Categories
Fréttir

Verslum íslenskt grænmeti og kjötafurðir

Deila grein

12/03/2019

Verslum íslenskt grænmeti og kjötafurðir

Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar, segir í yfirlýsingu 6. mars, að bæjarstjórn Hafnarfjarðar hafi samþykkti með 9 atkvæðum að vísa tillögu „vegna væntanlegs útboðs á skólamat, [skuli] lögð sérstök áhersla á verslun með íslensk matvæli þar sem því verður við komið hverju sinni, sérstaklega verslun með íslenskt grænmeti og kjötafurðir,“ til nánari útfærslu hjá innkaupastjóra og fræðsluþjónustu. „Auk þess verði gerð krafa á væntanlegan rekstaraðila um skýra upplýsingagjöf er varðar uppruna, innihaldslýsingar og framleiðsluhætti þeirra vara sem boðið er upp á. Þar má horfa til ýmissa opinberra gæðamerkinga, svo sem Skráargatsins og fleira,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.
Ágúst Bjarni segir ennfremur, „[i]nnkaupastjóra og fræðsluþjónustu er falið að útfæra nánar og skila tillögum til fræðsluráðs svo fljótt sem verða má. Í vinnu þessari skal horfa sérstaklega til nýrra laga um opinber innkaup frá árinu 2016 ásamt innkaupa-, heilsu- og umhverfisstefnu Hafnarfjarðarbæjar þar sem m.a. er lögð áhersla á heilnæmi matvæla, jafnan aðgang að hollri fæðu á stofnunum bæjarins og umhverfisvottaðar vörur. Með áherslu á matvæli sem framleidd eru sem næst neytandanum, svokallaða staðbundna framleiðslu, er auðveldara að koma til móts við auknar kröfur um gæði, hreinleika og umhverfisvernd.“