Categories
Greinar

95% samanborið við 57%

Deila grein

06/10/2022

95% samanborið við 57%

End­ur­reisn ferðaþjón­ust­unn­ar á Íslandi hef­ur tek­ist vel eft­ir áföll heims­far­ald­urs­ins. Þannig hef­ur ferðaþjón­usta á Íslandi náð 95% af fyrri styrk frá því fyr­ir heims­far­ald­ur sam­an­borið við 57% þegar horft er á ferðaþjón­ustu á heimsvísu sam­kvæmt töl­um frá Alþjóðaferðamála­stofn­un­inni, einni af und­ir­stofn­un­um Sam­einuðu þjóðanna. Þetta eru áhuga­verðar töl­ur sem við get­um verið stolt af.

Gott gengi ferðaþjón­ust­unn­ar skipt­ir miklu máli en hún er sú at­vinnu­grein sem skap­ar mest­an er­lend­an gjald­eyri fyr­ir þjóðarbúið. Þrótt­mik­ill vöxt­ur grein­ar­inn­ar und­an­geng­inn ára­tug hef­ur átt stór­an þátt í að gera Seðlabank­an­um kleift að byggja upp öfl­ug­an og óskuld­sett­an gjald­eyr­is­vara­forða sem veg­ur nú um 30% af lands­fram­leiðslu miðað við um 5% af lands­fram­leiðslu á ár­un­um fyr­ir fjár­mála­áfallið 2008. Þessi sterka staða eyk­ur sjálf­stæði og getu pen­inga­stefn­unn­ar ásamt því að gera stjórn­völd­um kleift að stunda mark­viss­ari og skil­virk­ari efna­hags­stjórn, bregðast ör­ugg­lega við efna­hags­leg­um áföll­um og stuðla að stöðug­leika fyr­ir heim­ili og fyr­ir­tæki í land­inu.

Þessi kröft­uga viðspyrna ferðaþjón­ust­unn­ar á ár­inu ger­ist ekki af sjálfu sér. For­senda henn­ar er mik­il út­sjón­ar­semi og þraut­seigja ferðaþjón­ustu­fyr­ir­tækj­anna og starfs­fólks þeirra í góðu sam­starfi við stjórn­völd í gegn­um heims­far­ald­ur­inn. Tím­inn var vel nýtt­ur þar sem stjórn­völd lögðu áherslu á að styðja við fólk og fyr­ir­tæki í gegn­um far­ald­ur­inn. Þannig náðist að verja mik­il­væga þekk­ingu fyr­ir­tækj­anna og þá innviði sem nauðsyn­leg­ir eru til að taka á móti fjölda ferðamanna á ný. Að sama skapi var aukið veru­lega við fjár­fest­ing­ar í innviðum, bæði í sam­göng­um og á ferðamanna­stöðum, svo þeir yrðu bet­ur í stakk bún­ir til að taka á móti fleiri gest­um á ný. Auk­in­held­ur ákvað rík­is­stjórn­in að verja háum fjár­hæðum í markaðssetn­ingu á Íslandi sem áfangastað, með markaðsverk­efn­inu „Sam­an í sókn“ í gegn­um all­an far­ald­ur­inn, þrátt fyr­ir litla eft­ir­spurn eft­ir ferðalög­um á þeim tíma. Eitt af fyrstu verk­um mín­um sem ferðamálaráðherra var að setja 550 m.kr. í aukna markaðssetn­ingu til að skapa fleiri tæki­færi fyr­ir ís­lenska ferðaþjón­ustu um allt land, en mæl­ing­ar á lyk­il­mörkuðum hafa aldrei sýnt jafn rík­an vilja til að ferðast til Íslands og nú.

Við lif­um á tím­um þar sem ýms­ar stór­ar og krefj­andi áskor­an­ir blasa við okk­ur í heims­mál­un­um. Það hef­ur því aldrei verið jafn mik­il­vægt og nú að vera á vakt­inni og gæta að ís­lensk­um hags­mun­um í hví­vetna og tryggja áfram­hald­andi lífs­kjara­sókn á grund­velli öfl­ugs at­vinnu­lífs til framtíðar.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, ferðamálaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 6. október 2022.