Categories
Greinar

Íslensk kvikmyndagerð

Deila grein

29/07/2021

Íslensk kvikmyndagerð

Í sum­ar­frí­inu get­ur verið freist­andi að slaka á í sóf­an­um með hlýtt ull­arteppi og þá er gott að geta valið sér ís­lenskt efni til áhorfs. Til dæm­is hafa nýir og spenn­andi þætt­ir um Kötlu átt hug minn all­an þessa dag­ana. Slíkt efni verður þó ekki til af sjálfu sér.

Hlúa þarf að kvik­mynda­gerð líkt og mörgu öðru. Ef grein­inni er veitt at­hygli og pláss hef­ur hún mögu­leika að vaxa og dafna okk­ur öll­um til heilla. Mik­il­vægt er að sveigj­an­legt og kraft­mikið stuðnings­kerfi sé til staðar sem ýtir und­ir já­kvæða þróun í kvik­mynda­gerð. Síðastliðið haust markaði tíma­mót í sögu kvik­mynda­gerðar á Íslandi þegar Lilja Al­freðsdótt­ir, mennta- og menn­ing­ar­málaráðherra, lagði fram fyrstu heild­stæðu stefnu ís­lenskra stjórn­valda á sviði kvik­mynda. Mark­miðið með stefn­unni er að skapa auðuga kvik­mynda­menn­ingu sem styrk­ir sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar, efl­ir ís­lenska tungu, býður upp á fjöl­breytt­ari og metnaðarfyllri kvik­mynda­mennt­un, styrk­ir sam­keppn­is­stöðu grein­ar­inn­ar og stuðlar að því að Ísland verði þekkt alþjóðlegt vörumerki á sviði kvik­mynda­gerðar. Með kvik­mynda­stefnu hafa ís­lensk stjórn­völd viður­kennt vax­andi hlut­verk menn­ing­ar, lista og skap­andi greina á Íslandi.

Fram­sókn hef­ur lengi talað fyr­ir mik­il­vægi þess að styðja eigi við kvik­mynda­gerð í land­inu ásamt því að hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni. Kvik­mynda­gerð hef­ur fyr­ir löngu sannað gildi sitt sem list­grein og at­vinnu­grein. Kraft­mik­il kvik­mynda­menn­ing efl­ir sjálfs­mynd þjóðar­inn­ar. Kvik­mynd­ir og sjón­varpsþætt­ir eru list­grein sem spegl­ar sam­tím­ann og ger­ir sögu og menn­ing­ar­arfi skil. Ýmiss kon­ar efni er fram­leitt sem bæði er afþrey­ing fyr­ir nú­tím­ann ásamt því að segja mik­il­væga sögu til framtíðar. Mik­il­vægi kvik­mynda­gerðar fyr­ir ís­lenska tungu er ómet­an­legt, en kvik­mynda­gerð skip­ar stór­an sess í því að efla og varðveita ís­lenska tungu.

Ferðavenju­könn­un hef­ur sýnt að tæp­lega 40% þeirra ferðamanna sem hingað koma tóku ákvörðun um að ferðast til Íslands eft­ir að hafa séð landið í sjón­varpi eða á hvíta tjald­inu. Heild­ar­velta ferðaþjón­ust­unn­ar af slík­um ferðamönn­um hleyp­ur á mörg­um millj­örðum. Íslensk kvik­mynda­gerð skap­ar á fjórða þúsund beinna og af­leiddra starfa og laðar að er­lenda fjár­fest­ingu. Í því fel­ast gríðarleg verðmæti fyr­ir rík­is­sjóð. Við í Fram­sókn höf­um talað fyr­ir mik­il­vægi þess að skapa fjöl­breytt at­vinnu­tæki­færi. Kvik­mynda­gerð er skap­andi at­vinnu­grein sem fell­ur vel að þeim hug­mynd­um, en mik­il­vægt er að hún fái viðeig­andi stuðning. Fjórða iðnbylt­ing­in kall­ar eft­ir hug­viti, há­tækni, sköp­un og sjálf­bær­um lausn­um og kvik­mynda­gerð er allt þetta.

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dótt­ir, varaþingmaður Fram­sókn­ar og sit­ur í 2. sæti á lista flokks­ins í Norðvest­ur­kjör­dæmi.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 26. júlí 2021.