Categories
Greinar

Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd

Það er ljóst að ekki gilda sömu við­mið um fast­eign­ar­markað á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á köldum svæð­um. Sveigj­an­leiki í kerf­inu verður að vera til staðar til að koma til móts við sér­stakar aðstæður þar. Lyk­ill­inn að góðri nið­ur­stöðu í hús­næð­is­málum er sam­vinna milli Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga, bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Með góðu sam­tali næst við­un­andi jafn­vægi milli eft­ir­spurnar og fram­boðs á hús­næð­is­mark­aði og á sama tíma eykur það mögu­leika tekju­lágra að eign­ast eigið hús­næði.

Deila grein

03/09/2020

Hlutdeildarlán að skoskri fyrirmynd

Frum­varp félags- og barna­mála­ráð­herra um hlut­deild­ar­lán hefur legið til sam­þykktar þessa dag­ana á Alþingi í þing­stubbi. Um er að ræða nýjan lána­flokk til kaupa á hús­næði. Hlut­deild­ar­lánin eru teg­und lána sem veitt eru með þeim skil­málum að lánað er til til­tek­ins hlut­falls af verði íbúð­ar­hús­næðis við fast­eigna­kaup.

Þetta frum­varp er í sam­ræmi við stjórn­ar­sátt­mála rík­is­stjórn­ar­innar og lífs­kjara­samn­inga á almennum vinnu­mark­aði frá liðnu ári. Hlut­deild­ar­lán­unum er ætlað að bæta stöðu ungra sem og tekju­lágra ein­stak­linga á hús­næð­is­mark­aði að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Þannig getur þessi mark­hópur brúað kröfur um eigið fé til íbúð­ar­kaupa. 

Einnig ættu þau að nýt­ast þeim sem hafa misst hús­næðið sitt og hafa ekki verið í eigin hús­næði í a.m.k. fimm ár. Hlut­deild­ar­lánin skapa einnig auk­inn hvata fyrir bygg­ing­ar­að­ila til að byggja hag­kvæmt íbúð­ar­hús­næði sem hentar tekju­lægri hópum sam­fé­lags­ins.

Hafa gefið góða raun

Hug­myndin að hlut­deild­ar­lánum er fengin frá Skotlandi, en þar hafa þau gefið góða raun og leitt til auk­ins fram­boðs af hag­kvæmu hús­næði. Reynsla Skota sýnir einnig að upp­bygg­ing hefur auk­ist í dreif­býl­inu, sem væri jákvæð þróun í rétta átt hér á landi. Það er tölu­vert dýr­ara að festa kaup í nýbygg­ingum úti á landi í stað eldra hús­næðis á sama svæði, enda ríkir mark­aðs­brestur á fast­eigna­mark­aði úti á landi.

Með því að beina hlut­deild­ar­lánum að hag­kvæmum nýbygg­ing­um, skap­ast auk­inn hvati til þess að byggja í hinum dreifðu byggð­um.

Sveigj­an­leik­inn í fyr­ir­rúmi

Gagn­rýni á úrræðið hefur ekki síst snúið að því að fjár­mála­stofn­anir hafa verið tregar til að lána fyrir íbúð­ar­kaupum á köldum svæð­um. Önnur úrræði sem félags- og barna­mála­ráð­herra hefur ráð­ist í á lands­byggð­inni svara þeirri gagn­rýni mál­efna­lega. Sér­stakur lána­flokkur hjá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un, bæði til íbúð­ar­kaupa og fram­kvæmda, hefur nú þegar nýst í Blöndu­ós­bæ, Dala­byggð, Akur­eyr­ar­bæ, Norð­ur­þingi, Súð­ar­vík­ur­hreppi, Borg­ar­byggð, Árborg og Ísa­fjarð­ar­bæ. Fjöldi ann­arra slíkra verk­efna eru í píp­un­um.

Und­ir­rituð hefur verið fram­sögu­maður máls­ins í vel­ferð­ar­nefnd Alþing­is, og hefur málið tekið jákvæðum breyt­ingum í umfjöllun nefnd­ar­inn­ar. Má þar m.a. nefna veit­ingu hlut­deild­ar­lána til kaupa á hag­kvæmum íbúðum í eldra hús­næði á lands­byggð­inni ásamt hús­næðis sem hefur verið breytt í íbúðir sem áður hýsti atvinnu­starf­semi og hlotið hefur gagn­gerar end­ur­bæt­ur, enda sé ástand þeirra þannig að jafna megi til nýrrar íbúð­ar. Auk þess hefur verið fallið frá því að leggja vexti á hlut­deild­ar­lánin á láns­tím­anum en hlut­deildin héldi sér á fast­eigna­verði hús­næð­is­ins.

Það er ljóst að ekki gilda sömu við­mið um fast­eign­ar­markað á stór-höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á köldum svæð­um. Sveigj­an­leiki í kerf­inu verður að vera til staðar til að koma til móts við sér­stakar aðstæður þar. Lyk­ill­inn að góðri nið­ur­stöðu í hús­næð­is­málum er sam­vinna milli Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar, sveit­ar­fé­laga, bygg­ing­ar­fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Með góðu sam­tali næst við­un­andi jafn­vægi milli eft­ir­spurnar og fram­boðs á hús­næð­is­mark­aði og á sama tíma eykur það mögu­leika tekju­lágra að eign­ast eigið hús­næði.

Halla Signý Kristjánsdóttir, alþingis­maður Fram­sókn­ar­ í Norðvesturkjördæmi.

Greinin birtist fyrst á kjarninn.is 3. september 2020.