Categories
Greinar

Landbúnaður – hvað er til ráða?

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Deila grein

10/10/2020

Landbúnaður – hvað er til ráða?

Land­búnaður á Íslandi stend­ur á kross­göt­um og hef­ur gert í þó nokk­ur ár. Neyslu­breyt­ing­ar al­menn­ings, auk­in alþjóðleg sem og inn­lend sam­keppni og breytt­ur rík­is­stuðning­ur (minni beinn fram­leiðsl­u­stuðning­ur) hafa valdið lægri tekj­um á fram­leiðslu­ein­ingu hjá bænd­um. Á móti hafa vax­andi ferðamanna­fjöldi, ný­sköp­un í störf­um á lands­byggðinni og stærri bú vegið á móti. Mik­ill stuðning­ur lands­manna er við inn­lenda fram­leiðslu – enda er hún hágæðavara, hrein og ómenguð. Þá hef­ur auk­in krafa um minna kol­efn­is­fót­spor, minni lyfja­notk­un, meiri sjálf­bærni og meiri holl­ustu ýtt und­ir fram­leiðslu ís­lenskra bænda. Ljóst er þó að gera þarf bet­ur. Rík­is­stjórn­in hef­ur tekið á nokkr­um þeim þátt­um sem munu ýta und­ir já­kvæða þróun – en nefna má fleiri. Í þess­ari grein verður tæpt á nokkr­um þeirra.

Sam­starf afurðastöðva

Í þó nokk­ur ár hef­ur það blasað við að litl­ar afurðastöðvar í kjöti mega sín lít­ils í alþjóðlegri sam­keppni við mun stærri aðila – hvort sem er inn­an­lands eða á er­lend­um mörkuðum. Því er lífs­nauðsyn­legt að heim­ila afurðastöðvun­um sam­starf – ekki ósvipað og heim­ilt er í mjólk­uriðnaðinum. Ný­verið lýsti rík­is­stjórn­in vilja sín­um til að fara þá leið og auka þar með hag­kvæmni og skil­virkni í grein­inni, í yf­ir­lýs­ingu sinni vegna end­ur­skoðun­ar­á­kvæðis lífs­kjara­samn­ing­anna. Fyr­ir­mynd­ir má sækja til mjólk­uriðnaðar­ins eða sjáv­ar­út­vegs fyrri tíma og sam­starfs fyr­ir­tækja und­ir merkj­um SÍS, SÍF og SH svo dæmi séu tek­in. Einnig hafa þing­menn Fram­sókn­ar lagt fram slíkt mál á liðnum þing­um.

Frelsi til heima­vinnslu

Sam­hliða breyt­ing­um hjá afurðastöðvun­um er mjög mik­il­vægt að auka frelsi bónd­ans til at­hafna og tengja hann bet­ur markaðsstarf­inu. Í því skyni á að heim­ila ör­slátrun og minni slát­ur­hús með heima­vinnslu. Á bak við slíka laga­breyt­ingu þarf að liggja já­kvætt áhættumat sam­bæri­legt við það sem Mat­væla­ör­ygg­is­stofn­un Þýska­lands, með Íslands­vin­inn Dr. Andreas Hen­sel í broddi fylk­ing­ar, gerði þegar heim­iluð var heimaslátrun og nær­markaðssala á lömb­um/​lamba­kjöti í Þýskalandi fyr­ir nokkr­um árum. Í kjöl­far áhættumats á lambaslátrun ætti að fara í sam­bæri­legt verk­efni varðandi ungnauta­slátrun með sama mark­mið, þ.e.a.s. heim­ila ör­slát­ur­hús með ung­neyti. Það sama er hægt að gera í mjólk­ur­fram­leiðslunni. Vax­andi áhugi er á að kaupa mjólk beint frá bónda og nú­tíma­tækni ger­ir það kleift að vera með ger­il­sneyðingu við af­greiðslu.

Einnig þarf að styrkja ný­sköp­un og markaðsþekk­ingu hjá hinum al­menna bónda. Það er mik­ill áhugi hjá bænd­um en einnig al­menn­ingi á að versla „beint frá býli“. Rík­is­stjórn­in hef­ur þess vegna stór­aukið fjár­magn til ný­sköp­un­ar með stofn­un mat­væla­sjóðs. Þar eru tæki­færi fyr­ir fram­sækið fólk til sveita.

Tolla­samn­ing­ar skoðaðir

Fyr­ir­komu­lag toll­vernd­ar er mik­il­væg­ur þátt­ur í starfs­kjör­um bænda. Inn­an stjórn­kerf­is­ins hef­ur verið unnið að út­tekt (sbr. þings­álykt­un 1678-149, aðgerðaáætl­un í 17 liðum, um hrátt kjöt, o.fl.). Vinn­unni hef­ur seinkað, átti að vera lokið í des­em­ber 2019 en ligg­ur von­andi fyr­ir von bráðar enda vænt­an­lega ein af for­send­um þeirr­ar stefnu­mót­un­ar sem er í gangi.

