Categories
Fréttir

Verk ríkisstjórnarinnar tala sínu máli

Deila grein

02/09/2016

Verk ríkisstjórnarinnar tala sínu máli

þingmaður-WillumÞór-05„Hæstv. forseti. Þegar dregur nær kosningum eykst eðlilega spenna og pólitískur titringur. Það mátti og greina í umræðunni á Alþingi í gær um búvörulög og búvörusamning, við greinum þetta í opinberri umræðu. Í umræðu um búvörulögin var að greina slíkan spennutón en þrátt fyrir allt fannst mér sú umræða afar góð og málefnaleg og mun vafalítið taka á sig frekari mynd þegar við ræðum það mál áfram og svo síðar um tollasamninginn.
Þessi spenna kristallast vel í þeirri pólitísku spurningu hversu mörg mál og hvaða mál þingið ætti að klára og mikilvægt er að klára eða yfir höfuð ástæða til að klára áður en yfir lýkur, áður en þingið lýkur störfum, við klárum hina pólitísku baráttu og þjóðin kýs sína fulltrúa.
Virðulegi forseti. Ég mundi auðvitað helst vilja að þessi hæstv. ríkisstjórn sæti sem lengst. Verk hennar tala sínu máli en fyrst og síðast er þessari hæstv. ríkisstjórn umhugað um að klára þann sáttmála sem hún gerði og lofaði þjóð sinni.
Það hefur þessi ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sannarlega gert og er umhugað um að ljúka vel við. Það er ástæða til að benda á það hér hver verk þessarar hæstv. ríkisstjórnar hafa verið því að stóra myndin er afar hagfelld. Auðvitað erum við í kapphlaupi við tímann en þannig verður það ekki alltaf. Þrátt fyrir að nú séu uppi óvenjulegar aðstæður með styttra kjörtímabil hefur hingað til, hæstv. forseti, verð ég að segja, í góðri samvinnu við þingflokksformenn, stjórn og stjórnarandstöðu, sem ég vil jafnframt hrósa, verið haldið uppi góðum vinnubrag og það er engin ástæða til annars en að ætla að við klárum þetta með sóma.“
Willum Þór Þórsson í störfum þingsins 31. ágúst 2016.