Categories
Greinar

Unga fólkið okkar hefur áhrif

Aðkoma barna og ung­menna er lyk­il­atriði til að ná sam­stöðu og sátt um mál­efni sem þeim tengj­ast. Þess vegna hef­ur ráðuneytið haldið sam­ráðsfundi með sam­tök­um nem­enda, til að heyra þeirra skoðanir og viðhorf varðandi ákv­arðana­töku í heims­far­aldr­in­um. Þetta hef­ur gefið mjög góða raun.

Deila grein

10/10/2020

Unga fólkið okkar hefur áhrif

Unglings­ár­in eru tíma­bil spenn­andi breyt­inga. Lík­ami og sál þrosk­ast, vina­hóp­ur og nærum­hverfi breyt­ast, með til­færslu ung­menna milli skóla­stiga. Ung­ling­ar í dag lifa á tím­um sam­fé­lags­miðla og í því fel­ast tæki­færi en einnig áskor­an­ir. Flæði af upp­lýs­ing­um krefst þess að ung­menni séu gagn­rýnni en fyrri kyn­slóðir á það efni sem fyr­ir þau er lagt. Þörf­in fyr­ir skil­merki­legri og öfl­ugri kyn­fræðslu, kennslu í sam­skipt­um og lífs­leikni hef­ur því aldrei verið meiri.

Kyn­fræðsla er hluti af aðal­nám­skrá og því hef­ur það verið skól­anna að fræða ung­menn­in okk­ar. Flest­ir virðast þó vera sam­mála því, að í breytt­um heimi þurfi að gera bet­ur. Síðastliðið vor ályktaði Alþingi um mik­il­vægi skipu­lagðra for­varna gegn kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi og áreitni. Tryggja þurfi að inn­tak kennsl­unn­ar verði að meg­in­stefnu til þríþætt. Í fyrsta lagi að al­menn­ar for­varn­ir stuðli að sterkri sjálfs­mynd og þekk­ingu á mörk­um og marka­leysi, þar á meðal í sam­skipt­um kynj­anna og sam­skipt­um milli full­orðinna og barna. Í öðru lagi að auka fræðslu um kyn­heil­brigði og kyn­hegðun, einkum í grunn­skól­um og fram­halds­skól­um. Í þriðja lagi þarf að halda áfram op­in­skárri um­fjöll­un um eðli og birt­ing­ar­mynd­ir kyn­ferðis­legs og kyn­bund­ins of­beld­is og áreitni. Til framtíðar þarf einnig að und­ir­búa starfs­fólk sem starfar með börn­um og ung­menn­um til að sjá um for­varn­ir, fræðslu og viðbrögð við kyn­ferðis­legu og kyn­bundnu of­beldi og áreitni.

Í liðinni viku átti ég áhuga­verðan fund með Sól­borgu Guðbrands­dótt­ur, bar­áttu­konu og fyr­ir­les­ara, og Sig­ríði Dögg Arn­ar­dótt­ur kyn­fræðingi um þessi mál­efni. Báðar hafa þær unnið með ungu fólki, hvor á sinn hátt, og þekkja vel þörf­ina á skil­merki­leg­um aðgerðum. Niðurstaða fund­ar­ins var að fela sér­stök­um starfs­hópi að taka út kyn­fræðslu­kennslu í skól­um og gera til­lög­ur að úr­bót­um í sam­ræmi við of­an­greinda þings­álykt­un. Sú vit­und­ar­vakn­ing sem orðið hef­ur um kyn­ferðis­legt og kyn­bundið of­beldi og áreitni er geysi­lega mik­il­væg fyr­ir sam­fé­lagið, en það er brýnt að þekk­ing­in skili sér mark­visst inn í skóla­kerfið.

Aðkoma barna og ung­menna er lyk­il­atriði til að ná sam­stöðu og sátt um mál­efni sem þeim tengj­ast. Þess vegna hef­ur ráðuneytið haldið sam­ráðsfundi með sam­tök­um nem­enda, til að heyra þeirra skoðanir og viðhorf varðandi ákv­arðana­töku í heims­far­aldr­in­um. Þetta hef­ur gefið mjög góða raun.

Komi í ljós að fræðslan sé óviðun­andi mun ég leggja mitt af mörk­um svo mennta­kerfið sinni þess­ari skyldu. Í mín­um huga er þetta eitt mik­il­væg­asta bar­áttu­málið til að auka vel­ferð ung­menna á Íslandi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október 2020.