Categories
Fréttir Greinar

Uppbygging um allt land

Deila grein

15/04/2023

Uppbygging um allt land

Á und­an­förn­um árum hafa stjórn­völd fjár­fest mynd­ar­lega í ýms­um innviðum tengdri ferðaþjón­ustu í gegn­um Fram­kvæmda­sjóð ferðamannastaða. Á tíu árum hafa 849 verk­efni hlotið styrk úr sjóðnum og í gær kynnti ég nýj­ustu út­hlut­un sjóðsins, að upp­hæð 550 m.kr. Verk­efn­in sem hljóta styrk eru að vanda afar fjöl­breytt en hverf­ast öll um ör­yggi ferðamanna, bætt aðgengi, bætta innviði, nátt­úru­vernd og sjálf­bærni. Styrk­irn­ir fara til verk­efna hring­inn í kring­um landið, stórra sem smárra, sem öll skipta máli. Upp­bygg­ing­in er grund­völluð á heild­ar­sýn fyr­ir hvern lands­hluta og áfangastaðaáætlan­ir.

101 um­sókn barst í sjóðinn í þetta skipti sem sýn­ir fram á þá miklu hug­mynda­auðgi og kraft sem býr í ís­lenskri ferðaþjón­ustu og þann metnað sem heima­menn í hverj­um lands­hluta fyr­ir sig hafa til þess að byggja upp góða áfangastaði. Marg­ir Íslend­ing­ar urðu þess ein­mitt áskynja þegar þeir ferðuðust mikið um eigið land á tím­um heims­far­ald­urs­ins. Fram­kvæmda­sjóður ferðamannastaða hef­ur skipt sköp­um við að styðja við upp­bygg­ingu góðra áfangastaða. Sem dæmi um nokk­ur vel heppnuð verk­efni eru upp­bygg­ing „svíf­andi“ sjálf­ber­andi göngu­stíga úr áli í Hvera­döl­um sem lág­marka snert­ingu við jörðina og hlífa þannig hinu viðkvæma hvera­svæði sem er vin­sæll áfangastaður ferðamanna. Útsýn­ispall­ur­inn á Bola­fjalli er annað frá­bært verk­efni sem vert er að nefna, en pall­ur­inn hang­ir utan í þver­hnípt­um stórstuðluðum klett­um með stór­brotið út­sýni yfir Ísa­fjarðar­djúp, inn Jök­ulf­irði og út yfir sjón­deild­ar­hring í átt til Græn­lands. Innviðaupp­bygg­ing við Goðafoss er einnig dæmi um vel heppnað verk­efni þar sem hugað er að ör­yggi og nátt­úru­vernd með ráðgjöf fag­fólks.

Í út­hlut­un gær­dags­ins fengu 28 verk­efni í öll­um lands­hlut­um styrk. Hæsta styrk­inn að þessu sinni, 158 m.kr., fékk verk­efnið Baug­ur Bjólfs á Seyðis­firði, en um er að ræða hring­laga út­sýn­ispall sem sit­ur á fjalls­brún með ein­stöku út­sýni yfir Seyðis­fjörð. Þá hlaut Stuðlagil næst­hæsta styrk­inn, að upp­hæð 81 m.kr., til að stuðla að auknu ör­yggi og nátt­úru­vernd við þenn­an afar vin­sæla ferðamannastað. Þá fékk út­sýn­ispall­ur við Reyn­is­fjall 72 m.kr. styrk sem eyk­ur ör­yggi þeirra sem ferðast um hlíðar fjalls­ins.

Ferðaþjón­ust­an hef­ur á til­tölu­lega skömm­um tíma orðið einn af grunn­atvinnu­veg­um þjóðar­inn­ar, og get­ur skapað mikl­ar gjald­eyris­tekj­ur á til­tölu­lega skömm­um tíma. Við þurf­um því að halda áfram að treysta þá innviði sem nauðsyn­leg­ir eru til þess að taka vel á móti þeim ferðamönn­um sem hingað koma. Styrk­ur úr Fram­kvæmda­sjóði ferðamannastaða stuðlar að bættri upp­lif­un og aðgengi ferðamanna, meira ör­yggi og við styðjum við viðkvæma nátt­úru lands­ins. Með þessu stuðlum við að sjálf­bærni og tryggj­um framtíð svæðanna sem áfangastaða um ókomna tíð.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 15. apríl 2023.