Categories
Fréttir Greinar

Verðbólgan knúin áfram af innlendum verðhækkunum

Deila grein

28/08/2023

Verðbólgan knúin áfram af innlendum verðhækkunum

Meg­in­vext­ir Seðlabanka Íslands eru 9,25% eft­ir síðustu 50 punkta hækk­un. Verðbólga hef­ur farið minnk­andi og mæld­ist 7,6% í júlí. Dregið hef­ur úr alþjóðleg­um verðhækk­un­um ásamt því að gengi krón­unn­ar hef­ur styrkst um­fram spár. Á móti veg­ur að inn­lend­ar verðhækk­an­ir hafa reynst þrálát­ar og eru enn á breiðum grunni.

Síðustu daga hafa sum­ir beint kast­ljós­inu beinst að ferðaþjón­ust­unni. Eft­ir því sem best verður séð af yf­ir­lýs­ing­um Seðlabanka­stjóra og af lestri Pen­inga­mála Seðlabank­ans virðist vera um mis­skiln­ing að ræða hvað snert­ir síðustu vaxta­hækk­un, þar sem ekk­ert kem­ur þar fram sem bend­ir til að ferðaþjón­ust­an sé um­fram aðrar at­vinnu­grein­ar að valda verðbólguþrýst­ingi, enda árar vel í flest­um at­vinnu­grein­um þjóðfé­lags­ins. Í nýj­ustu Pen­inga­mál­um er minnst á ferðaþjón­ust­una í sam­hengi við styrk­ingu krón­unn­ar, sem hef­ur hækkað um 6,6% það sem af er ári og er gengið nú að meðaltali um 10% hærra en það var lægst í lok janú­ar. Frek­ari staðfest­ingu á fram­lagi ferðaþjón­ust­unn­ar til styrk­ing­ar á krón­unni var að finna í töl­um Hag­stof­unn­ar í vik­unni þar sem fram kem­ur að verðmæti þjón­ustu­út­flutn­ings hef­ur styrkst og nær að greiða mik­inn halla á vöru­skipt­um við út­lönd og er­lend­ar fjár­fest­ing­ar líf­eyr­is­sjóðanna. Færa má sterk rök fyr­ir því að öfl­ug­ur viðsnún­ing­ur ferðaþjón­ust­unn­ar hafi stutt við gengi krón­unn­ar á síðustu mánuðum og í raun frá því að grein­in hóf að rétta úr kútn­um snemma á ár­inu 2022.

Það er ekki þörf á að dvelja lengi við áhrif geng­is­ins á verðlag á Íslandi í gegn­um tíðina, og eru áhrif­in sterk­ari hér á landi en í öðrum lönd­um, enda kem­ur fram í Pen­inga­mál­um að betri skamm­tíma­horf­ur verðbólgu­vænt­inga end­ur­spegli einkum styrk­ingu krón­unn­ar um­fram spár. Í Pen­inga­mál­um er á öðrum stað minnst á ferðaþjón­ust­una þar sem kem­ur fram að horf­ur í ferðaþjón­ustu séu áþekk­ar og í spá bank­ans í maí. Þar seg­ir einnig að horf­ur fyr­ir grein­ina séu svipaðar fyr­ir næsta ár þar sem gert er ráð fyr­ir hóf­legri fjölg­un ferðamanna milli ára. Það virðist því ekki vera nein breyt­ing á áhrif­um ferðaþjón­ust­unn­ar til hækk­un­ar á spá bank­ans. Það má halda því til haga að gert er ráð fyr­ir færri ferðamönn­um í ár en á metár­inu 2018, en það ár var verðbólg­an ekki vanda­mál.

Það eru hins veg­ar aðrir og aug­ljós­ari kraft­ar sem hafa áhrif á verðlag. Verð á mat­vöru og þjón­ustu hef­ur hækkað áfram. Verð á al­mennri þjón­ustu hef­ur hækkað um 6,8% sl. tólf mánuði og verð á inn­lendri vöru um 11,5%. Þá hef­ur dagvara hækkað um 12,2% frá sama tíma í fyrra. Enn er því til staðar nokk­ur verðbólguþrýst­ing­ur þótt dregið hafi lít­il­lega úr hon­um í júlí, en rúm­lega helm­ing­ur af neyslukörf­unni hef­ur hækkað um 5-10% frá fyrra ári og um fjórðung­ur hef­ur hækkað um meira en 10%. Menn­ing­ar- og viðskiptaráðuneytið hyggst taka upp sam­tal við lyk­ilaðila á dag­vörumarkaðnum til að skilja bet­ur þessa hækk­un, sér í lagi vegna þess að krón­an hef­ur verið að styrkj­ast og alþjóðleg verðbólga í rén­un.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. ágúst 2023.