Categories
Greinar

Brjótum hefðir, fleiri konur á sjó

Deila grein

18/05/2022

Brjótum hefðir, fleiri konur á sjó

Dag­ur­inn í dag er til­einkaður kon­um sem starfa í sigl­ing­um, við sjó­sókn eða sjáv­ar­út­vegi. Er það í fyrsta sinn en Alþjóðasigl­inga­mála­stofn­un­in, IMO, hef­ur valið þenn­an dag til þess að vekja at­hygli á stöðu kvenna í sigl­ing­um.18. maí

verður fram­veg­is helgaður þeim.

Hjá því verður ekki litið að jafn­rétti er ein af grund­vallar­for­send­um sjálf­bærni til framtíðar. Alþjóða sigl­inga­mála­stofn­un­in, IMO, hvet­ur aðild­ar­ríki sín til að fjölga kon­um í sigl­ing­um og vekja at­hygli á mik­il­vægi jafn­rétt­is, fimmta heims­mark­miðs Sam­einuðu þjóðanna í sigl­ing­um og sjáv­ar­út­vegi, sem á öll­um öðrum sviðum. Ein­kunn­ar­orð dags­ins í dag eru: „Þjálf­un, sýni­leiki og viður­kenn­ing; Brjót­um niður múra starfs­grein­anna.“

Í engri starfs­stétt er jafn­mik­ill kynja­halli og í sjó­mennsku. Örfá­ar kon­ur hafa út­skrif­ast úr skip­stjórn eða vél­stjórn. Ein­ung­is 1% skip­stjórn­ar­menntaðra eru kon­ur. Til sam­an­b­urðar eru kon­ur hand­haf­ar tæp­lega 12% flug­skír­teina. Af 2.542 sem hafa út­skrif­ast af loka­stigi vél­stjórn­ar, eru sjö kon­ur. Það er þó ör­lítið bjart­ara framund­an, því nú eru 7% af nem­um í skip­stjórn kon­ur. Skýr­ing­in á mikl­um mun á heild­ar­laun­um kynj­anna í sjáv­ar­byggðum er ekki síst háar tekj­ur karla á sjó. Sam­kvæmt Hag­stofu voru tæp 9% af þeim sem unnu við fisk­veiðar kon­ur. Þær voru aft­ur á móti 43% af þeim sem unnu við fisk­vinnslu. Laun við land­vinnslu eru brot af því sem fólk fær fyr­ir sam­bæri­legt starf á sjó, þar sem rík­ir jafn­rétti og greitt er sam­kvæmt afla­hlut.

Sigl­ing­ar eiga sér árþúsunda langa sögu og eru ná­tengd­ar sögu lands og þjóðar. Marg­ar kon­ur voru meðal lands­náms­manna, Næg­ir að nefna Þuríði sunda­fylli og Auði djú­púðgu. Fram eft­ir öld­um sóttu kon­ur sjó­inn og marg­ar þeirra gátu sér gott orð, svo sem Þuríður formaður. En sag­an gleym­ist hratt og með vél­báta­væðingu fækkaði þeim hönd­um sem þurfti á sjó. Fram­lag kvenna flutt­ist inn á heim­il­in svo sigl­ing­ar urðu í hug­um flestra hefðbundið karlastarf. Það er þó að breyt­ast hratt.

Í nú­tíma­sam­fé­lagi hef­ur tækni­væðing leyst af hólmi mörg þau verk­efni sem áður þörfnuðust vöðva­afls, ekki síður á sjó en á landi. Þá hafa orðið já­kvæðar breyt­ing­ar. Heim­ilið er sam­eig­in­leg­ur vett­vang­ur og barna­upp­eldi er sam­fé­lags­legt verk­efni. Kynjamúr­ar í starfs­vali falla hver af öðrum og það hafa opn­ast fjöl­marg­ir mögu­leik­ar fyr­ir kon­ur til að hasla sér völl í starfs­stétt­um sem áður voru nær ein­okaðar af körl­um, þar með talið á sjó. Meðal nýrra mögu­leika mætti nefna skip­stjórn og vél­stjórn á skip­um í ferðaþjón­ustu, á þjón­ustu­bát­um í lax­eldi, hafn­sögu, við lög­gæslu á haf­inu, á fiski­skip­um eða við farm­flutn­inga. Þá eru ótal­in störf­in sem eru að verða til vegna ný­sköp­un­ar í sjáv­ar­út­vegi með full­vinnslu afl­ans, líka þess sem áður var hent og er nú ígildi gulls. Mörg tæki­færi eru í sjáv­ar­byggðum fyr­ir ungt, vel menntað fólk, sem vert er að vekja at­hygli á.

Mark­mið mitt með þess­um skrif­um er ekki hvað síst að beina at­hygli ungra kvenna að þeim fjöl­breyttu starfs­mögu­leik­um sem eru á sjó, hvort sem er við fisk­veiðar, flutn­inga, rann­sókn­ir eða ný­sköp­un tengda sjáv­ar­út­vegi. Með fleiri og fjöl­breytt­ari at­vinnu­tæki­fær­um fyr­ir kon­ur, tryggj­um við ekki ein­ung­is bætta stöðu kynj­anna, held­ur renn­um sterk­ari stoðum und­ir sjáv­ar­byggðirn­ar þar sem kynja­halli hef­ur verið viðvar­andi vegna ein­hæfni starfa. Leiða má að því sterk­ar lík­ur að vald­efl­ing kvenna á öll­um sviðum ýti und­ir blóm­legt sam­fé­lag, ýti und­ir fram­leiðni og vöxt og gagn­ist öll­um hags­munaaðilum, hvort sem heima eða á alþjóðavett­vangi. Við vit­um að þau fyr­ir­tæki, sem vinna að jafn­rétti, skila betri af­komu og að fyr­ir­tækja­menn­ing verður betri. Ítrekað hef­ur verið sýnt fram á það að best­ur ár­ang­ur næst þar sem kyn­in standa hlið við hlið og vinna sam­an að mark­miðum og ár­angri. Á það við í sigl­ing­um líkt og á öll­um öðrum sviðum. Því höf­um við í ráðuneyti mínu und­an­far­in ár leitað leiða til að hvetja kon­ur til að hasla sér völl í sigl­ing­um og sjáv­ar­út­vegi und­ir kjör­orðunum; Fyr­ir­mynd­ir, tæki­færi og stuðning­ur. Árang­ur af því starfi er sýni­leg­ur í um­fjöll­un um sigl­ing­ar og sjáv­ar­út­veg þar er sí­fellt oft­ar leitað í þekk­ingu sjó­kvenna.

Ég vil hvetja stofn­an­ir og fyr­ir­tæki sem hafa sjó­inn að vett­vangi til að brjóta hefðir og opna dyr sín­ar og skapa hvetj­andi um­hverfi þar sem kon­ur njóta jafn­ræðis á við karla í störf­um á sjó.

Sigurður Ingi Jóhannsson

Höfundur er iðnaðarráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 18. maí 2022