Categories
Greinar

Af stjórnmálum og sólskini

Deila grein

30/06/2019

Af stjórnmálum og sólskini

Vor og sum­ar hafa verið þeim sem búa um sunn­an­vert landið ákaf­lega upp­lits­djarft og er langt gengið þegar fólk er farið að kvarta yfir rign­ing­ar­leysi. Eitt­hvað er nú að ræt­ast úr því þessa dag­ana.

Þessi bjarta sum­ar­byrj­un kem­ur eft­ir lang­an þing­vet­ur þar sem margt hef­ur drifið á daga. Stærsta mál vetr­ar­ins. Síðastliðið haust spáðu marg­ir miklu gjörn­inga­veðri á vinnu­markaði með hörðum vinnu­deil­um og verk­föll­um. Rík­is­stjórn­in tók strax við upp­haf sam­starfs­ins upp gott og mark­visst sam­tal við aðila vinnu­markaðar­ins og ávöxt­ur­inn var lífs­kjara­samn­ing­ur­inn sem kynnt­ur var í Ráðherra­bú­staðnum. Í þeim samn­ing­um lék rík­is­stjórn­in stórt hlut­verk. Í þeim samn­ing­um voru mál Fram­sókn­ar í brenni­depli og mik­il­væg­ur þátt­ur í lausn­inni. Vil ég þar sér­stak­lega nefna hús­næðismál­in með „sviss­nesku leiðina“ í far­ar­broddi, leng­ingu fæðing­ar­or­lofs og þá ekki síður stórt skref, gríðar­stórt skref, í átt að af­námi verðtrygg­ing­ar, sem Fram­sókn hef­ur bar­ist fyr­ir marg­ar síðustu kosn­ing­ar. Ég leyfi mér að full­yrða að án Fram­sókn­ar í rík­is­stjórn hefðu þess­ar gríðarlegu sam­fé­lags­bæt­ur ekki náð fram að ganga.

Öflug ráðuneyti Fram­sókn­ar

Þau ráðuneyti sem við höf­um yfir að ráða hafa verið öfl­ug það sem af er kjör­tíma­bil­inu. Það er stór­sókn í mennta- og menn­ing­ar­mál­um þar sem áhersla á ís­lensk­una og kenn­ara­starfið hef­ur verið áber­andi. Fé­lags­mál­in með hús­næðismál og mál­efni barna hafa verið áber­andi í fé­lags­málaráðuneyt­inu og í ráðuneyti sam­gangna og sveit­ar­stjórn­ar­mála hef­ur áhersl­an verið lögð á stór­sókn í sam­göng­um um allt land sem felst í því að auka ör­yggi á veg­um og auk­in lífs­gæði um allt land, skosku leiðina í inn­an­lands­flugi, fyrstu flug­stefnu Íslands og fyrstu stefnu­mót­un fyr­ir sveit­ar­stjórn­arstigið hér á landi.

Rauða ljósið fært í lög

Á síðustu dög­um þings­ins voru ný lög um póstþjón­ustu samþykkt og meðal mik­il­væg­ustu þátta þeirr­ar nýju lög­gjaf­ar er að send­ing­ar­kostnaður er jafnaður um land allt. Lög­in höfðu verið í vinnslu í 12 ár og afar ánægju­legt að sjá þau samþykkt á Alþingi.

Önnur lög sem hafa tekið lang­an tíma í vinnslu og strandað á þingi nokkr­um sinn­um eru um­ferðarlög­in sem samþykkt voru á vorþingi. Þetta er mik­il­væg og um­fangs­mik­il lög­gjöf þar sem er til að mynda í fyrsta sinn fært í lög að bannað sé að aka móti rauðu ljósi. Í þess­um nýju lög­um er einnig gert ráð fyr­ir að tækn­inni muni fljúga fram og sett­ur rammi um sjálf­keyr­andi bíla svo eitt­hvað sé nefnt.

Lög um netör­yggi voru einnig lögð fram og samþykkt í vet­ur leið. Þar er tek­ist á við gríðarlega mik­il­vægt mál í sam­tím­an­um og unnið að því að tryggja ör­yggi al­menn­ings og upp­lýs­inga.

Það var stór stund þegar nýr Herjólf­ur sigldi inn í Friðar­höfn í Vest­manna­eyj­um um miðjan júní. Þetta er glæsi­leg ferja sem á eft­ir að nýt­ast vel. Ekki er síst ánægju­legt að um er að ræða fyrstu raf­væddu ferj­una á Íslandi og er til merk­is um al­vör­una í stefnu rík­is­stjórn­ar­inn­ar í orku­skipt­um í sam­göng­um.

Blóm­leg­ar byggðir

Byggðamál hafa fengið sinn verðskuldaða sess í störf­um ráðuneyt­is og stjórn­sýslu og vinna eft­ir byggðaáætl­un sem samþykkt var fyr­ir ári haf­in af krafti. Einn þátt­ur byggðaáætl­un­ar er stuðning­ur við versl­un í strjál­býli. Ég varð þeirr­ar ánægju aðnjót­andi að opna versl­un Verzl­un­ar­fjelags Árnes­hrepps fyr­ir skemmstu og óhætt að segja að sá stuðning­ur sem versl­un­in fær úr byggðaáætl­un mæl­ist vel fyr­ir og er fá­mennu sam­fé­lagi mik­il­væg­ur.

