Categories
Greinar

Efnahagsleg loftbrú

Deila grein

30/03/2020

Efnahagsleg loftbrú

Í fe­brú­ar 1936 birt­ist bylt­ing­ar­kennd hag­fræðikenn­ing fyrst á prenti. John M. Keynes hafði legið und­ir feldi við rann­sókn­ir á krepp­unni miklu, þar sem nei­kvæður spírall dró kraft­inn úr hag­kerf­um um all­an heim. Niður­sveifla og markaðsbrest­ur snar­fækkaði störf­um, minnkaði kaup­mátt og í leiðinni tekj­ur hins op­in­bera, sem hélt að sér hönd­um til að eyða ekki um efni fram. Keynes hélt því fram að þannig hefðu stjórn­völd dýpkað krepp­una og valdið óbæt­an­legu tjóni. Þvert á móti hefði hið op­in­bera átt að örva hag­kerfið með öll­um til­tæk­um ráðum, ráðast í op­in­ber­ar fram­kvæmd­ir og eyða tíma­bundið um efni fram. Þannig væru ákveðin um­svif í hag­kerf­inu tryggð, þar til kerfið yrði sjálf­bært að nýju. Þegar þeim áfanga yrði náð ætti hið op­in­bera að draga sam­an segl­in og safna í sjóði, svo hag­kerfið of­hitnaði ekki. Í stuttu máli; ríkið á að eyða pen­ing­um í kreppu, en halda að sér hönd­um í góðæri til að vega á móti hagsveifl­unni á hverj­um tíma

Fólkið

Efna­hagsaðgerðir stjórn­valda vegna heims­far­ald­urs kór­ónu­veiru eru for­dæma­laus­ar. Mark­mið aðgerðanna er fyrst og fremst að styðja við grunnstoðir sam­fé­lags­ins, vernda af­komu fólks og fyr­ir­tækja og veita öfl­uga viðspyrnu fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf á óvissu­tím­um. Íslenska þjóðarbúið er í góðri stöðu til að tak­ast á við þær áskor­an­ir sem eru fram und­an. Þrótt­ur þess er um­tals­verður, skuld­astaða rík­is­sjóðs er góð og er­lend staða þjóðarbús­ins já­kvæð. Það er ekki ein­ung­is staða rík­is­sjóðs sem er sterk held­ur standa heim­ili og fyr­ir­tæki lands­ins nokkuð vel auk þess sem kaup­mátt­ur heim­il­anna hef­ur auk­ist mikið. Engu að síður hafði at­vinnu­leysi vaxið í aðdrag­anda Covid-19. Vinnu­markaður­inn, og þar af leiðandi mörg heim­ili í land­inu, er því í viðkvæmri stöðu. Aðgerðir stjórn­valda miða að fólk­inu í land­inu og því hafa greiðslur verið tryggðar til fólks í sótt­kví. Hlutastar­fa­leið stjórn­valda er ætlað að verja störf og af­komu fólks við þreng­ing­ar á vinnu­markaði. Þessi leið mun styðja við áfram­hald­andi vinnu tugþúsunda ein­stak­linga og verða at­vinnu­leys­is­bæt­ur því greidd­ar til þeirra sem lækka tíma­bundið í starfs­hlut­falli. Þetta á við um sjálf­stætt starf­andi ein­stak­linga og launþega. End­ur­greiðsla virðis­auka­skatts vegna viðhalds­vinnu við heim­ili verður hækkuð úr 60% í 100%. Loks verður greidd­ur út sér­stak­ur barna­bóta­auki 1. júní 2020 með öll­um börn­um und­ir 18 ára aldri.

Fyr­ir­tæki

At­vinnu­leysi óx nokkuð í aðdrag­anda far­ald­urs­ins. Aðgerðir rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru út­færðar sér­stak­lega með það í huga að koma í veg fyr­ir var­an­leg­an at­vinnum­issi fjölda fólks og að fjöldi fyr­ir­tækja fari í þrot. Frest­un á gjald­dög­um staðgreiðslu, trygg­inga­gjalds og fyr­ir­fram­greidds tekju­skatts fyr­ir­tækja kem­ur til móts við þá stöðu sem upp er kom­in. Þá er tryggð full end­ur­greiðsla á virðis­auka­skatti vegna vinnu við end­ur­bæt­ur, viðhald og ný­bygg­ing­ar. Stjórn­völd munu einnig ábyrgj­ast helm­ing brú­ar­lána, sem er ætlað að styðja fyr­ir­tæki í rekstr­ar­vanda og þannig styðja þau til að greiða laun og ann­an rekstr­ar­kostnað. Aðgerðirn­ar miða að því að efla einka­neyslu, fjár­fest­ing­ar og sam­neyslu. Vöru­viðskipti skipta mjög miklu máli þessa dag­ana og því vilja stjórn­völd auðvelda inn­flutn­ing með niður­fell­ingu tollaf­greiðslu­gjalda og frest­un aðflutn­ings­gjalda. Þá verður farið í sér­stakt tug millj­arða kr. fjár­fest­ingar­átak, þar sem hið op­in­bera og fé­lög þess setja auk­inn kraft í sam­göngu­bæt­ur, fast­eigna­fram­kvæmd­ir og upp­lýs­inga­tækni, auk þess sem fram­lög verða auk­in í vís­inda- og ný­sköp­un­ar­sjóði. Stefnt er að því að fjölga störf­um, efla ný­sköp­un og fjár­festa til framtíðar. Þar af verður veru­leg­um fjár­hæðum varið í að efla menn­ingu, íþrótt­astarf og rann­sókn­ir.

Með þess­um aðgerðum eru stjórn­völd að stíga mik­il­vægt skref til að veita viðspyrnu og mynda efna­hags­lega loft­brú. Á sín­um tíma sá loft­brú Berlín­ar­bú­um fyr­ir nauðsynja­vör­um á erfiðum tíma í sögu Evr­ópu. Sú loft­brú sýndi sam­stöðu og sam­vinnu fólks þegar á reyndi. Ljóst er að verk­efnið er stórt en grunnstoðir ís­lensks sam­fé­lags eru sterk­ar og því mun birta til.

Hag­fræðikenn­ing John M. Keynes, sem í fyrstu þótti bylt­ing­ar­kennd, er óum­deild í dag. Fræðilega geng­ur hún upp, en krefst aga af stjórn­völd­um og sam­fé­lög­um á hverj­um tíma. Ætlan ís­lenskra stjórn­valda er að sýna þann sveigj­an­leika sem nauðsyn­leg­ur er til að tryggja hag fólks­ins í land­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 28. mars 2020.