Categories
Greinar

Galdur orðaforðans

Deila grein

29/08/2018

Galdur orðaforðans

Við leggj­um mikla áherslu á að auka og bæta læsi, sér­stak­lega hjá börn­um og ung­menn­um. Lestr­ar­færni er lyk­ill að lífs­gæðum og raun­ar grund­völl­ur að flestu öðru námi. Við vit­um líka að lest­ur er ein flókn­asta hug­ræna aðgerðin sem börn þurfa að ná tök­um á í skól­an­um. Þekk­ing á grunnþátt­um læsis og hvaða viðfangs­efni eru best til þess að efla lestr­ar­færni hef­ur auk­ist mjög og hafa rann­sókn­ir á því sviði leitt til fram­fara í lestr­ar­kennslu, ekki síst fyr­ir börn sem glíma við lestr­ar­erfiðleika.

Á dög­un­um var hald­in fróðleg ráðstefna á veg­um Rann­sókn­ar­stofu um þroska, mál og læsi sem skipu­lögð var til heiðurs dr. Hrafn­hildi Ragn­ars­dótt­ur sem er einn merk­asti fræðimaður okk­ar og kenn­ari á sviði þroska- og mál­vís­inda. Ann­ar aðal­fyr­ir­les­ara ráðstefn­unn­ar var Vi­beke Gröver, pró­fess­or og fyrr­um for­seti Menntavís­inda­sviðs Osló­ar-há­skóla en hún kynnti meðal ann­ars merki­lega rann­sókn sína á tengsl­um orðaforða og lesskiln­ings. Að sögn Gröver er hægt að sjá mark­tæk­ar fram­far­ir í orðaforða, frá­sagn­ar­hæfni og skiln­ingi á sjón­ar­horn­um annarra með ákveðnum aðferðum og inn­gripi. Allt eru þetta al­ger­ir und­ir­stöðuþætt­ir lesskiln­ings. Þess­ar niður­stöður eiga er­indi við alla for­eldra barna sem vinna að því að auka lestr­ar­færni sína. For­eldr­ar eru fyr­ir­mynd­ir barna sinna, ekki síst þegar kem­ur að tungu­mál­inu og hvernig við not­um það. Góður orðaforði gagn­ast vel í námi og hann er auðvelt að auka. Það er göm­ul saga og ný að orð eru til alls fyrst.

Hinn aðal­fyr­ir­les­ar­inn á ráðstefn­unni var dr. Cat­her­ine Snow, pró­fess­or við Har­vard há­skóla. Hún er meðal virt­ustu fræðimanna heims á sviði málþroska og læsis og hef­ur stýrt tíma­mót­a­rann­sókn­um á læsi og lesskiln­ingi barna og ung­menna sem orðið hafa leiðarljós í stefnu­mót­un á öll­um skóla­stig­um í Banda­ríkj­un­um. Í sínu er­indi ræddi hún mik­il­vægi sam­ræðunn­ar fyr­ir þróun lesskiln­ings og orðaforða og nefndi að ein ár­ang­urs­rík­asta leiðin til þess að auka þá færni væri að virkja nem­end­ur í umræðum um al­vöru mál­efni í skóla­stof­unni.

Mennt­a­rann­sókn­ir á borð við þær sem kynnt­ar voru á fyrr­greindri ráðstefnu eru sam­fé­lag­inu afar mik­il­væg­ar. Í sínu stóra sam­hengi styðja þær við stefnu­mót­un og áhersl­ur við mót­un mennta­kerfa og þar með sam­fé­laga. Við stönd­um frammi fyr­ir mörg­um áskor­un­um um þess­ar mund­ir og ég tel mik­il­vægt að ís­lenskt mennta­kerfi sé hreyfiafl breyt­inga og fram­fara til framtíðar. For­senda þess að verða virk­ur þátt­tak­andi í lýðræðisþjóðfé­lagi er góð lestr­ar­færni; að geta lesið, skrifað og gert grein fyr­ir skoðunum sín­um með hjálp ólíkra miðla. Það er sam­fé­lags­legt verk­efni að bæta læsi og lestr­ar­færni á Íslandi, þar höf­um við allt að vinna.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 29. ágúst 2018.