Categories
Greinar

Fjárfest í framtíðinni

Deila grein

22/05/2020

Fjárfest í framtíðinni

Til að stuðla að hag­vexti til framtíðar þarf að efla tækn­ina með vís­ind­um og ný­sköp­un. Mik­il­vægt er að skapa framúrsk­ar­andi aðstæður til rann­sókn­ar- og ný­sköp­un­ar­starfs til að fyr­ir­tæk­in í land­inu sjá hag sinn í að fjár­festa í þekk­ing­ar­sam­fé­lagi. Í gegn­um tíðina hef­ur rann­sókn­ar­vilj­inn og sann­leiksþráin knúið vís­ind­in áfram. Reynsla síðustu vikna hef­ur sýnt okk­ur að al­menn­ing­ur ber mikið traust til vís­ind­anna. Því er það vilji rík­is­stjórn­ar­inn­ar að efla enn frek­ar mennt­un, rann­sókn­ir og ný­sköp­un og styðja sam­keppn­is­hæfni þjóðar­inn­ar til framtíðar. Sú fjár­fest­ing hef­ur sjald­an verið mik­il­væg­ari. Til að gera sam­fé­lagið okk­ar enn sam­keppn­is­hæf­ara þarf að ein­blína á einkum þrennt.Við þurf­um að halda áfram að efla mennta­kerfið okk­ar, sem hef­ur unnið þrek­virki á síðustu mánuðum. Hlúð hef­ur verið að vel­ferð nem­enda og reynt að tryggja eins vel og unnt er að þeir geti náð sett­um mark­miðum. Ljóst er að mennta­kerfið okk­ar er sterkt. Við verðum að halda áfram í þeirri veg­ferð og tryggja að mennta­kerfið veiti ein­stak­ling­um tæki­færi. Við erum að leggja sér­staka áherslu á verk, iðn- og tækni­nám til að styrkja færn­ina á ís­lensk­um vinnu­markaði til framtíðar.

Styrkja þarf rann­sókn­ar­innviði og efla allt vís­indastarf til að tryggja enn frek­ar hágæða rann­sókn­ar­um­hverfi á Íslandi. Því hef­ur rík­is­stjórn­in aukið fjár­magn í sam­keppn­is­sjóði í rann­sókn­um. Með þess­um fjár­fest­ing­um höf­um við hækkað út­hlut­un­ar­hlut­fall Rann­sókn­ar­sjóðs um rúm 40% og því er út­hlut­un­ar­hlut­fallið 20%. Þetta nær til mannauðs, með aukn­um styrkj­um og at­vinnu­tæki­fær­um. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna styrk­ir verk­efni þar sem ung­ir vís­inda­menn hafa fengið fyrstu kynni sín af þátt­töku í vís­inda­starfi sem kveikt hef­ur áhuga til framtíðar. Ný­sköp­un­ar­sjóður náms­manna hef­ur vaxið úr 55 millj­ón­um í 455 millj­ón­ir í ár. Þetta er gert til að búa til ný tæki­færi og virkja þekk­ing­ar­sköp­un.

Fyr­ir­tæk­in í land­inu hafa eflt ný­sköp­un og verið hreyfiafl fram­fara. Þess vegna var brýnt að hækka end­ur­greiðslur til þeirra upp í allt að 35% og þakið hækkað í 1.100 millj­ón­ir króna. Fyr­ir­tækja­rann­sókn­ir eru verk­efnamiðaðri og fram­leiða oft sölu­hæf­ar upp­finn­ing­ar. Áhersla á þróun og ný­sköp­un skil­ar sér marg­falt til sam­fé­lags­ins. Starfs­um­hverfi fyr­ir­tækja þarf að vera hvetj­andi og þau þurfa að vera í stöðu til að fá öfl­uga ein­stak­linga til liðs við sig.

Ríkj­um sem hafa markað sér skýra stefnu um að fjár­festa í hug­viti, rann­sókn­um og ný­sköp­un vegn­ar vel. Við höf­um alla burði til að auka verðmæta­sköp­un sem grund­vall­ast á hug­viti. Með því tryggj­um við far­sæl­an grunn að sterk­ara sam­fé­lagi.

Lilja Dögg Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 21. maí 2020.