Categories
Greinar

Sterkir fjölmiðlar skipta sköpum

Deila grein

17/12/2019

Sterkir fjölmiðlar skipta sköpum

Mikl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á rekstr­ar­um­hverfi fjöl­miðla með til­komu sam­fé­lags­miðla og nýrra miðlun­ar­leiða. Flest­ir fjöl­miðlar byggja af­komu sína á aug­lýs­ing­um og áskrift­um og þegar báðir tekju­straum­arn­ir minnka veru­lega verður staðan erfið. Tekju­sam­drátt­ur­inn er rak­inn ann­ars veg­ar til þess að sí­fellt stærri hluti aug­lýs­inga er birt­ur á vefj­um er­lendra stór­fyr­ir­tækja og hins veg­ar auk­ins fram­boðs á ókeyp­is fjöl­miðlaefni.

Stjórn­völd víða um heim hafa brugðist við þess­ari þróun með því að veita fjöl­miðlum styrki eða bætt rekstr­ar­um­hverfi þeirra með öðrum hætti. Sömu­leiðis hafa Norður­landaþjóðir verið í far­ar­broddi í stuðningi við fjöl­miðlun um ára­tuga skeið. Í upp­hafi miðaðist hann einkum að dag­blöðum en hef­ur á síðustu árum einnig tekið til annarra teg­unda fjöl­miðlun­ar, svo sem net­miðla og hljóð- og mynd­miðla.

Í stjórn­arsátt­mála rík­is­stjórn­ar­inn­ar kem­ur fram fyr­ir­heit um að bæta rekstr­ar­um­hverfi einka­rek­inna fjöl­miðla. Því hef­ur verið smíðað frum­varp þess efn­is sem er í þing­legri meðferð. Mark­mið frum­varps­ins er að efla stöðu ís­lenskra fjöl­miðla með því að styðja við og efla út­gáfu á frétt­um, frétta­tengdu efni og um­fjöll­un um sam­fé­lags­leg mál­efni. Til að ná því mark­miði er gert ráð fyr­ir að heim­ilt sé að veita einka­rekn­um fjöl­miðlum fjár­hags­leg­an stuðning sem felst í því að end­ur­greiða þeim hluta þess kostnaðar sem fell­ur til við að afla og miðla slíku efni.

Stuðning­ur­inn verður ann­ars veg­ar í formi end­ur­greiðslu á allt að 18% af launa­kostnaði viðkom­andi fjöl­miðils vegna rit­stjórn­ar­starfa og hins veg­ar í formi 4% sér­staks stuðnings, sem einnig er miðaður við til­tekið hlut­fall af launa­kostnaði. Einnig er gert ráð fyr­ir að end­ur­greiðsla til fjöl­miðils geti ekki orðið hærri en 50 millj­ón­ir króna, en ekki er þak á sér­stök­um stuðningi sem miðast við 4% af fram­an­greind­um launa­kostnaði.

Vert er að taka fram að end­ur­greiðsluþátt­ur frum­varps­ins er í anda annarra kerfa sem stjórn­völd hafa sett á lagg­irn­ar á síðustu árum til að styðja við menn­ingu á Íslandi og nefni ég þar end­ur­greiðslur er varðar kvik­mynd­ir, hljóðrit­un og bóka­út­gáfu. Einnig má nefna styrki til ný­sköp­un­ar­fyr­ir­tækja. Hér er um að ræða end­ur­greiðslu á kostnaði úr rík­is­sjóði til einkaaðila hvort held­ur í menn­ing­ar- eða í ný­sköp­un­ar­starf­semi. Ég von­ast til þess að sá stuðning­ur sem frum­varpið ger­ir ráð fyr­ir geri fjöl­miðlum kleift að efla rit­stjórn­ir sín­ar, vera vett­vang­ur skoðana­skipta og tján­ing­ar­frels­is og með þeim hætti rækja hlut­verk sitt sem einn af horn­stein­um lýðræðis­ins.

Mál þetta hef­ur verið á döf­inni í mörg ár en því hef­ur ávallt verið ýtt til hliðar. Nú hlakka ég til að fylgja þessu frum­varpi eft­ir því það er heilla­spor fyr­ir ís­lenska fjöl­miðlun í heild sinni.

Lilja Dögg Alferðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra og varaformaður Framsóknar.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 17. desember 2019.