ari vegna aðstæðna er mark­miðið um 35 þúsund nýj­ar íbúðir óbreytt. Þarf­ir ört vax­andi sam­fé­lags kalla ein­fald­lega á öfl­ugt sam­starf rík­is, sveit­ar­fé­laga og iðnaðar­ins.

Við ger­um gagn

Fyrstu tvö ár innviðaráðuneyt­is­ins hafa ein­kennst af ákveðnum hugs­un­ar­hætti sem má ramma inn í orðin: Við ger­um gagn. Í þess­um orðum má lesa ákveðna auðmýkt en á sama tíma göm­ul og góð ís­lensk gildi um dugnað og ósér­hlífni.

Við sem störf­um í innviðaráðuneyt­inu mun­um áfram vinna eft­ir þess­um hugs­un­ar­hætti. Þjón­usta okk­ar við sam­fé­lagið er okk­ur alltaf efst í huga. Fyrstu tvö árin eru liðin og við höld­um ótrauð áfram veg­inn.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar og innviðaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgnblaðinu 1. febrúar 2024.