Categories
Greinar

Framsókn í flugi

Deila grein

05/08/2021

Framsókn í flugi

Mik­il áhersla hef­ur verið lögð á að styðja við upp­bygg­ingu inn­an­lands­flug­valla ásamt því að jafna aðstöðumun íbúa að grunnþjón­ustu lands­manna. Árið 2020 lagði Sig­urður Ingi Jó­hanns­son nýja flug­stefnu fyr­ir Íslands fram til samþykk­is á Alþingi. Mark­mið stefn­unn­ar er m.a. að efla inn­an­lands­flug, sem telst nú hluti af al­menn­ings­sam­göngu­kerf­inu á Íslandi. Með flug­stefn­unni á að tryggja ör­uggt og skil­virkt kerfi um allt land ásamt að því tryggja að ferðafólk dreif­ist jafnt um allt land. Fram­sókn hef­ur lengi talað fyr­ir því að efla fluggátt­ir inn í landið, enda mun það styðja við ferðaþjón­ustu um allt land.

Loft­brú

Einn mik­il­væg­asti hluti stefn­unn­ar er Loft­brú, en slíkt verk­efni hef­ur verið Fram­sókn­ar­mönn­um hug­leikið í langa tíð. Það fékk pláss í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar Fram­sókn­ar, VG og Sjálf­stæðis­flokks og varð að veru­leika með und­ir­skrift Sig­urðar Inga. Til að tryggja blóm­lega byggð í öll­um lands­hlut­um verður jafnt aðgengi að þjón­ustu að vera tryggt. Þegar Loft­brú­in hóf sig til flugs síðasta haust var stigið stórt skref til þess að jafna aðstöðumun þeirra sem búa fjarri höfuðborg­inni. Hér er um að ræða mik­il­vægt skref til þess að bæta aðgengi íbúa lands­byggðar­inn­ar að miðlægri þjón­ustu ásamt því að gera inn­an­lands­flug að hag­kvæm­ari sam­göngu­kosti. Loft­brú veit­ir 40% af­slátt af heild­arfar­gjöld­um fyr­ir all­ar áætl­un­ar­leiðir inn­an­lands til og frá höfuðborg­ar­svæðinu þris­var á ári. Um er að ræða mik­il­væga byggðaaðgerð sem skap­ar tæki­færi fyr­ir ein­stak­linga og sam­fé­lög. Einnig get­um við skapað auk­in tæki­færi með frek­ari efl­ingu á Loft­brú, enda er inn­an­lands­flug hluti af al­menn­ings­sam­göng­um lands­ins.

Ferðaþjón­ust­an tek­ur á loft

Ný sókn hófst í byrj­un sum­ars í ferðaþjón­ustu á Norður- og Aust­ur­landi þegar tek­in var fyrsta skóflu­stung­an að 1.100 fer­metra viðbygg­ingu við flug­stöðina á Ak­ur­eyr­arflug­velli sem og aðgerðir á flug­stöðinni á Eg­ils­stöðum Með efl­ingu flug­stöðvanna opn­ast fleiri tæki­færi fyr­ir ferðaþjón­ustu á svæðinu ásamt mögu­leik­um á fjölg­un starfa og sköp­un tæki­færa. Auk þessa er bein­lín­is um ör­ygg­is­mál að ræða sem huga þarf vel að. Með stærri og betri flug­stöð má taka á móti stærri vél­um og byggja und­ir það sem fyr­ir er. Með auk­inni flug­um­ferð á síðustu árum er mik­il­vægt að flug­vell­irn­ir á Ak­ur­eyri og Eg­ils­stöðum geti þjónað sem alþjóðaflug­vell­ir meðal ann­ars til að opna fleiri gátt­ir inn í landið og taka virk­an þátt þegar sókn­in hefst og allt fer aft­ur á flug. Stig­in hafa verið stór skref í flug­mál­um und­ir stjórn Sig­urðar Inga á kjör­tíma­bil­inu. Um er að ræða arðbær verk­efni sem hafa mikla þýðingu fyr­ir sam­fé­lög um allt land. Við erum kom­in á flug – höld­um stefn­unni.

Áfram veg­inn.

Ingi­björg Isak­sen, odd­viti Fram­sókn­ar í Norðaust­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 6. ágúst 2021.