Categories
Greinar

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Deila grein

10/06/2021

Ávinningur og arðsemi umferðaröryggis

Í störf­um mín­um sem sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra hef ég lagt ríka áherslu á um­ferðarör­yggi og hvatt stofn­an­ir ráðuneyt­is­ins til að hafa ör­yggi ávallt í for­gangi. Stefn­an hef­ur skilað góðum ár­angri. Í mín­um huga er al­veg ljóst að hver króna sem fer til þess að auka um­ferðarör­yggi okk­ar skil­ar sér marg­falt, m.a. í fækk­un slysa.

Um­ferðarslys eru hræðileg

Um­ferðarslys eru harm­leik­ur en bana­slys og al­var­leg slys í um­ferðinni eru alltof mörg. Þau eru ekki aðeins hræðileg fyr­ir þá sem í þeim lenda og aðstand­end­ur þeirra, held­ur eru þau líka gríðarlega kostnaðar­söm fyr­ir sam­fé­lagið. Árleg­ur kostnaður sam­fé­lags­ins vegna um­ferðarslysa og af­leiðinga þeirra er nú tal­inn nema að meðaltali um 50 millj­örðum króna á ári eða 14 krón­um á hvern ek­inn kíló­metra, en væri mun hærri hefðu um­ferðarör­yggisaðgerðir ekki verið í for­gangi.

Lang­stærst­ur hluti þess kostnaðar er vegna um­sýslu og tjóna­bóta trygg­inga­fé­laga, kostnaður heil­brigðis­kerf­is, Sjúkra­trygg­inga Íslands, líf­eyr­is­sjóða, lög­gæslu og sjúkra­flutn­inga o.fl. Þá er ótal­inn tekjum­iss­ir þeirra sem í slys­un­um lenda og ást­vina þeirra sem sjaldn­ast fæst bætt­ur. Mesta tjónið verður á hinn bóg­inn aldrei metið til fjár en það er hinn mann­legi harm­leik­ur sem slys hafa í för með sér.

Fækk­um slys­um

Í nýrri stefnu um­ferðarör­ygg­is­áætl­un­ar 2023-2037 sem nú er í und­ir­bún­ingi er allt kapp lagt á að auka um­ferðarör­yggi og fækka slys­um. Við for­gangs­röðun aðgerða verður byggt á niður­stöðum arðsem­is­mats sem og slysa­skýrsl­um síðustu ára sem sýna hvar þörf­in er mest, slysa­kort­inu sem sýn­ir verstu slys­astaðina og könn­un­um á hegðun veg­far­enda. Á þess­um góða grunni tel ég að okk­ur muni tak­ast að fækka slys­um enn frek­ar með mark­viss­um aðgerðum og fræðslu. Vil ég þar sér­stak­lega nefna ár­ang­ur ungra öku­manna en með bættu öku­námi og fræðslu hef­ur slys­um sem valdið er af ung­um öku­mönn­um fækkað mikið.

Aðgerðir sem skila mik­illi arðsemi

• Aðskilnaður akst­urs­stefna á fjöl­förn­ustu veg­köfl­un­um til og frá höfuðborg­ar­svæðinu, Reykja­nes­braut, Suður­lands­vegi og Vest­ur­lands­vegi. Á Suður­lands­vegi hef­ur aðskilnaður fækkað slys­um mikið og slysa­kostnaður á hvern ek­inn kíló­metra lækkað um 70%. Á Reykja­nes­braut hef­ur aðgerðin skilað mikl­um ár­angri og nú er haf­in vinna við aðskilnað akst­urs­stefna á Vest­ur­lands­vegi.

• Hring­torg skila bættu ör­yggi á hættu­leg­um gatna­mót­um á Hring­veg­in­um. Vegrið og lag­fær­ing­ar sem auka ör­yggi veg­far­enda eru aðgerðir sem kosta ekki mikið en vega sam­an­lagt þungt.

• Aukið hraðaeft­ir­lit, þ.m.t meðal­hraðaeft­ir­lit, sem mun fækka hraðakst­urs­brot­um og auka um­ferðarör­yggi. Með því er hægt að ná þeim sem freist­ast til að gefa í um leið og þeir aka fram­hjá mynda­vél og halda að þeir sleppi ef þeir hægja á sér við næstu mynda­vél. Hafi þeir verið grun­sam­lega fljót­ir á milli véla er nokkuð ljóst að þeir hafa farið yfir leyfi­leg hraðamörk. Slíkt meðal­hraðaeft­ir­lit hef­ur gefið góða raun í ná­granna­lönd­um okk­ar. Meðal­hraði á Hring­veg­in­um hef­ur lækkað um 5 km/​klst. frá 2004 en sú hraðalækk­un er tal­in fækka bana­slys­um um allt að 40% sam­kvæmt er­lend­um mæl­ing­um.

• Fræðsla til ferðamanna og annarra er­lendra öku­manna hef­ur haft mark­tæk áhrif og slys­um fækkað þó ferðamanna­fjöld­inn hafi auk­ist.

• Loks ber að nefna bíl­belta­notk­un öku­manna sem og farþega en því miður er bíl­belta­notk­un ábóta­vant, sér­stak­lega inn­an­bæjar. Það verður seint of oft sagt að bíl­belt­in bjarga.

Á und­an­förn­um árum hef­ur þeim fjölgað mikið sem nýta sér fjöl­breytta ferðamáta sam­hliða því að göngu- og hjóla­stíg­um hef­ur fjölgað, sem er vel. Nýj­um ferðamát­um fylgja nýj­ar hætt­ur sem krefjast þess að aðgát sé sýnd og fyllsta ör­ygg­is gætt. Við ber­um öll ábyrgð á eig­in ör­yggi og það er brýnt að for­eldr­ar fræði börn sín um ábyrgðina sem fylg­ir því að ferðast um á smáfar­ar­tækj­um.

Nú í upp­hafi ferðasum­ars vil ég óska öll­um veg­far­end­um far­ar­heilla. Mun­um að við erum aldrei ein í um­ferðinni, sýn­um aðgát, spenn­um belti og setj­um hjálm­ana á höfuðið.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. júní 2021.