Categories
Fréttir

Yfirlitsræða formanns á 35. Flokksþingi Framsóknar

Deila grein

15/03/2018

Yfirlitsræða formanns á 35. Flokksþingi Framsóknar

Kæru vinir og félagar!
Yfirskrift þessa flokksþing er: Framsókn til framtíðar. Hér þurfa ykkar raddir að heyrast. Það er hér á þessu flokksþingi sem ykkar hugsjónir þurfa að koma fram.
Við höfum farið langan veg á sl. 6 mánuðum. Við höfum markað spor.
Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann er ríkjandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Við eigum traust fylgi, traustan kjarna. Ef við látum hugann reika rúman áratug aftur í tímann þá gekk flokkurinn í gegnum erfiðleika. Traustið þvarr. Fylgi flokksins dalaði.
 

Kæru vinir og félagar
Yfirskrift þessa flokksþing er: Framsókn til framtíðar. Hér þurfa ykkar raddir að heyrast. Það er hér á þessu flokksþingi sem ykkar hugsjónir þurfa að koma fram.
Við höfum farið langan veg á sl. 6 mánuðum. Við höfum markað spor.
Framsóknarflokkurinn er elsti starfandi stjórnmálaflokkur landsins. Hann er ríkjandi afl í íslenskum stjórnmálum.
Við eigum traust fylgi, traustan kjarna. Ef við látum hugann reika rúman áratug aftur í tímann þá gekk flokkurinn í gegnum erfiðleika. Traustið þvarr. Fylgi flokksins dalaði.
Fyrir rúmum áratug voru stjórnmálamenn og flestir flokkar rúnir trausti almennings – og það getur tekið tíma að byggja upp traust og trúnað á ný.
Í kjölfar bankahrunsins komu ný tækifæri sem fleyttu okkur fram á völlinn á ný. Tækifærin fólu í sér endurkomu fyrir Framsóknarflokkinn.
Okkur gekk vel. Við vorum gagnrýnin og sýndum festu og náðum góðum og verðskulduðum árangri árið 2013. Við ætluðum að gera betur og hlustað var á rödd Framsóknarflokksins.
Í kjölfarið settumst við í ríkisstjórn. Ríkisstjórn með mikil plön. Við stóðum við stóru orðin. Við efndum loforðin.
EN nýfengið traust er fallvalt. Ekkert má koma uppá.
EN það var það sem gerðist í apríl 2016. Traustið hvarf. Trúverðugleikinn þvarr.
Í kjölfarið varð ólga. Í flokknum okkar varð innri ólga. Það voru átök. Ekki um stefnu eða leiðir. Átökin snérust ekki um hvaða stefnu þyrfti til – til að ná trausti almennings og flokksmanna á ný. Ágreiningurinn var um hvernig við næðum trausti á ný.
Á síðustu 6 mánuðum höfum við farið um langan veg – djúpa dali, brattar brekkur. En við komumst upp – upp á efstu tinda.
Við getum verið stolt af því trausti sem við höfum áunnið okkur á skömmum tíma. Við endurheimtum kynni okkar af hinum eina sanna Framsóknaranda. Gleðin, samheldni, samstaðan og vináttan sem umlykur okkar góða hóp er ómetanleg.
Við fundum gleðina við hópeflið, samvinnuna sem skilaði okkur skýrri stefnu.
Markmiðið er áfram skýrt. Að koma Íslandi í fremstu röð á sem flestum sviðum og efla samkeppnishæfni þjóðarinnar.
Fólkið í flokknum er öflugt og grasrótin fersk. Án ykkar værum við ekki stödd þar sem við erum í dag.
Í dag – eftir síðustu kosningar – erum við 3ji stærsti þingflokkurinn á Alþingi.
Við erum ásamt tveimur öðrum stærstu flokkunum – Vinstrihreyfingunni- græns framboðs og Sjálfstæðisflokknum –  leiðandi afl í nýrri ríkisstjórn.
Skoðanakannanir í nóvember 2017 sýndu að 73% vildu fá Framsókn í ríkisstjórn. Já, landsmenn vildu helst fá okkur til að stýra landinu. Það er heilbrigðisvottorð um heiðarlegan flokk, skynsama stefnu og öflugt fólk.
En munum traust er ekki gefið.
Það skiptir öllu hvernig við umgöngust valdið, hvernig við vinnum saman og leiðum málin til lykta. Þetta kunnum við Framsóknarmenn, þarna liggja rætur okkar –  VIÐ ERUM KOMIN AFTUR.
Við höfum í hendi okkar hvernig við vinnum úr tækifærum framtíðarinnar, hvernig sú saga verður skrifuð. Við ætlum að gera það sem í okkar valdi stendur til að byggja hér áfram upp gott og samkeppnishæft samfélag. Samfélag fyrir alla.
Við höfum oft sýnt það í verki, hvað sem aðrir segja. Og við eigum að vera hreykin af verkum okkar, hafa sjálfstraust til þess og láta í okkur heyra. …