Á sum­ar­fundi rík­is­stjórn­ar á síðasta ári var nýtt þjón­ustu­kort kynnt form­lega en það er stórt stökk í að opna al­menn­ingi leið að upp­lýs­ing­um um þjón­ustu á Íslandi á mynd­ræn­an og gagn­virk­an hátt. Verk­inu, sem hef­ur verið í um­sjón Byggðastofn­un­ar, hef­ur miðað vel og á eft­ir að veita al­menn­ingi og stjórn­völd­um kær­komna yf­ir­sýn yfir þjón­ustu sem stend­ur lands­mönn­um til boða um allt land.

Í stjórn­arsátt­mála er sagt frá stefnu rík­is­stjórn­ar er miðar að því að gera stjórn­sýsl­una og stofn­an­ir henn­ar nú­tíma­legri og vin­sam­legri land­inu í heild sinni og það er að ákveðinn hluti starfa skuli aug­lýst­ur án staðsetn­ing­ar. Við í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyt­inu erum stolt af því að hafa riðið á vaðið og aug­lýst starf lög­fræðings í ráðuneyt­inu án staðsetn­ing­ar og ráðið í stöðuna ein­stak­ling sem hef­ur aðset­ur á Sauðár­króki. Það er gríðarlega mik­il­væg byrj­un á því að við und­ir­bú­um okk­ur und­ir fjórðu iðnbylt­ing­una og ólík­ar vænt­ing­ar fólks til at­vinnu að geta boðið upp á störf án staðsetn­ing­ar. Það eru einnig verðmæti fólg­in í því að stjórn­sýsl­an njóti krafta fólks af öllu land­inu til að tryggja að sjón­ar­hornið sé ekki ein­skorðað við það sem einu sinni var póst­núm­er 150 Reykja­vík.

Fram­sókn fyr­ir ís­lensk­an land­búnað

Það hef­ur auðvitað verið tek­ist á á Alþingi eins og heil­brigt verður að telj­ast. Eitt af þeim mál­um sem mjög hafa brunnið á okk­ur í Fram­sókn er hið svo­kallaða hráa kjöts-mál þar sem ís­lenska ríkið hafði verið dæmt til að af­nema frystiskyldu á inn­fluttu kjöti. Og hvað gerðum við í Fram­sókn í þeirri stöðu? Við hóf­um sókn og börðumst fyr­ir því að Ísland yrði fyrsta landið í heim­in­um til að banna dreif­ingu á mat­væl­um sem inni­halda til­greind­ar sýkla­lyfja­ónæm­ar bakt­erí­ur. Þessi sókn okk­ar snýst um sér­stöðu ís­lensks land­búnaðar sem skap­ar ein­staka stöðu okk­ar hvað varðar lýðheilsu en sýkla­lyfja­ónæmi er ásamt lofts­lags­breyt­ing­um helsta ógn við líf og heilsu manna og dýra í heim­in­um.

Í þessu máli sýnd­um við svo ekki verður um villst að við erum fram­sæk­inn og fram­sýnn flokk­ur. Fyr­ir ör­fá­um miss­er­um, jafn­vel mánuðum, hefði ekki verið jarðveg­ur fyr­ir slík­ar ákv­arðanir en með því að beita kröft­um okk­ar til að gefa vís­inda­mönn­um hljóm­grunn, til dæm­is með fjöl­menn­um fundi í vet­ur, hef­ur al­menn­ing­ur vaknað til vit­und­ar um gæði ís­lensks land­búnaðar og ein­staka stöðu Íslands í heim­in­um.

Sterk­ari girðing­ar um hags­muni Íslands

Orkupakk­inn hef­ur reynt mjög á rík­is­stjórn­ar­flokk­ana enda um orku­auðlind­ir lands­ins að ræða. Á miðstjórn­ar­fundi Fram­sókn­ar síðasta haust var ályktað um meðferð máls­ins sem eft­ir það fékk aðra og ít­ar­legri um­fjöll­un. Sett­ar voru sterk­ari girðing­ar til að vernda hags­muni Íslands. Með þess­ari umræðu komust orku­mál­in fyr­ir al­vöru á dag­skrá.

Það sem hef­ur verið kallað eft­ir af þjóðinni er að ís­lensk­ir stjórn­mála­menn standi vörð um ís­lensk­ar orku­auðlind­ir og það fyr­ir­komu­lag sem hef­ur ríkt hér sem felst einna helst í því að orku­fyr­ir­tæk­in eru að lang­stærst­um hluta í sam­fé­lags­legri eigu.

Það hef­ur einnig verið mjög skýrt ákall um að er­lend­ir aðilar geti ekki gert stór­inn­kaup á ís­lensku landi. Þar er sýn okk­ar skýr. Það er ekki í boði að stór­eigna­menn og brask­ar­ar geti vaðið um héruð og keypt upp jarðir og rétt­indi þeim tengd. Í því er unnið hörðum hönd­um að styrkja lagaum­hverfi í kring­um jarðir.

