Categories
Greinar

Skrifum söguna áfram á íslensku

Deila grein

06/10/2022

Skrifum söguna áfram á íslensku

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir: „Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar.“

„Ef ís­lensk­an hverf­ur tap­ast þekk­ing og við hætt­um að vera þjóð.“ Þessi orð frú Vig­dís­ar Finn­boga­dótt­ur, fv. for­seti Íslands, eru orð að sönnu og eiga er­indi við okk­ar sam­fé­lag. Í vik­unni fór fram mál­rækt­arþing Íslenskr­ar mál­nefnd­ar í Þjóðminja­safni Íslands þar sem áskor­an­ir tungu­máls­ins okk­ar voru rædd­ar. Íslensk tunga stend­ur á kross­göt­um móts við bjarta framtíð eða menn­ing­ar­legt stór­tjón ef ekki er staðið vel að mál­efn­um henn­ar. Íslensk­an stend­ur frammi fyr­ir tækni­breyt­ing­um og sam­fé­lags­breyt­ing­um. Í stað aft­ur­halds­semi er nú nauðsyn­legt fyr­ir ís­lenska tungu að stand­ast tím­ans tönn með því að aðlag­ast með þjóðinni og nýj­um mál­höf­um að fjöl­breyttu heims­sam­fé­lagi. Fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag, sta­f­ræn bylt­ing og kröf­ur íbúa lands­ins til tungu­máls­ins og þeirr­ar þjón­ustu sem hægt er að fá á ís­lensku þurfa að vera leiðarljós stjórn­valda við stefnu­mót­un og aðgerðir í þágu ís­lensk­unn­ar á næstu árum.

Aðgerðir stjórn­valda

Margt hef­ur áunn­ist á síðastliðnum árum þökk sé meðal ann­ars þings­álykt­un um að efla ís­lensku sem op­in­bert mál á Íslandi sem samþykkt á Alþingi í júní 2019 og aðgerðaáætl­un sem henni fylgdi. Meg­in­mark­mið henn­ar var að ís­lenska væri notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, ís­lensku­kennsla og mennt­un yrði efld á öll­um skóla­stig­um og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi yrði tryggð. Auk­in­held­ur hef­ur fjár­mun­um verið for­gangsraðað í að styðja skap­andi grein­ar þar sem ís­lenska er aðal­verk­færið. Þannig var til að mynda ís­lensk bóka­út­gáfa efld með stuðnings­kerfi fyr­ir ís­lenska bóka­út­gáfu sem fel­ur í sér end­ur­greiðslu allt að 25% út­gáfu­kostnaðar ís­lenskra bóka. Árang­ur­inn hef­ur verið frá­bær og fjöldi út­gef­inna bóka á ís­lensku auk­ist mjög. Þá var svipuðu kerfi komið á til þess að styðja við einka­rekna fjöl­miðla sem gegna mik­il­vægu hlut­verki í að miðla efni á ís­lensku.

Vinna við nýja þings­álykt­un­ar­til­lögu 2023-2025

Stjórn­völd ætla sér áfram­hald­andi stóra hluti í mál­efn­um ís­lensk­unn­ar. Ráðgert er að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um aðgerðir í þágu ís­lenskr­ar tungu fyr­ir árin 2023-2025 á næsta vorþing og á næstu miss­er­um verða áhersl­urn­ar þrenns kon­ar:

