Categories
Greinar

Ísland í fremstu röð

Deila grein

16/12/2019

Ísland í fremstu röð

Þær breyt­ing­ar sem nú eiga sér stað vegna bylt­inga á sviðum upp­lýs­inga, sam­skipta og tækni skapa ótal tæki­færi fyr­ir sam­fé­lög. Vel­sæld hef­ur auk­ist um heim all­an en á sama tíma stönd­um við frammi fyr­ir fjöl­breytt­um áskor­un­um, ekki síst í um­hverf­is­mál­um. Brýnt er að við horf­um til lausna og aðgerða sem stuðla að jöfn­um tæki­fær­um til þátt­töku í sam­fé­lag­inu og þar er mennt­un lyk­ilþátt­ur. Framtíðar­vel­sæld sam­fé­lags­ins mun hvíla á fjár­fest­ingu og for­gangs­röðun okk­ar í þágu mennt­un­ar í dag. Í þess­ari grein verður farið yfir ýmsa þætti sem styrkja og efla mennta­kerfið okk­ar; hug­ar­far, orðaforða, læsi, starfsþróun og fjölg­un ís­lensku­tíma ásamt um­fjöll­un um ár­ang­urs­rík­ar aðgerðir.

Hug­ar­far mennt­un­ar

Alþjóðleg­ar mennt­a­rann­sókn­ir sýna að þær þjóðir sem skara fram úr í mennta­mál­um eiga margt sam­eig­in­legt. Það sem ein­kenn­ir þær meðal ann­ars er að þar er skýr for­gangs­röðun í þágu mennt­un­ar, ekki aðeins þegar kem­ur að fjár­magni held­ur er virðing bor­in fyr­ir námi og skóla­starfi. Störf kenn­ara eru mik­ils met­in og þau álit­in meðal mik­il­væg­ustu starfa og þar er lögð rík áhersla á aðgengi að mennt­un og að all­ir geti lært og all­ir skipti máli. Þessi atriði mynda grunn­inn að öfl­ugu mennta­kerfi. Íslenska mennta­kerfið hef­ur vissu­lega sína styrk­leika en við þurf­um að gera enn bet­ur og til þess þurf­um við að ganga í takt. Ein­fald­ar skyndi­lausn­ir duga ekki, við þurf­um að horfa til rann­sókna og setja okk­ur skýr lang­tíma­mark­mið. Við höf­um þegar ráðist í aðgerðir sem taka mið af fyrr­greind­um grund­vall­ar­atriðum og séð góðan ár­ang­ur af þeim.

Mik­il­vægi orðaforðans

Mennt­a­rann­sókn­ir sýna að ár­ang­ur í námi ræðst að miklu leyti af hæfni nem­enda í rök­hugs­un og hæfi­leik­um þeirra til að nýta bak­grunnsþekk­ingu sína til að skilja, ígrunda og túlka texta. Nem­end­ur þurfa að þekkja 98% orða í textum náms­gagna til þess að geta skilið og til­einkað sér inni­hald þeirra án aðstoðar. Fari þetta hlut­fall niður í 95% þurfa flest­ir nem­end­ur aðstoð til þess að skilja inni­haldið, til dæm­is með notk­un orðabóka eða hjálp frá kenn­ara eða sam­nem­end­um. Rann­sókn­ir benda ótví­rætt til þess að orðaforði og orðskiln­ing­ur ís­lenskra barna hafi minnkað veru­lega á und­an­förn­um árum og við því verðum við að bregðast. Þessu þurf­um við að breyta með því að bæta orðaforða, með þjálf­un í lestri, rit­un og með sam­töl­um.

Læsi í for­gang

Til að bæta orðaforða sinn og hug­taka­skiln­ing þurfa nem­end­ur að æfa sig í fjöl­breytt­um lestri. Sam­kvæmt breskri lestr­ar­rann­sókn skipt­ir ynd­is­lest­ur sköp­um þegar kem­ur að orðaforða barna, en orðaforði er grund­vall­arþátt­ur lesskiln­ings og þar með alls ann­ars náms. Rann­sókn­in leiddi í ljós að ef barn les í 15 mín­út­ur á dag alla grunn­skóla­göngu sína kemst það í tæri við 1,5 millj­ón­ir orða. Ef barnið les hins veg­ar í um 30 mín­út­ur á dag kemst það í tæri við 13,7 millj­ón­ir orða. Sá veldi­vöxt­ur gef­ur skýr­ar vís­bend­ing­ar um hversu mik­il­væg­ur ynd­is­lest­ur er fyr­ir ár­ang­ur nem­enda. En við les­um ekki lestr­ar­ins vegna held­ur af áhuga og því er brýnt að til sé fjöl­breytt les- og náms­efni sem höfðar til allra barna. Ég fagna auk­inni út­gáfu ís­lenskra barna- og ung­menna­bóka á þessu ári en töl­fræðin bend­ir til þess að titl­um hafi þar fjölgað um 47% frá í fyrra sem bend­ir þá til þess að yngri les­end­ur hafi meira val um spenn­andi les­efni. Ynd­is­lest­ur­inn skipt­ir máli en við þurf­um líka að auka orðaforðann til að nem­end­ur nái tök­um á fjöl­breytt­um og flókn­um setn­ing­um. Þessi orðaforði kem­ur meðal ann­ars úr frétt­um líðandi stund­ar, fræðslu­efni og söng­textum.

Starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda

Öflug um­gjörð um starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda er einn af lyk­ilþátt­um í að styrkja mennta­kerfið. Ný­lega skilaði sam­starfs­ráð um starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda skýrslu með til­lög­um um framtíðar­sýn í þeim efn­um. Starfsþróun fel­ur í sér form­legt nám og end­ur­mennt­un kenn­ara, nám­skeið, rann­sókn­ir á eig­in starfi, þátt­töku í þró­un­ar­verk­efn­um, ráðgjöf, ráðstefn­ur og heim­sókn­ir í aðra skóla. Stefnumiðuð starfsþróun stuðlar að auk­inni starfs­ánægju kenn­ara og hef­ur já­kvæð áhrif á ár­ang­ur þeirra í starfi. Mik­ill ár­ang­ur hef­ur nást í Svíþjóð til að bæta færni nem­enda í lesskiln­ingi, stærðfræði og nátt­úru­vís­ind­um með sér­sniðnum nám­skeiðum sem auka þekk­ingu í viðkom­andi fagi. Við horf­um til þess að stór­efla starfsþróun kenn­ara og skóla­stjórn­enda hér á landi með mark­viss­um hætti í sam­starfi meðal ann­ars við Kenn­ara­sam­band Íslands, kenn­ara­mennt­un­ar­stofn­an­ir, skóla­stjórn­end­ur og Sam­band ís­lenskra sveit­ar­fé­laga.

Fjölg­um ís­lensku­tím­um

Alþingi ályktaði í vor um mik­il­vægi ís­lenskr­ar tungu og nauðsyn þess að tryggja að tungu­málið verði áfram notað á öll­um sviðum ís­lensks sam­fé­lags. Meg­in­mark­mið þings­álykt­un­ar­inn­ar eru þau að ís­lenska verði notuð á öll­um sviðum sam­fé­lags­ins, að ís­lensku­kennsla verði efld á öll­um skóla­stig­um ásamt mennt­un og starfsþróun kenn­ara og að framtíð ís­lenskr­ar tungu í sta­f­ræn­um heimi verði tryggð. Í álykt­un­inni eru til­tekn­ar 22 aðgerðir til að ná þess­um mark­miðum. Tíu aðgerðir tengj­ast mennta­kerf­inu með bein­um hætti, t.d. að efla skóla­bóka­söfn, bæta læsi og stuðla að já­kvæðri umræðu og fræðsla í sam­fé­lag­inu um fjöl­breyti­leika ís­lensk­unn­ar sem er sér­stak­lega mik­il­væg fyr­ir nýja mál­not­end­ur. Íslensk­an er skóla­málið okk­ar en í Svíþjóð eru 35% fleiri kennslu­stund­ir í móður­máli á miðstigi í grunn­skól­um en hér á landi. Það hef­ur staðið lengi til að fjölga ís­lensku­tím­um í viðmiðun­ar­stunda­skrá grunn­skól­anna og nú er tím­inn kjör­inn til þess. Að auki verður lögð stór­auk­in áhersla á orðaforða í öll­um náms­grein­um til að bæta lesskiln­ing.

Mik­il­væg­asta starfið

Á síðasta ári hef­ur verið ráðist í fjöl­marg­ar aðgerðir til að byggja upp betri grunn fyr­ir mennta­kerfið okk­ar. Samþykkt voru ný lög um mennt­un, hæfni og ráðningu kenn­ara og skóla­stjórn­enda sem auka rétt­indi kenn­ara þvert á skóla­stig. Í þess­um lög­um er einnig kveðið á um kenn­ar­aráð sem ég bind mikl­ar von­ir við. Þá höf­um við farið í ár­ang­urs­rík­ar aðgerðir sem miða að því að fjölga kenn­ur­um, þær hafa meðal ann­ars skilað því að 43% aukn­ing varð í um­sókn­um um nám í grunn­skóla­kenn­ara­fræði í Há­skóla Íslands síðasta vor. Þess­um aðgerðum mun­um við halda áfram. Ný­lega bár­ust þær fregn­ir frá menntavís­inda­sviði HÍ að metþátt­taka sé í nám fyr­ir starf­andi kenn­ara í starfstengdri leiðsögn og kennsluráðgjöf.

Sam­vinna og sam­starf

Við þurf­um sam­taka­mátt skóla­sam­fé­lags­ins, sveit­ar­fé­lag­anna og heim­il­anna og skýra sýn til þess að efla mennta­kerfið okk­ar. All­ir geta lært og all­ir skipta máli eru leiðarljós nýrr­ar mennta­stefnu en drög henn­ar verða kynnt á næstu miss­er­um. Með sam­hæfðum og mark­viss­um aðgerðum get­um við bætt ár­ang­ur allra nem­enda og í því til­liti mun­um við bæði reiða okk­ur á mennt­a­rann­sókn­ir og horfa til þeirra leiða sem skilað hafa best­um ár­angri í ná­granna­lönd­um okk­ar. Ljóst er að við þurf­um einnig að fara í sér­tæk­ar aðgerðir til þess að bæta stöðu drengja í skóla­kerf­inu, nem­enda í dreifðari byggðum og nem­enda með annað móður­mál en ís­lensku. Við þurf­um að halda áfram að for­gangsraða í þágu mennt­un­ar til þess að tryggja að Ísland sé í fremstu röð; um­bæt­ur taka tíma – ekki síst í mennta­mál­um en þar höf­um við allt að vinna því framtíðin er mótuð á hverj­um ein­asta degi í ís­lensk­um skóla­stof­um. Í næstu grein, Ísland í fremstu röð II, verður greint frá stofn­un fagráða, auk­inni áherslu á nátt­úru­vís­indi, efl­ingu mennt­a­rann­sókna og nán­ar fjallað um hvernig við efl­um tungu­málið okk­ar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 16. desember 2019.