Categories
Greinar

Að vera í sambandi við önnur lönd

Í fjar­skipta­áætl­un sem ég lagði fyr­ir Alþingi árið 2019 og var samþykkt, legg ég áherslu á að lagður verði nýr fjar­skiptasæ­streng­ur til að tryggja enn frek­ar sam­band okk­ar við um­heim­inn. Ástæðurn­ar fyr­ir lagn­ingu nýs strengs varða allt í senn ör­ygg­is-, efna­hags-, varn­ar- og al­manna­hags­muni. Fjöl­marg­ir hafa tekið und­ir mik­il­vægi slíkr­ar aðgerðar, þar á meðal Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök gagna­vera.

Deila grein

19/09/2020

Að vera í sambandi við önnur lönd

„Að vera í sam­bandi við annað fólk er mér lífs­nauðsyn“ ortu Stuðmenn og hlýt­ur það að vera heil­ag­ur sann­leik­ur eins og annað sem hef­ur komið frá þeim mætu mönn­um. Sam­skipti eru okk­ur öll­um mik­il­væg og eft­ir því sem tím­inn líður verður það æ mik­il­væg­ara fyr­ir okk­ur sem á þess­ari fal­legu eyju búum að hafa ör­uggt og öfl­ugt sam­band við út­lönd. Eins og stend­ur er fjar­skipta­sam­band okk­ar við út­lönd tryggt með þrem­ur fjar­skipt­a­strengj­um, tveim­ur sem liggja til Evr­ópu, Farice og Danice, og ein­um sem teng­ir okk­ur við Norður-Am­er­íku, Green­land Conn­ect.

Í fjar­skipta­áætl­un sem ég lagði fyr­ir Alþingi árið 2019 og var samþykkt, legg ég áherslu á að lagður verði nýr fjar­skiptasæ­streng­ur til að tryggja enn frek­ar sam­band okk­ar við um­heim­inn. Ástæðurn­ar fyr­ir lagn­ingu nýs strengs varða allt í senn ör­ygg­is-, efna­hags-, varn­ar- og al­manna­hags­muni. Fjöl­marg­ir hafa tekið und­ir mik­il­vægi slíkr­ar aðgerðar, þar á meðal Sam­tök iðnaðar­ins og Sam­tök gagna­vera.

Það var því ánægju­legt þegar rík­is­stjórn­in samþykkti á fundi sín­um fyr­ir skemmstu til­lögu mína og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um að tryggja fjár­mögn­un nýs fjar­skiptasæ­strengs milli Íslands og Írlands sem nefnd­ur hef­ur verið Íris.

Mik­il­vægt er að end­ur­nýja kerfið tím­an­lega þar sem Farice-streng­ur­inn er kom­inn til ára sinna. Þeir tím­ar sem við höf­um gengið í gegn­um und­an­farið und­ir­strika enn frem­ur nauðsyn ör­uggs og öfl­ugs út­landa­sam­bands þegar sam­göng­ur í heim­in­um eru tak­markaðar um ófyr­ir­séðan tíma.

Þótt ör­ygg­isþátt­ur­inn ráði miklu er efna­hagsþátt­ur­inn ekki síður mik­il­væg­ur. Hér á landi hef­ur byggst upp öfl­ug starf­semi sem reiðir sig mjög á ör­uggt og gott sam­band. Má þar nefna ört vax­andi geira eins og tölvu­leikja­geir­ann sem nýt­ir sér styrk skap­andi greina á Íslandi, geira sem ég tel mik­il­vægt að hlúa að og efla á kom­andi tím­um. Þá eru mik­il tæki­færi fólg­in í upp­bygg­ingu gagna­vera en ný og öfl­ug teng­ing eyk­ur mjög mögu­leik­ana þegar kem­ur að gagna­ver­um fyr­ir stóra aðila eins og Google og Face­book, svo ein­hver fyr­ir­tæki séu nefnd.

„Að vera í takt við tím­ann get­ur tekið á. Að vera up to date er okk­ar innsta þrá“ ortu Stuðmenn einnig og má segja að þessi miklu og já­kvæðu tíðindi af upp­bygg­ingu full­kom­ins sam­bands við út­lönd séu í takt við nýja tíma þar sem áhersla stjórn­valda er á fjöl­breytt­ari at­vinnu­vegi. Og af því ég var byrjaður að garfa í textum Stuðmanna get ég ekki annað en endað á þess­ari línu sem er eins og töluð út úr hjarta fram­sókn­ar­manns­ins: „Hvers kyns fana­tík er okk­ur fram­andi. Hún er hand­bremsa á hug­ann, lam­andi.“

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og formaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 19. september 2020.