Aukið aðgengi að ís­lensku í at­vinnu­líf­inu

Á árs­fundi at­vinnu­lífs­ins í vik­unni kom for­sæt­is­ráðherra inn á mik­il­vægi tungu­máls­ins fyr­ir er­lent starfs­fólk til þess að kom­ast inn í sam­fé­lagið. Því er ég sam­mála en auka þarf aðgengi að ís­lensku fyr­ir þá sem þurfa á því að halda í at­vinnu­líf­inu. Íslensk­an er fyr­ir alla óháð aðstæðum þeirra sem kjósa að setj­ast hér að. Ísland er fjöl­menn­ing­ar­legt sam­fé­lag og með auknu aðgengi að ís­lensku­námi fjölg­um við tæki­fær­um fólks og verðum sterk­ari sem heild. Þetta snýr að vel­sæld þeirra sem hér kjósa að búa og það er rík­ur vilji hjá stjórn­völd­um að efla sam­vinnu um mark­viss­ar aðgerðir og virkja fleiri til þátt­töku, hvort sem það er í menn­ing­ar-, fé­lag-, at­vinnu- eða mennta­mál­um eða at­vinnu­líf­inu. Ég tel til að mynda að stjórn­völd og at­vinnu­líf geti náð mikl­um ár­angri með því að vinna sam­eig­in­lega að búa svo um hnút­anna að er­lent starfs­fólk geti sótt ís­lensku­kennslu á vinnu­tíma. Það er ein­beitt­ur vilji okk­ar að hafa ís­lensk­una í for­grunni og auki aðgengi allra að henni. Umræðan á heima hjá okk­ur öll­um því að hún er menn­ing­ar­leg og sam­fé­lags­leg ábyrgð okk­ar allra.

Fyrsta sæti í al­manna­rými

Íslensk­an þarf að vera í fyrsta sæti í al­manna­rými. Heyr­an­leiki og sýni­leiki ís­lensk­unn­ar er grund­völl­ur­inn að því að við sem hér búum og gest­ir sem koma kynn­ist ís­lensku sam­fé­lagi á for­send­um ís­lensk­unn­ar. Íslensk­an þarf því að heyr­ast og sjást fyrst áður en við tök­um upp önn­ur tungu­mál til að skilja hvort annað. Afla þarf upp­lýs­inga um viðhorf al­menn­ings til tungu­máls­ins og annarra mála. Áætlað er að taka ár­lega stöðu ís­lensk­unn­ar og bregðast við, í sam­ráði við ís­lenska mál­nefnd. Íslensk­an á líka sinn eig­in dag, Dag ís­lenskr­ar tungu, 16. nóv­em­ber næst­kom­andi. Farið verður í aukna vit­und­ar­vakn­ingu á mál­efn­um ís­lensk­unn­ar á þeim degi og í kring­um hann. Heil vika verður til­einkuð ís­lensk­unni í nóv­em­ber.

Mál­tækni er framtíðin

Síðast en ekki síst, er það hjart­ans mál að við get­um talað við tæk­in okk­ar á ís­lensku. Und­an­far­in ári hafa stjórn­völd ásamt at­vinnu­líf­inu fjár­fest ríku­lega í mál­tækni sem mun gera fólki kleift að tala við tæki á ís­lensku. Þess­ar aðgerðir geta veitt öðrum þjóðum og litl­um málsvæðum inn­blást­ur hvernig sækja megi fram fyr­ir tungu­málið í sta­f­ræn­um heimi. Nú þegar innviðaupp­bygg­ingu í mál­tækni er lokið og við höf­um gagna­grunna, mál­heild­ir, radd­sýni, upp­tök­ur og orðasöfn sem nýt­ast fyr­ir­tækj­um og stofn­un­um í því að taka af skarið og nýta sér tól­in í sínu starfs­um­hverfi, al­menn­ingi og ís­lensk­unni til hags­bóta. Aðeins örfá dæmi um hag­nýt­ingu þess­ara mál­tækni­lausa eru raun­tíma­textun sjón­varps­efn­is, þýðing­ar­vél­ar á milli ís­lensku og ensku eða tal­gervilsradd­ir fyr­ir blinda og sjónskerta.

Við ætl­um að sækja fram og styrkja stöðu ís­lensk­unn­ar til framtíðar, því ef við ger­um það ekki, ger­ir það eng­inn fyr­ir okk­ur. Stönd­um því sam­an í því að halda ís­lensk­unni á lofti fyr­ir okk­ur og kom­andi kyn­slóðir – og tryggj­um þannig að saga þjóðar okk­ar verði áfram skrifuð á ís­lensku.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra og vara­formaður Fram­sókn­ar.

Greinin birtist fyrst á mbl.is 1. október 2022.