Categories
Greinar

Fordæmalausir tímar

Deila grein

16/03/2020

Fordæmalausir tímar

Í fyrsta sinn hef­ur sam­komu­bann verið boðað og tak­mark­an­ir sett­ar á skóla­hald, sam­kvæmt ákvörðun heil­brigðisráðherra. Til­efnið er öll­um ljóst; út­breiðsla kór­ónu­veirunn­ar COVID-19, sem sam­fé­lagið tekst nú á við í sam­ein­ingu.Heims­far­ald­ur­inn hef­ur þegar reynt um­tals­vert á sam­fé­lagið. Veir­an hef­ur veru­leg áhrif á allt dag­legt líf okk­ar. All­ir hafa þurft að breyta hegðun sinni og venj­um. Heil­brigðis­yf­ir­völd hafa staðið sig vel. Þau sýna ábyrgð og leggja nótt við dag við að rekja smit­leiðir, miðla upp­lýs­ing­um og halda veirunni í skefj­um. Sam­fé­lagið allt hef­ur lagst á ár­arn­ar með yf­ir­völd­um. Hundruð ein­stak­linga í sótt­kví hafa verndað heilsu annarra og lág­markað álag á heil­brigðis­kerfið með ein­angr­un sinni. Það er lofs­vert fram­lag.

Skól­ar á öll­um skóla­stig­um hafa starfað sam­kvæmt viðbragðsáætl­un frá því að neyðarstigi al­manna­varna var lýst yfir þann 6. mars síðastliðinn. Því hef­ur mik­il und­ir­bún­ings­vinna verið unn­in í skól­um til að mæta þess­ari ákvörðun og það er mjög traust­vekj­andi.

Und­an­farna daga hef ég einnig átt fjar­fundi með rek­tor­um og skóla­stjórn­end­um, öðrum fræðsluaðilum og full­trú­um sveit­ar­fé­lag­anna. Þess­ir lyk­ilaðilar í skóla­kerf­inu okk­ar hafa sýnt mikla yf­ir­veg­un við þess­ar óvenju­legu aðstæður og sýnt afar fag­leg viðbrögð. Ég vil hrósa og þakka þeim sér­stak­lega fyr­ir það.

Ákvörðunin um sam­komu­bann og tak­mörk­un á skóla­haldi var tek­in í sam­ráði við okk­ar fær­asta fólk á sviði sótt­varna. Mark­miðið er fyrst og fremst að verja með öll­um mögu­leg­um ráðum þá sem eru viðkvæm­ast­ir fyr­ir veirunni, en þó án þess að setja sam­fé­lagið að óþörfu á hliðina. Til þess að tak­ast á við þetta þarf að for­gangsraða hvað skipt­ir raun­veru­lega máli. Ég er full­viss um það að þessi ákvörðun hafi verið nauðsyn­leg í þess­ari bar­áttu. Við verðum að standa vörð um heil­brigðis­kerfið okk­ar og þá sem minna mega sín.

Nú eru uppi afar óvenju­leg­ir tím­ar. Nei­kvæð efna­hags­leg áhrif veirunn­ar eru ein­hver þau mestu sem alþjóðakerfið hef­ur séð í lang­an tíma. Þess vegna verður um­fang efna­hagsaðgerða rík­is­stjórn­ar­inn­ar að vera veru­legt. Það er því fagnaðarefni að ein slík aðgerð var samþykkt á Alþingi í gær og fleiri í vænd­um. Nýju lög­in þýða að fyr­ir­tæki lands­ins geta frestað greiðslu á hluta staðgreiðslu og trygg­inga­gjalds. Stjórn­völd þurfa engu að síður að halda aug­un­um á veg­in­um og halda áfram að veita viðspyrnu og inn­spýt­ingu til að halda bolt­an­um á lofti.

Nú reyn­ir á hið víðfræga ís­lenska hug­rekki og þrótt því nú verðum við öll að leggj­ast á eitt, standa sam­an og styðja hvert annað. Ver­um bjart­sýn og lausnamiðuð og í sam­ein­ingu mun­um við ná tök­um á ástand­inu.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 14. mars 2020.