Categories
Greinar

António Guterres á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík

Sam­ein­uðu þjóð­irnar fagna 75 ára afmæli á þessu ári og hafa á und­an­förnum ára­tugum efnt til umfangs­mestu sam­ræðu sem um getur um alheims­sam­vinnu til að móta betri fram­tíð í þágu allra jarð­ar­búa. Starf­semi sam­tak­anna er sam­ofið þeirri hug­mynda­fræði sem Norð­ur­landa­ráð byggir á en það voru einmitt Danir og Norð­menn sem stofn­uðu Sam­ein­uðu þjóð­irnar árið 1945.

Deila grein

09/10/2020

António Guterres á þingi Norðurlandaráðs í Reykjavík

Í fyrsta sinn í sögu Norð­ur­landa­ráðs fer árlegt þing ráðs­ins, sem halda átti í Hörpu í lok októ­ber, fram staf­rænt. Þar verða mörg mik­il­væg mál­efni nor­rænu ríkj­anna í brennid­epli. Það er sér­stak­lega ánægju­legt fyrir starf Norð­ur­landa­ráðs að António Guterres, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna, mun taka þátt í sam­eig­in­legum staf­rænum fundi Norð­ur­landa­ráðs um Covid-19 í þing­vik­unni þann 27. októ­ber næst­kom­andi. Þá fáum við Norð­ur­landa­búar inn­sýn inn í hvaða áskor­anir alheims­far­ald­ur­inn hefur haft í för með sér fyrir alla heims­byggð­ina. Áskor­anir sem ekki enn sér fyrir end­ann á. 

Stofnun SÞ og nor­ræn hug­mynda­fræði

Sam­ein­uðu þjóð­irnar fagna 75 ára afmæli á þessu ári og hafa á und­an­förnum ára­tugum efnt til umfangs­mestu sam­ræðu sem um getur um alheims­sam­vinnu til að móta betri fram­tíð í þágu allra jarð­ar­búa. Starf­semi sam­tak­anna er sam­ofið þeirri hug­mynda­fræði sem Norð­ur­landa­ráð byggir á en það voru einmitt Danir og Norð­menn sem stofn­uðu Sam­ein­uðu þjóð­irnar árið 1945. 

Íslendingar og Svíar bætt­ust síðan í hóp­inn ári eftir og Finnar urðu aðilar árið 1955. Því má með sanni segja að nor­ræna sam­starf­ið, sem er elsta sam­starf í heimi af sínu tagi, hafi lagt grund­völl að því far­sæla starfi sem Sam­ein­uðu þjóð­irnar hafa gefið af sér í gegnum tíð­ina. 

Þétt sam­starf Norð­ur­landa á vett­vangi SÞ

Sú tengin og tengsl sem hefur verið milli nor­rænu land­anna og Sam­ein­uðu þjóð­anna frá upp­hafi hefur mótað starf þeirra á umfangs­mik­inn hátt. For­sæt­is­ráð­herrar og utan­rík­is­ráð­herrar Norð­ur­land­anna halda reglu­lega fundi þar sem mál­efni Sam­ein­uðu þjóð­anna eru meðal ann­ars til umræðu. Þar að auki fjalla löndin um mál­efni Sam­ein­uðu þjóð­anna á vett­vangi Norð­ur­landa­ráðs, í beinum sam­skiptum milli ráðu­neyta og einnig milli frjálsra félaga­sam­taka á Norð­ur­lönd­un­um. Enn fremur eru starf­andi þing­manna­sam­tök Norð­ur­landa þar sem mál­efni Sam­ein­uðu þjóð­anna eru rædd. Ríkur vilji er til að við­halda þeirri sterku ímynd sem Norð­ur­löndin hafa skapað sér sem sam­held­inn ríkja­hópur innan Sam­ein­uðu þjóð­anna sem vinnur meðal ann­ars að bættum mann­rétt­indum og jafn­rétti.

Hin nor­ræna sýn og veg­ferð heldur áfram að styrkj­ast í sam­vinnu á alþjóða­vett­vangi og þar er sam­ráð við Sam­ein­uðu þjóð­irnar mik­il­vægt til að við­halda tengslum og láta verkin tala. 

Silja Dögg Gunnarsdóttir, for­seti Norð­ur­landa­ráðs og þing­maður Fram­sókn­ar­flokksins.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 9. október 2020.