Slá þarf hreinni og sterk­ari tón í hags­muna­gæslu

Eft­ir átök vetr­ar­ins hlýt­ur öll­um að vera ljóst að við þurf­um að leggja mun meiri áherslu á hags­muni Íslands í allri vinnu varðandi EES-samn­ing­inn. Orkupakki þrjú kom á sjón­deild­ar­hring­inn fyr­ir meira en tíu árum og al­gjör­lega óeðli­legt að málið hafi ekki kom­ist inn í al­menna umræðu fyrr en á síðasta ári. Það er líka al­var­legt hvernig haldið var á mál­um varðandi inn­flutn­ing á kjöti á sín­um tíma. Þeir sem koma að vinnu við EES-samn­ing­inn fyr­ir Íslands hönd verða að gera sér fulla grein fyr­ir því að hag smun­ir Íslands ganga öll­um hags­mun­um fram­ar við samn­inga­borðið. Það er síðan ís­lenskra stjórn­mála að skil­greina bet­ur ríka hags­muni Íslands og slá hreinni og sterk­ari tón í hags­muna­gæsl­unni.

Fram­far­ir byggðar á sam­vinnu

Íslend­ing­ar hafa notið þess að rík­is­stjórn­ir hafa verið sam­steypu­stjórn­ir en ekki tveggja turna stjórn­mál eins og við sjá­um frá Banda­ríkj­un­um og Bretlandi. Þær miklu fram­far­ir sem þjóðin hef­ur upp­lifað á einni öld eru ekki afrakst­ur öfga held­ur sam­vinnu. Það er mín trú að sam­vinna sé grund­völl­ur góðs sam­fé­lags. Traust er skapað með heiðarleg­um vinnu­brögðum en ekki með því að ala á ófriði og sundr­ungu. Sú rík­is­stjórn sem nú er við völd er sér­stök að því leyti að í henni eru þrír flokk­ar sem all­ir standa fyr­ir ákveðnar hug­sjón­ir miðju, vinstri og hægri í ís­lensk­um stjórn­mál­um. Stjórn­in er mynduð til að standa að mik­il­væg­um fram­fara­verk­efn­um í ís­lensku sam­fé­lagi og til að skapa meiri sátt í sam­fé­lag­inu. Sú sátt ein­kenn­ist ekki af doða og fram­taksleysi held­ur því að sköpuð er umræða um mik­il­væg mál­efni og þau leidd til lykta. Um það snýst lýðræðið.

Bjóðum unga fólkið vel­komið í stjórn­mál­in

Minn fer­ill í stjórn­mál­um hófst á sveit­ar­stjórn­arstig­inu. Það er stund­um eins og sá hluti stjórn­mál­anna sem sveit­ar­stjórn­arstigið er gleym­ist í umræðunni. Á því stigi eru mörg mik­il­væg­ustu svið stjórn­mál­anna stunduð í mik­illi ná­lægð við íbúa. Eitt af þeim verk­efn­um sem ég hef veitt for­ystu sem ráðherra er að hefja vinnu við fyrstu stefnu­mót­un­ina fyr­ir sveit­ar­stjórn­arstigið. Sú vinna er vel á veg kom­in og verður lögð fyr­ir þingið í haust. Þau átök sem við höf­um horft upp á í stjórn­mál­um víða um heim snúa að því að al­menn­ing­ur upp­lif­ir sig valda­laus­an og að stjórn­mála­menn­irn­ir séu fjar­læg­ir. Það er því mik­il­vægt að stjórn­mála­menn í sveit­ar­stjórn­um séu öfl­ug­ir í því að virkja fólk til þátt­töku og að íbú­ar láti til sín taka því ef það er eitt­hvað sem ein­kenn­ir ís­lensk stjórn­mál þá er það að hver og einn get­ur haft mik­il áhrif í því að móta sam­fé­lagið. Þetta sjá­um við aug­ljós­lega nú þegar unga fólkið okk­ar hef­ur upp raust sína og hvet­ur stjórn­völd áfram varðandi lofts­lags­mál. Það er ánægju­legt að sjá þetta sterka unga fólk stíga fram með áhyggj­ur sín­ar og einnig hug­mynd­ir varðandi hvernig við tök­umst á við hlýn­un jarðar.

Lofts­lags­vá­in er staðreynd. Póli­tík­in snýst ekki um að af­neita eða taka und­ir. Póli­tík­in snýst um hvernig við ætl­um að vinna úr stöðunni. Ég vil því hvetja ungt fólk til að stíga óhrætt inn á vett­vang stjórn­mál­anna og inn í starf flokk­anna. Við ungt fólk sem þetta les vil ég segja að kraft­ur ykk­ar bæt­ir sam­fé­lagið, verið óhrædd við að hafa sam­band, þið finnið Fram­sókn á Face­book, net­fangið hjá okk­ur er fram­sokn@fram­sokn.is og síma­núm­erið 540-4300.

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarmálaráðherra.

Greinin birtst fyrst í Morgunblaðinu 29. júní 2019.