Categories
Greinar

Fræðilega er allt ómögulegt þar til það hefur verið gert

Um­sókn­um í Rann­sókna­sjóð hef­ur fjölgað und­an­far­in ár og ár­ang­urs­hlut­fallið hafði lækkað stöðugt þar til nú. Með stækk­un sjóðsins hef­ur þró­un­inni verið snúið við, því þrátt fyr­ir 402 um­sókn­ir var ár­ang­urs­hlut­fallið nú rúm 20% og hef­ur ekki verið hærra síðan 2017. Þessi mikla eft­ir­spurn er til marks um öfl­ugt vís­indastarf á Íslandi, metnað vís­inda­fólks og vís­bend­ing um framtíðarávinn­ing fyr­ir okk­ur öll.

Deila grein

22/03/2021

Fræðilega er allt ómögulegt þar til það hefur verið gert

Íslenska þjóðin hef­ur um nokk­urt skeið verið þátt­tak­andi í stóru og fjöl­breyttu grunn­nám­skeiði í vís­ind­um. Þar er m.a. fjallað um hvernig vís­inda­menn nýta vís­inda­leg­ar niður­stöður og aukna þekk­ingu til að byggja und­ir stöðumat og mögu­lega þróun. Þeir hika ekki við að skipta um skoðun eða breyta mati sínu ef vís­inda­leg­ar mæl­ing­ar gefa til­efni til, eða til að mæta ófyr­ir­sjá­an­legri þróun.

Loðna, jarðhrær­ing­ar og far­sótt

Vís­indi og rann­sókn­ir tengj­ast með bein­um hætti mörg­um af stóru spurn­ing­un­um sem Íslend­ing­ar leita svara við. Stofn­stærðarmæl­ing­um á fiski­stofn­um og afla­heim­ild­um, jarðskjálfta­virkni á Reykja­nesi og lík­um á eld­gosi. Aðgerðum sótt­varna­lækn­is vegna Covid-19, vökt­un og viðbrögðum við snjóflóðum og skriðuföll­um, hag­nýt­ingu upp­lýs­inga­tækni og fjar­skipta til að halda sam­fé­lag­inu gang­andi í miðjum heims­far­aldri o.s.frv.

Öllum ætti því að vera ljóst að rann­sókn­ir og hag­nýt­ing vís­inda­starfs er mik­il­væg for­senda fyr­ir þróun sam­fé­lags­ins og er þá eng­inn hluti þess und­an­skil­inn. Kennslu­dæm­in í nám­skeiðinu sem við sitj­um nú hafa einnig leitt hug­ann að því frá­bæra og öfl­uga vís­inda­fólki og stofn­un­um sem við eig­um.

Í áætl­un vís­inda- og tækni­ráðs eru m.a. til­greind­ar aðgerðir sem eru á ábyrgð mennta- og menn­ing­ar­málaráðuneyt­is. „Mik­il­vægt er að vís­indastarf nýt­ist ís­lensku sam­fé­lagi í stefnu­mót­un og lýðræðis­leg­um ákvörðunum. Ekki verður unnt að ná tök­um á sam­fé­lags­leg­um áskor­un­um, svo sem lýðheilsu­vanda­mál­um og lofts­lags­vá, nema stefnu­mót­andi aðilar og al­menn­ing­ur hafi greiðan aðgang að áreiðan­legri þekk­ingu.“ Með þessu er ætl­un­in að skapa um­gjörð sem trygg­ir sýni­leika vís­inda, stuðlar að auk­inni þekk­ingu á aðferðum vís­inda, eyk­ur skiln­ing, traust og virðingu fyr­ir niður­stöðum vís­inda og sér­fræðiþekk­ing­ar, trygg­ir aðgang að gagn­reynd­um upp­lýs­ing­um og vinn­ur mark­visst gegn áhrif­um fals­frétta og rangra upp­lýs­inga í sam­fé­lag­inu.

Stærsta út­hlut­un Rann­sókna­sjóðs frá upp­hafi

Rann­sókna­sjóður gegn­ir lyk­il­hlut­verki við fjár­mögn­un vís­inda­verk­efna hér á landi. Hann styður verk­efni á öll­um sviðum vís­inda og veit­ir fjór­ar teg­und­ir styrkja til doktorsnema, nýdok­tora, rann­sókn­ar­verk­efna og önd­veg­is­styrki til stórra verk­efna sem skara fram úr á sínu sviði og hafa alþjóðlega teng­ingu.

Úthlut­un styrkja úr sjóðnum hef­ur aldrei verið hærri en nú og fleiri ný verk­efni njóta stuðnings en áður – alls 82 tals­ins. Sjóður­inn hef­ur frá ár­inu 2004 verið leiðandi sam­keppn­is­sjóður hér á landi, en hlut­verk hans er að styrkja vís­inda­rann­sókn­ir og rann­sókn­artengt fram­halds­nám á Íslandi. Síðustu ár hafa fram­lög til sjóðsins verið um 2,5 millj­arðar kr. en á síðasta ári bætt­ist við 776 millj­óna Covid-fram­lag. Á þessu ári voru fjár­veit­ing­ar hins veg­ar hækkaðar í 3,7 millj­arða, í sam­ræmi við stefnu vís­inda- og tækni­ráðs frá síðasta ári.

Um 2 millj­arðar kr. renna til eldri verk­efna en styrk­veit­ing­ar til nýrra verk­efna nema á 1,3 millj­örðum kr. á ár­inu. Rann­sókna­sjóður styrk­ir einnig þátt­töku ís­lenskra aðila í mörg­um alþjóðlega sam­fjár­mögnuðum verk­efn­um.

Bú­ast má við að heild­ar­fram­lag vegna nýju verk­efn­anna verði um 4 millj­arðar áður en yfir lýk­ur, enda ná verk­efn­in yf­ir­leitt yfir þriggja ára tíma­bil. Á grund­velli þess­ara rann­sókna, og annarra sem sjóður­inn hef­ur stutt, skap­ast þekk­ing sem hjálp­ar okk­ur að þróa sam­fé­lagið okk­ar og bæta lífs­gæðin.

Skýrt merki um öfl­ugt vís­indastarf

Um­sókn­um í Rann­sókna­sjóð hef­ur fjölgað und­an­far­in ár og ár­ang­urs­hlut­fallið hafði lækkað stöðugt þar til nú. Með stækk­un sjóðsins hef­ur þró­un­inni verið snúið við, því þrátt fyr­ir 402 um­sókn­ir var ár­ang­urs­hlut­fallið nú rúm 20% og hef­ur ekki verið hærra síðan 2017. Þessi mikla eft­ir­spurn er til marks um öfl­ugt vís­indastarf á Íslandi, metnað vís­inda­fólks og vís­bend­ing um framtíðarávinn­ing fyr­ir okk­ur öll.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknar og mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 20. mars 2021.