Categories
Greinar

Dagur norrænu grannríkjanna í vestri

Vestn­or­ræna deg­in­um, sem hald­inn er hátíðleg­ur 23. sept­em­ber ár hvert, voru gerð góð skil með veg­legri dag­skrá í Nor­ræna hús­inu á dög­un­um. Mark­mið dags­ins er að styrkja og gera sýni­legt menn­ing­ar­sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands og Íslands. Í ár var áhersl­an á menn­ingu, sjálfs­mynd og tungu­mál og hvernig við not­um móður­málið í skap­andi aðstæðum.

Deila grein

24/09/2020

Dagur norrænu grannríkjanna í vestri

Vestn­or­ræna deg­in­um, sem hald­inn er hátíðleg­ur 23. sept­em­ber ár hvert, voru gerð góð skil með veg­legri dag­skrá í Nor­ræna hús­inu á dög­un­um. Mark­mið dags­ins er að styrkja og gera sýni­legt menn­ing­ar­sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands og Íslands. Í ár var áhersl­an á menn­ingu, sjálfs­mynd og tungu­mál og hvernig við not­um móður­málið í skap­andi aðstæðum.

Veiga­mik­ill þátt­ur í hátíðahöld­um dags­ins var að staldra við og fara yfir hvaða þýðingu vestn­or­ræna sam­starfið hef­ur. Það eru ákveðnir þætt­ir sem tengja lönd­in sam­an sem öll hafa það sam­eig­in­legt að vera eyríki sem nýta mögu­leika nátt­úr­unn­ar um leið og þau tak­ast af æðru­leysi á við áskor­an­ir sem henni fylgja. Íbúar vestn­or­rænu ríkj­anna hafa all­ir móður­mál sem talað er af fá­menn­um hópi fólks sem und­ir­strik­ar sér­stöðu þeirra.

Sögu­leg og menn­ing­ar­leg tengsl

Það er mik­il­vægt sem aldrei fyrr að horfa inn á við og halda á lofti góðu og nánu sam­starfi milli vestn­or­rænu ríkj­anna. Sam­starf þjóðanna er reist á sögu­leg­um og menn­ing­ar­leg­um tengsl­um ásamt sam­eig­in­leg­um hags­mun­um í efna­hags­mál­um og um­hverf­is­mál­um. Vestn­or­ræna ráðið hef­ur á liðnum árum lagt höfuðáherslu á um­hverf­is­mál, menn­ing­ar­mál, sjáv­ar­út­vegs­mál, sam­göng­ur og viðskipta­mál. Unnið hef­ur verið mark­visst að því að efla stöðu Íslands sem tengipunkts á sviði sam­göngu- og ferðamála á þessu svæði. Einnig hef­ur mik­il­vægi þess að efla tengsl við ná­granna­lönd vestn­or­rænu land­anna í austri og vestri með upp­bygg­ingu skipu­lagðrar svæðis­sam­vinnu á Norðvest­ur-Atlants­hafs­svæðinu í huga sýnt sig að bera ávinn­ing fyr­ir hlutaðeig­andi aðila.

Aukið sam­starf á ýms­um sviðum

Á und­an­förn­um mánuðum, á tím­um Covid-19, hef­ur komið í ljós hversu þýðing­ar­mikið vestn­or­rænt sam­starf er lönd­un­um. Fær­eyj­ar voru meðal fyrstu landa til að opna á kom­ur farþega frá Íslandi, sem var mik­il­vægt fyrsta skref í af­námi ferðahindr­ana milli Norður­landaþjóðanna. Þegar að því kem­ur að við náum yf­ir­hönd­inni í bar­átt­unni við þenn­an vá­gest ætti það að vera æski­legt fyr­ir lönd­in þrjú að vinna sam­an í að efla ferðamennsku á svæðinu. Það hef­ur sýnt sig að svæðið allt hef­ur mikið aðdrátt­ar­afl fyr­ir ferðafólk.

Þá hafa for­send­ur fyr­ir aukn­um flutn­ingi á vör­um og fólki aldrei verið betri meðal nor­rænu grann­ríkj­anna í vestri. Nú sjást vör­ur frá Íslandi í hill­um dag­vöru­versl­ana í Nuuk, í fram­haldi af sam­starfi Eim­skips og Royal Arctic Line, þar sem fé­lög­in skipta með sér plássi í skip­um sín­um í sigl­ing­um á milli Græn­lands, Íslands, Fær­eyja og Skandi­nav­íu. Þá verða nýju flug­vell­irn­ir þrír á Græn­landi ekki aðeins hags­bót fyr­ir Græn­land og Græn­lend­inga held­ur allt vestn­or­ræna svæðið.

Á tím­um sem þess­um eru heil­brigðismál og geta heil­brigðis­kerfa til að tak­ast á við erfið verk­efni og áföll of­ar­lega í huga okk­ar allra. Við von­umst eft­ir auknu vestn­or­rænu sam­starfi um heil­brigðismál. Þá þarf að huga að hags­mun­um ungs fólks á vestn­or­ræna svæðinu. Vinna þarf bet­ur að því að auka sam­starf og sam­gang ungs fólks og þar skipta sköp­um mögu­leg mennt­unar­úr­ræði þvert á lönd­in.

Miðjan fær­ist nær vestn­or­rænu sam­starfi

Á síðasta ári í for­mennskutíð Íslands í Nor­rænu ráðherra­nefnd­inni var samþykkt ný stefnu­mörk­un um þróun Atlants­hafs­sam­starfs­ins, sem hef­ur hlotið yf­ir­skrift­ina NAUST. Það fel­ur í sér nán­ara sam­starf milli Fær­eyja, Græn­lands, Íslands og strand­lengju Nor­egs frá Roga­landi til Finn­merk­ur. Hér er kom­inn veg­vís­ir fyr­ir sam­starfið í heild sinni og stuðlar að því að efla tengsl og sam­skipti á svæðinu. Stefnu­mörk­un­in er enn ein viðbót­in við hið far­sæla og mik­il­væga vestn­or­ræna sam­starf og það er mik­il­vægt að leita leiða til að efla það enn frek­ar. En for­gangs­röðun verk­efna inn­an ramma NAUST bygg­ist á vel­ferðar- og jafn­rétt­is­mál­um, mál­efn­um hafs­ins og bláa hag­kerf­is­ins, orku­mál­um, sam­göng­um og björg­un á sjó, sjálf­bærni í ferðaþjón­ustu og menn­ing­ar­mál­um. Því má segja að miðjan fær­ist nær hinu vestn­or­ræna sam­starfi.

Sig­urður Ingi Jóhannsson, sam­starfs­ráðherra Norður­landa og

Silja Dögg Gunnarsdóttir, for­seti Norður­landaráðs.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 24. september 2020.