Categories
Fréttir Greinar

Vor á Vestfjörðum

Deila grein

05/03/2024

Vor á Vestfjörðum

Það var fal­legt að fljúga inn til lend­ing­ar á Ísaf­irði í gær þar sem ég varði deg­in­um í að funda með Vest­f­irðing­um um hin ýmsu mál. Það er eng­um blöðum um það að fletta að mik­il breyt­ing hef­ur orðið til batnaðar á Vest­fjörðum á und­an­förn­um árum; kraft­mik­il upp­bygg­ing hef­ur átt sér stað í at­vinnu­líf­inu á svæðinu, fjár­fest­ing hef­ur verið í betri vega­sam­göng­um og auk­in bjart­sýni og til­trú á framtíð svæðis­ins er til­finn­an­leg.

Ferðaþjón­usta hef­ur vaxið á Vest­fjörðum líkt og ann­ars staðar á land­inu. Það var mik­il viður­kenn­ing fyr­ir lands­hlut­ann þegar alþjóðlegi ferðabóka­út­gef­and­inn Lonely Pla­net valdi Vest­f­irði sem besta áfangastað í heimi árið 2022. Slíkt varð til þess að beina hinu alþjóðlega ferðak­ast­ljósi að svæðinu með já­kvæðum áhrif­um enda hef­ur svæðið upp á margt að bjóða. Hef­ur þetta meðal ann­ars birst í mik­illi ásókn í að heim­sækja Vest­f­irði und­an­far­in sum­ur og hef­ur gist­ing selst upp í fjórðungn­um.

Brýn­asta áskor­un­in í ferðaþjón­ustu í lands­fjórðungn­um er hins veg­ar að lengja ferðatíma­bilið, en mark­miðið er að heils­árs­ferðaþjón­usta verði starf­rækt á svæðinu. Lögð hef­ur verið áhersla á að draga úr árstíðasveiflu í öll­um lands­hlut­um und­an­far­inn ára­tug með þónokkr­um ár­angri, þó við get­um gert tals­vert bet­ur í þeim efn­um. Leng­ing ferðatíma­bils­ins stuðlar að betri nýt­ingu innviða, eins og hót­ela og veit­ingastaða, og skap­ar betri skil­yrði fyr­ir auk­inni fjár­fest­ingu í ferðaþjón­ustu.

Á opn­um fund­um mín­um að und­an­förnu um nýja ferðaþjón­ustu­stefnu til árs­ins 2030 og aðgerðaáætl­un henni tengda, sem farið hafa fram um allt land, hef­ur átt sér stað gagn­legt sam­tal við hag­hafa í grein­inni. Þar hafa fyrr­nefnd sjón­ar­mið meðal ann­ars verið reifuð sem mik­il­vægt er að hlýða á og nýta í því verk­efni að styrkja um­gjörð ferðaþjón­ust­unn­ar. Þannig hafa Vest­f­irðing­ar til dæm­is sam­mælst um að vinna að og kynna hina svo­kölluðu Vest­fjarðaleið, 950 kíló­metra langa ferðamanna­leið um Vest­f­irði og Dal­ina sem opnaðist með til­komu Dýra­fjarðarganga í októ­ber 2020. Á leiðinni er að finna marga af fal­leg­ustu áfanga­stöðum Vest­fjarða sem gam­an er að heim­sækja.

Stjórn­völd munu leggja sín lóð á vog­ar­skál­arn­ar til að styðja heima­menn í því að klára verk­efnið með sóma en metnaðarfull vinna ligg­ur að baki verk­efn­inu sem verður til þess að vekja auk­inn áhuga á að heim­sækja Vest­f­irði.

Vest­f­irðing­ar hafa einnig lagt kapp á að hlúa að tungu­mál­inu og aðgengi að því í gegn­um verk­efni Gef­um ís­lensku séns. Með því er leit­ast við að virkja fólk í nærsam­fé­lag­inu sem er til­búið að veita fólki af er­lend­um upp­runa hjálp við að til­einka sér ís­lensku í sam­vinnu við fyr­ir­tæki, stofn­an­ir og ein­stak­linga. Það skipt­ir meðal ann­ars at­vinnu­lífið miklu máli sem og sam­fé­lagið allt.

Tæki­fær­in eru sann­ar­lega til staðar vest­ur á fjörðum sem og út um allt land, nú er bara að vinna sam­an að því að nýta þau til hags­bóta fyr­ir sam­fé­lagið.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtis fyrst í Morgunblaðinu 5. mars 2024.