Í kjöl­far tolla­samn­inga við ESB er mik­il­vægt að fara yfir hvernig eft­ir­liti er háttað með fram­kvæmd þeirra. Þar und­ir er út­færsla útboða – toll­vernd er til að jafna mun milli inn­lendr­ar fram­leiðslu og er­lendr­ar – og þess vegna ætti mark­mið út­færsl­unn­ar að vera að vernda inn­lenda fram­leiðslu.

Eft­ir­litið þarf að virka. Þær frétt­ir ber­ast þessi miss­er­in að þar sé allt í skötu­líki. Inn­flutn­ings­fyr­ir­tæk­in kom­ist upp með að brjóta tolla­samn­ing­inn með rangri flokk­un á vör­um, jafn­vel svo árum skipti. Af­leiðing­in eru und­an­skot á toll­um, jafn­vel svo nem­ur hundruðum millj­óna, án þess að nokk­ur eft­ir­lits- og ábyrgðaraðili bregðist við. Það er ekki hægt að sætta sig við að samn­ing­ar séu brotn­ir, þannig skekk­ist sam­keppni við bænd­ur, sam­keppni milli fyr­ir­tækja sem halda sig inn­an laga og hinna sem svíkj­ast um að greiða op­in­ber gjöld og snuða þannig al­menn­ing beint. Þetta þarf að rann­saka.

Að auki hef­ur orðið for­sendu­brest­ur eft­ir að samn­ing­ur­inn komst á. Ann­ars veg­ar hafa þeir sem fóru fram á að samn­ing­ar yrðu gerðir, mjólk­uriðnaður­inn og „afurðastöðvar í kjöti“, ein­hverra hluta vegna ekki nýtt tæki­fær­in sem samn­ing­ur­inn skapaði þeim. Hins veg­ar er Bret­land gengið úr ESB – eða í þann mund að gera það. Það er því mín skoðun og til skoðunar inn­an rík­i­s­tjórn­ar­inn­ar að það eigi að segja þess­um ESB-tolla­samn­ingi upp.

Lýðheilsa og ör­yggi

Ein stærsta áskor­un sam­tím­ans og þar með framtíðar­inn­ar er sjálf­bær mat­væla­fram­leiðsla sem trygg­ir ann­ars veg­ar ör­ugg mat­væli og hins veg­ar nægj­an­leg­an mat handa sí­fellt fleira fólki án þess að ganga á auðlind­ir jarðar. Víða um heim eru fram­leidd mat­væli sem hvor­ugt stand­ast, þ.e.a.s. eru ágeng í auðlinda­nýt­ingu (menga, spilla landi/​vatni) og eru menguð/​spillt sjálf. Þannig er þauleldi (svín, fugl­ar, naut) víða þannig að afurðirn­ar eru salmo­nellu­smitaðar, kam­fýlu­bakt­eríu­smitaðar og í vax­andi mæli með bakt­erí­ur sem þola öll venju­leg sýkla­lyf. Al­mennt má segja að all­ur heim­ur­inn glími við þessi vanda­mál – þó mis­mikið. Ísland og Nor­eg­ur skera sig þó úr – staðan í þess­um lönd­um er mjög góð og Svíþjóð og Finn­land skammt þar fyr­ir aft­an. Enda er tíðni mat­ar­sýk­inga hér­lend­is mjög lág í alþjóðleg­um sam­an­b­urði og þ.a.l. kostnaður við slík leiðindi lág­ur hér­lend­is. Staðan er víða mjög slæm – t.a.m. víða í Asíu, Suður- og Aust­ur-Evr­ópu og Am­er­íku. Þannig er talið að um 50 þúsund manns lát­ist ár­lega vegna sýkla­lyfja­ónæm­is bæði í Banda­ríkj­un­um og Evr­ópu. Og um 2050 muni jafn­marg­ir lát­ast vegna sýkla­lyfja­ónæm­is og af völd­um krabba­meins.

Staðan á Íslandi er því eft­ir­sókn­ar­verð með hrein og ör­ugg mat­væli, gnægð af hreinu hágæðavatni og loft­gæði eins og þau ger­ast best. Í þessu fel­ast mik­il lífs­gæði.

En hvernig tryggj­um við ör­ugg­an aðgang að inn­lend­um mat­væl­um? Það þarf aug­ljós­lega að grípa til í það minnsta þeirra aðgerða sem nefnd­ar hafa verið til þess að bæta af­komu bænda. Svo höf­um við val. Rík­is­stjórn­in styður við frum­kvæði um að velja ís­lenskt. Átakið „Láttu það ganga“ er gott og gilt, styður við inn­lenda fram­leiðslu og skap­ar störf. Reglu­verkið um upp­runa­merk­ing­ar þarf að vera skýr­ara. Að ein­hverju leyti er framtíð land­búnaðar í hönd­um hvers og eins. Ef við vilj­um fá ör­ugg­an, ómengaðan og holl­an mat á borðið – fyr­ir börn­in okk­ar og for­eldra sem og okk­ur sjálf – þá eig­um við að geta gert kröfu í versl­un­inni, á veit­ingastaðnum og mötu­neyt­inu um upp­runa­merk­ing­ar. Við höf­um val. Íslenskt – já takk.

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins og sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra.

Greinin birtist fyrst í Morgunblaðinu 10. október 2020.